Ný Subaru Impreza á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2015 09:40 Líkt og aðrir japanskir bílaframleiðendur er Subaru mætt á bílasýninguna í Tókýó sem hefst í dag og þar kynnir Subaru nýja Imprezu sem kemur á markað á næsta ári. Ekki er alveg víst að þetta sé endanleg útgáfa bílsins, þar sem hann ber ennþá nafnið Impreza 5-Door Concept, en í ljósi þess að stutt er í komu bílsins mun hann væntanlega ekki breytast mikið úr þessu. Þetta útlit bílsins segir Subaru að marki línur fyrir næstu gerðir Subaru bíla. Subaru Impreza hefur lengi verið í boði bæði sem fjögurra og fimm dyra bíll (sedan og hatchback) og Subaru sýndi ekki þann fjögurra dyra á sýningunni. Útlit þessarar nýju Imprezu hefur fengið góðar móttökur á Tókýó sýningunni og þeir sem um hann fjalla eru að vona að útlit hans haldist allt að framleiðslu. Það hefur ekki alltaf verið raunin hjá Subaru í gegnum tíðina.Nýja Imprezan í Tókýó. Bólgin hönnun en samt sterkar línur.Autoblog Bílar video Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent
Líkt og aðrir japanskir bílaframleiðendur er Subaru mætt á bílasýninguna í Tókýó sem hefst í dag og þar kynnir Subaru nýja Imprezu sem kemur á markað á næsta ári. Ekki er alveg víst að þetta sé endanleg útgáfa bílsins, þar sem hann ber ennþá nafnið Impreza 5-Door Concept, en í ljósi þess að stutt er í komu bílsins mun hann væntanlega ekki breytast mikið úr þessu. Þetta útlit bílsins segir Subaru að marki línur fyrir næstu gerðir Subaru bíla. Subaru Impreza hefur lengi verið í boði bæði sem fjögurra og fimm dyra bíll (sedan og hatchback) og Subaru sýndi ekki þann fjögurra dyra á sýningunni. Útlit þessarar nýju Imprezu hefur fengið góðar móttökur á Tókýó sýningunni og þeir sem um hann fjalla eru að vona að útlit hans haldist allt að framleiðslu. Það hefur ekki alltaf verið raunin hjá Subaru í gegnum tíðina.Nýja Imprezan í Tókýó. Bólgin hönnun en samt sterkar línur.Autoblog
Bílar video Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent