Hólmfríður spilar sinn hundraðasta A-landsleik í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2015 11:48 Hólmfríður Magnúsdóttir. Vísir/Vilhelm Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins, staðfesti það á Instagram síðu sinni og fésbókinni í dag að herbergisfélagi hennar í A-landsliðinu til margra ára, Hólmfríður Magnúsdóttir, spili á móti Slóveníu í dag. Hólmfríður hefur verið að glíma við meiðsli á hné og var af þeim sökum ekki með íslenska liðinu í sigrinum á Makedóníu fyrir helgi. Hólmfríður hefur verið í kapphlaupi um að ná leiknum og hún er leikfær sem eru miklar gleðifréttir fyrir íslenska liðið. Hólmfríður hefur spilað frábærlega með norska liðinu Avaldsnes á þessu tímabili og er ein af þremur sem kemur til greina sem besti leikmaður deildarinnar. Avaldsnes hefur skorað 15 mörk í 22 leikjum í deild og bikar á leiktíðinni en liðið endaði í 2. sæti deildarinnar á eftir Guðbjörgu Gunnarsdóttur og félögum í Lilleström. Hólmfríður hefur spilað 99 A-landsleiki fyrir Ísland og leikurinn í kvöld verður því hennar hundraðasti. Hólmfríður hefur þegar skorað 36 mörk fyrir íslenska landsliðið og annar markahæsti leikmaður Íslands frá upphafi á eftir Margréti Láru Viðarsdóttur. Hólmfríður lék sinn fyrsta landsleik á móti Bandaríkjunum 16. febrúar 2003 og það er óhætt að segja að hún hafi byrjað á móti þeim bestu. Leikurinn fór fram í Charleston í Bandaríkjunum og þær bandarísku unnu 1-0 með marki Miu Hamm strax á þriðju mínútu. Hólmfríður kom inná sem varamaður fyrir Rakel Logadóttur á 65. Mínútu. Tvær aðrar léku einnig sinn fyrsta landsleik í þessum leik en það voru þær Íris Andrésdóttir og Málfríður Erna Sigurðardóttir , nýkrýndur Íslandsmeistari með Breiðabliki. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins, staðfesti það á Instagram síðu sinni og fésbókinni í dag að herbergisfélagi hennar í A-landsliðinu til margra ára, Hólmfríður Magnúsdóttir, spili á móti Slóveníu í dag. Hólmfríður hefur verið að glíma við meiðsli á hné og var af þeim sökum ekki með íslenska liðinu í sigrinum á Makedóníu fyrir helgi. Hólmfríður hefur verið í kapphlaupi um að ná leiknum og hún er leikfær sem eru miklar gleðifréttir fyrir íslenska liðið. Hólmfríður hefur spilað frábærlega með norska liðinu Avaldsnes á þessu tímabili og er ein af þremur sem kemur til greina sem besti leikmaður deildarinnar. Avaldsnes hefur skorað 15 mörk í 22 leikjum í deild og bikar á leiktíðinni en liðið endaði í 2. sæti deildarinnar á eftir Guðbjörgu Gunnarsdóttur og félögum í Lilleström. Hólmfríður hefur spilað 99 A-landsleiki fyrir Ísland og leikurinn í kvöld verður því hennar hundraðasti. Hólmfríður hefur þegar skorað 36 mörk fyrir íslenska landsliðið og annar markahæsti leikmaður Íslands frá upphafi á eftir Margréti Láru Viðarsdóttur. Hólmfríður lék sinn fyrsta landsleik á móti Bandaríkjunum 16. febrúar 2003 og það er óhætt að segja að hún hafi byrjað á móti þeim bestu. Leikurinn fór fram í Charleston í Bandaríkjunum og þær bandarísku unnu 1-0 með marki Miu Hamm strax á þriðju mínútu. Hólmfríður kom inná sem varamaður fyrir Rakel Logadóttur á 65. Mínútu. Tvær aðrar léku einnig sinn fyrsta landsleik í þessum leik en það voru þær Íris Andrésdóttir og Málfríður Erna Sigurðardóttir , nýkrýndur Íslandsmeistari með Breiðabliki.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira