Helst algengt hjá konum yfir sextugu og knattspyrnukonum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. október 2015 07:00 Harpa Þorsteinsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Ísland í Slóveníu og átti stóran þátt í tveimur til viðbótar. Vísir/Vilhelm Frábær frammistaða Íslands í Slóveníu í gær, þar sem stelpurnar okkar unnu sannfærandi 6-0 sigur, gefur góð fyrirheit um framhaldið í 1. riðli í undankeppni EM 2017. Ísland er þar með fullt hús stiga eftir þrjá leiki og markatöluna 12-0. Skotland er einnig taplaust í riðlinum og á leik til góða gegn Makedóníu á útivelli í kvöld. Skotar eru sigurstranglegri aðilinn í leiknum en það stefnir í einvígi Íslands og Skotlands um efsta sætið í riðlinum, sem gefur beinan þátttökurétt á EM í Hollandi. Ef frá er talinn fimmtán mínútna kafli í upphafi síðari hálfleiks stjórnaði Ísland ferðinni gegn Slóvenum í gær. Liðið lék frábæra knattspyrnu en það var ekki síst frammistaða sóknarmannsins Hörpu Þorsteinsdóttur sem gladdi augað. Hún skoraði tvö mörk, lagði upp eitt og fékk aukaspyrnu sem gaf af sér eitt til viðbótar. Hún fékk tækifæri til að fullkomna þrennuna en lét verja frá sér vítaspyrnu seint í leiknum.Þvingaði Hörpu á vítapunktinn „Ég tek það á mig. Ég þvingaði hana til að taka vítaspyrnuna,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, í léttum dúr við Fréttablaðið í gær. „En spyrnan var vel varin hjá markverði Slóvena.“ Dagný Brynjarsdóttir skoraði fyrsta og síðasta mark Íslands í leiknum. Harpa kom Íslandi í 2-0 og 3-0 og Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sitt 75. landsliðsmark er hún gerði mark úr aukaspyrnu sem var dæmd á varnarmann Slóveníu. Hún hafði handleikið skot Hörpu í teignum. Harpa lagði svo upp fimmta markið fyrir varamanninn Söndru Maríu Jessen, en hún kom inn á fyrir Hólmfríði Magnúsdóttur sem þurfti að fara meidd af velli eftir 30 mínútna leik í sínum 100. landsleik. Ísland fékk því sex stig úr þessari landsleikjatörn en Ísland vann 4-0 sigur á Makedóníu í síðustu viku. Freyr segir að hann sé ánægður með hvar liðið sé statt nú. „Nú förum við inn í vetrarfríið með níu stig og góða markatölu. Mér finnst að mitt handbragð sé komið á liðið og það komið á þann stað sem ég vil. En við megum ekki vera hrædd við að hugsa stórt og halda áfram að bæta okkur.” Freyr segir að frammistaða Hörpu hafi verið sú besta í landsliðinu undir hans stjórn. „Hún skoraði færri mörk en vanalega með Stjörnunni í sumar og var því með blóð á tönnunum þegar hún kom inn í þetta verkefni. Hún var frábær í þessum leik og er leikmaður sem er enn að vaxa og bæta sig.“Erfiður vetur Sjálf sagðist Harpa vera ánægð með kvöldið og frammistöðu sína með landsliðinu. „Þetta var erfitt framan af ári enda var ég meidd síðasta vetur og mikið bras á mér. En mér fannst að það væri stígandi í mínum leik í sumar og ég átti góða leiki með Stjörnunni í Evrópukeppninni í haust, þrátt fyrir að við töpuðum þeim. Ég fann að sjálfstraustið jókst með hverjum leiknum og það er alltaf pressa á manni að standa sig vel með landsliðinu.“ Harpa mun nýta vetrarfríið til að fara í aðgerð vegna meiðsla sem hafa verið að plaga hana. „Ég er með taugatruflanir í ristinni sem þarf að laga. Mér skilst reyndar að þetta sé helst algengt hjá konum yfir sextugu og knattspyrnukonum,“ segir hún í léttum dúr. „Eftir aðgerðina tekur við bataferli sem ég ætla að nýta til að skoða mín mál fyrir næsta sumar,“ segir Harpa sem hyggst ekki útiloka neina möguleika fyrir næsta sumar, hvort sem hún spilar hér á landi eða ytra. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hólmfríður: Vissi að ég var tæp Hólmfríður Magnúsdóttir lék sinn 100. landsleik í kvöld og segist stolt af áfanganum, þrátt fyrir meiðslin. 26. október 2015 19:53 Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 0-6 | Stelpurnar fullkomnar í Slóveníu Ísland sýndi flestar sína bestu hliðar er stelpurnar okkar unnu sannfærandi sigur á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 18:45 Harpa: Skora úr næsta víti Harpa Þorsteinsdóttir átti stórleik fyrir Ísland í kvöld en var óheppinn að skora ekki þrennu. 26. október 2015 20:00 Freyr: Stoltur af þeim Landsliðsþjálfarinn var í sjöunda himni með 6-0 sigur Íslands á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 19:42 Dagný fer til Portland: Leyfði mér ekki að dreyma um svona lið Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur samið við eitt sterkasta lið Bandaríkjanna og spilar vestanhafs næstu tvö árin. 26. október 2015 22:16 Man eftir öllum hinum 99 leikjunum Hólmfríður Magnúsdóttir gat ekki klárað nema hálftíma af hundraðasta A-landsleiknum sínum. 27. október 2015 06:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sjá meira
Frábær frammistaða Íslands í Slóveníu í gær, þar sem stelpurnar okkar unnu sannfærandi 6-0 sigur, gefur góð fyrirheit um framhaldið í 1. riðli í undankeppni EM 2017. Ísland er þar með fullt hús stiga eftir þrjá leiki og markatöluna 12-0. Skotland er einnig taplaust í riðlinum og á leik til góða gegn Makedóníu á útivelli í kvöld. Skotar eru sigurstranglegri aðilinn í leiknum en það stefnir í einvígi Íslands og Skotlands um efsta sætið í riðlinum, sem gefur beinan þátttökurétt á EM í Hollandi. Ef frá er talinn fimmtán mínútna kafli í upphafi síðari hálfleiks stjórnaði Ísland ferðinni gegn Slóvenum í gær. Liðið lék frábæra knattspyrnu en það var ekki síst frammistaða sóknarmannsins Hörpu Þorsteinsdóttur sem gladdi augað. Hún skoraði tvö mörk, lagði upp eitt og fékk aukaspyrnu sem gaf af sér eitt til viðbótar. Hún fékk tækifæri til að fullkomna þrennuna en lét verja frá sér vítaspyrnu seint í leiknum.Þvingaði Hörpu á vítapunktinn „Ég tek það á mig. Ég þvingaði hana til að taka vítaspyrnuna,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, í léttum dúr við Fréttablaðið í gær. „En spyrnan var vel varin hjá markverði Slóvena.“ Dagný Brynjarsdóttir skoraði fyrsta og síðasta mark Íslands í leiknum. Harpa kom Íslandi í 2-0 og 3-0 og Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sitt 75. landsliðsmark er hún gerði mark úr aukaspyrnu sem var dæmd á varnarmann Slóveníu. Hún hafði handleikið skot Hörpu í teignum. Harpa lagði svo upp fimmta markið fyrir varamanninn Söndru Maríu Jessen, en hún kom inn á fyrir Hólmfríði Magnúsdóttur sem þurfti að fara meidd af velli eftir 30 mínútna leik í sínum 100. landsleik. Ísland fékk því sex stig úr þessari landsleikjatörn en Ísland vann 4-0 sigur á Makedóníu í síðustu viku. Freyr segir að hann sé ánægður með hvar liðið sé statt nú. „Nú förum við inn í vetrarfríið með níu stig og góða markatölu. Mér finnst að mitt handbragð sé komið á liðið og það komið á þann stað sem ég vil. En við megum ekki vera hrædd við að hugsa stórt og halda áfram að bæta okkur.” Freyr segir að frammistaða Hörpu hafi verið sú besta í landsliðinu undir hans stjórn. „Hún skoraði færri mörk en vanalega með Stjörnunni í sumar og var því með blóð á tönnunum þegar hún kom inn í þetta verkefni. Hún var frábær í þessum leik og er leikmaður sem er enn að vaxa og bæta sig.“Erfiður vetur Sjálf sagðist Harpa vera ánægð með kvöldið og frammistöðu sína með landsliðinu. „Þetta var erfitt framan af ári enda var ég meidd síðasta vetur og mikið bras á mér. En mér fannst að það væri stígandi í mínum leik í sumar og ég átti góða leiki með Stjörnunni í Evrópukeppninni í haust, þrátt fyrir að við töpuðum þeim. Ég fann að sjálfstraustið jókst með hverjum leiknum og það er alltaf pressa á manni að standa sig vel með landsliðinu.“ Harpa mun nýta vetrarfríið til að fara í aðgerð vegna meiðsla sem hafa verið að plaga hana. „Ég er með taugatruflanir í ristinni sem þarf að laga. Mér skilst reyndar að þetta sé helst algengt hjá konum yfir sextugu og knattspyrnukonum,“ segir hún í léttum dúr. „Eftir aðgerðina tekur við bataferli sem ég ætla að nýta til að skoða mín mál fyrir næsta sumar,“ segir Harpa sem hyggst ekki útiloka neina möguleika fyrir næsta sumar, hvort sem hún spilar hér á landi eða ytra.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hólmfríður: Vissi að ég var tæp Hólmfríður Magnúsdóttir lék sinn 100. landsleik í kvöld og segist stolt af áfanganum, þrátt fyrir meiðslin. 26. október 2015 19:53 Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 0-6 | Stelpurnar fullkomnar í Slóveníu Ísland sýndi flestar sína bestu hliðar er stelpurnar okkar unnu sannfærandi sigur á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 18:45 Harpa: Skora úr næsta víti Harpa Þorsteinsdóttir átti stórleik fyrir Ísland í kvöld en var óheppinn að skora ekki þrennu. 26. október 2015 20:00 Freyr: Stoltur af þeim Landsliðsþjálfarinn var í sjöunda himni með 6-0 sigur Íslands á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 19:42 Dagný fer til Portland: Leyfði mér ekki að dreyma um svona lið Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur samið við eitt sterkasta lið Bandaríkjanna og spilar vestanhafs næstu tvö árin. 26. október 2015 22:16 Man eftir öllum hinum 99 leikjunum Hólmfríður Magnúsdóttir gat ekki klárað nema hálftíma af hundraðasta A-landsleiknum sínum. 27. október 2015 06:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sjá meira
Hólmfríður: Vissi að ég var tæp Hólmfríður Magnúsdóttir lék sinn 100. landsleik í kvöld og segist stolt af áfanganum, þrátt fyrir meiðslin. 26. október 2015 19:53
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 0-6 | Stelpurnar fullkomnar í Slóveníu Ísland sýndi flestar sína bestu hliðar er stelpurnar okkar unnu sannfærandi sigur á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 18:45
Harpa: Skora úr næsta víti Harpa Þorsteinsdóttir átti stórleik fyrir Ísland í kvöld en var óheppinn að skora ekki þrennu. 26. október 2015 20:00
Freyr: Stoltur af þeim Landsliðsþjálfarinn var í sjöunda himni með 6-0 sigur Íslands á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 19:42
Dagný fer til Portland: Leyfði mér ekki að dreyma um svona lið Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur samið við eitt sterkasta lið Bandaríkjanna og spilar vestanhafs næstu tvö árin. 26. október 2015 22:16
Man eftir öllum hinum 99 leikjunum Hólmfríður Magnúsdóttir gat ekki klárað nema hálftíma af hundraðasta A-landsleiknum sínum. 27. október 2015 06:30