Hlutabréf Twitter hríðfalla á ný Sæunn Gísladóttir skrifar 28. október 2015 10:27 Jack Dorsey, t.v. ásamt meðstofnendum Twitter þegar fyrirtækið fór á markað árið 2013. Vísir/EPA Hlutabréf Twitter féllu um 13% í viðskiptum eftir að New York Kauphöllin lokaði í gær eftir að tilkynnt var að þriðji ársfjórðungur hefði verið undir væntingum. Mánaðarlegir notendur voru 320 milljónir, sem var fjórum milljónum minna en vonir voru um. Tekjur námu 560 milljónum dollara, jafnvirði 72 milljörðum íslenskra króna sem var yfir væntingum. Hins vegar hafði Twitter tilkynnt áður um að tekjur yrðu hærri á þessum fjórðungi. Fyrirtækið tapaði 132 milljónum dollara, eða tæplega 17 milljörðum króna. Twitter hefur lækkað afkomuspá sína fyrir fjórða ársfjórðung. Búist er við tekjum á milli 90 og 91 milljarði íslenskra króna, sem er talsvert undir 95 milljarða króna spá sérfræðinga. Þetta er ekki góð byrjun hjá nýja forstjóranum Jack Dorse, sem skipaður var í september. Twitter á enn í miklum vandræðum við að ná sér í nýja notendur. Twitter bætti einungis við sig fjórum milljónum notenda á þriðja ársfjórðungi. Til samanburðar bætti Facebook við sig 49 milljónum notenda á mánuði á öðrum ársfjórðungi. Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hlutabréf Twitter féllu um 13% í viðskiptum eftir að New York Kauphöllin lokaði í gær eftir að tilkynnt var að þriðji ársfjórðungur hefði verið undir væntingum. Mánaðarlegir notendur voru 320 milljónir, sem var fjórum milljónum minna en vonir voru um. Tekjur námu 560 milljónum dollara, jafnvirði 72 milljörðum íslenskra króna sem var yfir væntingum. Hins vegar hafði Twitter tilkynnt áður um að tekjur yrðu hærri á þessum fjórðungi. Fyrirtækið tapaði 132 milljónum dollara, eða tæplega 17 milljörðum króna. Twitter hefur lækkað afkomuspá sína fyrir fjórða ársfjórðung. Búist er við tekjum á milli 90 og 91 milljarði íslenskra króna, sem er talsvert undir 95 milljarða króna spá sérfræðinga. Þetta er ekki góð byrjun hjá nýja forstjóranum Jack Dorse, sem skipaður var í september. Twitter á enn í miklum vandræðum við að ná sér í nýja notendur. Twitter bætti einungis við sig fjórum milljónum notenda á þriðja ársfjórðungi. Til samanburðar bætti Facebook við sig 49 milljónum notenda á mánuði á öðrum ársfjórðungi.
Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira