Serían sem banaði geitinni ekki frá IKEA sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. október 2015 14:44 Þórarinn segir að ekki hafi verið um markaðsbrellu að ræða. Unnið sé að því að koma upp annarri geit fyrir helgi. vísir/pjetur Ljósaseríurnar á IKEA geitinni sem brann í morgun voru ekki frá IKEA. Um hefðbundnar útiseríur var að ræða, sem eiga að þola veður og vinda, að sögn Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA. Hann telur að leitt hafi úr einni seríunni sem hafi orðið til þess að eldurinn kom upp. „Þetta eru útiseríur sem við keyptum á íslenskum markaði. Útiseríur sem eiga að þola vatn og raka. Við höfum notað svona seríur í mörg ár og erum til dæmis með þær á jólatrjánum fyrir utan verslunina,“ segir Þórarinn og bætir við að IKEA selji ekki útiseríur. Einungis seríur sem gangi fyrir batteríum.Ekki í fyrsta sinn sem það kviknar í slíkri seríu „Það eru þrjátíu til fjörutíu ljós á hverri lengi og þar er samtengingarstykki til að skrúfa þær saman. Við höfum lent í þessu áður, og þá einmitt kviknaði í samtengingunum, en þá brann geitin ekki,“ útskýrir hann. Þórarinn segir að gengið hafi verið úr skugga um að seríurnar hafi uppfyllt alla staðla og vottanir. „Við kynntum okkur þetta algjörlega. Þetta á að þola íslenskt útiveður; rigningu, slagveður og þetta á að geta verið í rennbleytu án þess að eitthvað gerist.“ Aðspurður hvort fólk þufi að hafa áhyggjur af slíkum seríum, segir hann að því þurfi viðkomandi söluaðilar að svara. Hann vilji þó ekki gefa upp hvar umrædd sería hafi verið keypt.Sjá einnig: IKEA geitin tortímdi sjálfri sérEkki gert í auglýsingaskyni Þá þvertekur hann fyrir að um markaðsbrellu sé að ræða. „Það væri þá ansi dýr pakki. Þetta er milljón kall sem fór í seríurnar, og ef við ætluðum á annað borð að kveikja í geitinni þá hefðum við eflaust gert það í myrkri. Þessi geit er alltof verðmæt og á alltof stóran hlut í hjarta mínu þannig að ég færi að kveikja í henni. Það væri aldrei að fara að gerast,“ segir Þórarinn. Sem fyrr segir brann IKEA-geitin til kaldra kola í morgun, þrátt fyrir stranga öryggisgæslu, myndavélakerfi og rafmagnsgirðingu. Þórarinn segist binda vonir við að fá nýja geit fyrir helgi. „Við erum komin með tvo trésmiði til að gera nýja geit, og við vonum að henni verði komið upp fyrir helgi.“ Jólin eru að koma #ikea pic.twitter.com/i2iqdtbPvz— Guðjón Baldvinsson (@Gauib) October 26, 2015 Tengdar fréttir IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér "Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. 26. október 2015 13:26 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
Ljósaseríurnar á IKEA geitinni sem brann í morgun voru ekki frá IKEA. Um hefðbundnar útiseríur var að ræða, sem eiga að þola veður og vinda, að sögn Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA. Hann telur að leitt hafi úr einni seríunni sem hafi orðið til þess að eldurinn kom upp. „Þetta eru útiseríur sem við keyptum á íslenskum markaði. Útiseríur sem eiga að þola vatn og raka. Við höfum notað svona seríur í mörg ár og erum til dæmis með þær á jólatrjánum fyrir utan verslunina,“ segir Þórarinn og bætir við að IKEA selji ekki útiseríur. Einungis seríur sem gangi fyrir batteríum.Ekki í fyrsta sinn sem það kviknar í slíkri seríu „Það eru þrjátíu til fjörutíu ljós á hverri lengi og þar er samtengingarstykki til að skrúfa þær saman. Við höfum lent í þessu áður, og þá einmitt kviknaði í samtengingunum, en þá brann geitin ekki,“ útskýrir hann. Þórarinn segir að gengið hafi verið úr skugga um að seríurnar hafi uppfyllt alla staðla og vottanir. „Við kynntum okkur þetta algjörlega. Þetta á að þola íslenskt útiveður; rigningu, slagveður og þetta á að geta verið í rennbleytu án þess að eitthvað gerist.“ Aðspurður hvort fólk þufi að hafa áhyggjur af slíkum seríum, segir hann að því þurfi viðkomandi söluaðilar að svara. Hann vilji þó ekki gefa upp hvar umrædd sería hafi verið keypt.Sjá einnig: IKEA geitin tortímdi sjálfri sérEkki gert í auglýsingaskyni Þá þvertekur hann fyrir að um markaðsbrellu sé að ræða. „Það væri þá ansi dýr pakki. Þetta er milljón kall sem fór í seríurnar, og ef við ætluðum á annað borð að kveikja í geitinni þá hefðum við eflaust gert það í myrkri. Þessi geit er alltof verðmæt og á alltof stóran hlut í hjarta mínu þannig að ég færi að kveikja í henni. Það væri aldrei að fara að gerast,“ segir Þórarinn. Sem fyrr segir brann IKEA-geitin til kaldra kola í morgun, þrátt fyrir stranga öryggisgæslu, myndavélakerfi og rafmagnsgirðingu. Þórarinn segist binda vonir við að fá nýja geit fyrir helgi. „Við erum komin með tvo trésmiði til að gera nýja geit, og við vonum að henni verði komið upp fyrir helgi.“ Jólin eru að koma #ikea pic.twitter.com/i2iqdtbPvz— Guðjón Baldvinsson (@Gauib) October 26, 2015
Tengdar fréttir IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér "Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. 26. október 2015 13:26 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér "Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. 26. október 2015 13:26