Stelpurnar geta náð sinni bestu byrjun í átta ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2015 15:15 Stelpurnar fagna hér marki Dagnýjar Brynjarsdóttur á móti Hvíta Rússlandi. Vísir/Vilhelm Íslenska kvennalandsliðið getur unnið þriðja leikinn í röð í undankeppni EM 2017 í kvöld þegar stelpurnar spila við Slóvena í Lendava. Íslensku stelpurnar hafa þegar lagt Hvít-Rússa og Makedóna að velli í baráttunni um laus sæti á Evrópumótinu í Hollandi og hafa sex stig og markatöluna 6-0 eftir tvo leiki. Íslenska kvennalandsliðið hefur ekki unnið tvo fyrstu leiki sína í undankeppni síðan sumarið 2007 þegar liðið vann fyrstu þrjá leiki sína í undankeppni EM í Finnlandi 2009. Sú undankeppni varð á endanum söguleg enda komust íslensku stelpurnar þá inn á stórmót í fyrsta sinn en þetta var fyrsta stórmót íslensks A-landsliðs. Fyrir átta árum vann íslenska liðið sigra á Grikkjum, Frökkum og Serbum í fyrstu þremur leikjum sínum í undankeppninni en tveir síðarnefndu leikirnir fóru fram á Laugardalsvellinum. Aeðins fjórir leikmenn í íslenska hópnum í dag komu nálægt einhverjum þessara þriggja sigurleikja fyrir rúmum átta árum síðan. Margrét Lára Viðarsdóttir byrjaði alla leikina þrjá og skoraði líka mark í þeim öllum. Guðbjörg Gunnarsdóttir var í byrjunarliðinu í fyrsta leiknum en á bekknum í hinum tveimur. Hólmfríður Magnúsdóttir missti af fyrsta leiknum en kom inná sem varamaður í hinum tveimur. Sandra Sigurðardóttir var síðan varamarkvörður í fyrsta leiknum. Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 17.00 að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu á Vísi.Fyrstu þrír leikir íslenska kvennalandsliðsins í síðustu undankeppnum:EM 2009 - 3 sigurleikir (Markatala, 9-0) - Grikkland-Ísland 0-3 - Ísland-Frakkland 1-0 - Ísland-Serbía 5-0HM 2011 - 2 sigrar, 1 tap (17-2) - Ísland-Serbía 5-0 - Ísland-Eistland 12-0 - Frakkland-Ísland 2-0EM 2013 - 2 sigrar, 1 jafntefli (9-1) - Ísland-Búlgaría 6-0 - Ísland-Noregur 3-1 - Ísland-Belgía 0-0HM 2015 - 2 sigrar, 1 tap (3-3) - Ísland-Sviss 0-2 - Serbía-Ísland 1-2 - Ísrael-Ísland 0-1EM 2017 - 2 sigrar og 3. leikurinn í kvöld (6-0) - Ísland-Hvíta Rússland 2-ö - Makedónía-Ísland 0-4 - Slóvenía-Ísland (Í kvöld) Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið getur unnið þriðja leikinn í röð í undankeppni EM 2017 í kvöld þegar stelpurnar spila við Slóvena í Lendava. Íslensku stelpurnar hafa þegar lagt Hvít-Rússa og Makedóna að velli í baráttunni um laus sæti á Evrópumótinu í Hollandi og hafa sex stig og markatöluna 6-0 eftir tvo leiki. Íslenska kvennalandsliðið hefur ekki unnið tvo fyrstu leiki sína í undankeppni síðan sumarið 2007 þegar liðið vann fyrstu þrjá leiki sína í undankeppni EM í Finnlandi 2009. Sú undankeppni varð á endanum söguleg enda komust íslensku stelpurnar þá inn á stórmót í fyrsta sinn en þetta var fyrsta stórmót íslensks A-landsliðs. Fyrir átta árum vann íslenska liðið sigra á Grikkjum, Frökkum og Serbum í fyrstu þremur leikjum sínum í undankeppninni en tveir síðarnefndu leikirnir fóru fram á Laugardalsvellinum. Aeðins fjórir leikmenn í íslenska hópnum í dag komu nálægt einhverjum þessara þriggja sigurleikja fyrir rúmum átta árum síðan. Margrét Lára Viðarsdóttir byrjaði alla leikina þrjá og skoraði líka mark í þeim öllum. Guðbjörg Gunnarsdóttir var í byrjunarliðinu í fyrsta leiknum en á bekknum í hinum tveimur. Hólmfríður Magnúsdóttir missti af fyrsta leiknum en kom inná sem varamaður í hinum tveimur. Sandra Sigurðardóttir var síðan varamarkvörður í fyrsta leiknum. Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 17.00 að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu á Vísi.Fyrstu þrír leikir íslenska kvennalandsliðsins í síðustu undankeppnum:EM 2009 - 3 sigurleikir (Markatala, 9-0) - Grikkland-Ísland 0-3 - Ísland-Frakkland 1-0 - Ísland-Serbía 5-0HM 2011 - 2 sigrar, 1 tap (17-2) - Ísland-Serbía 5-0 - Ísland-Eistland 12-0 - Frakkland-Ísland 2-0EM 2013 - 2 sigrar, 1 jafntefli (9-1) - Ísland-Búlgaría 6-0 - Ísland-Noregur 3-1 - Ísland-Belgía 0-0HM 2015 - 2 sigrar, 1 tap (3-3) - Ísland-Sviss 0-2 - Serbía-Ísland 1-2 - Ísrael-Ísland 0-1EM 2017 - 2 sigrar og 3. leikurinn í kvöld (6-0) - Ísland-Hvíta Rússland 2-ö - Makedónía-Ísland 0-4 - Slóvenía-Ísland (Í kvöld)
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira