Feðgar númer tvö sem verða báðir meistarar utan Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2015 11:00 Eyjólfur Sverrisson og Hólmar Örn Eyjólfsson. Vísir/Getty Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar í liði Rosenborg tryggðu sér í gær norska meistaratitilinn í fótbolta en með Hólmar leikur landi hans Matthías Vilhjálmsson. Rosenborg gerði þá 3-3 jafntefli á móti Strömsgodset sem er í öðru sæti deildarinnar. Eftir þessi úrslit munar tíu stigum á liðunum en aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Þetta er fyrsti meistaratitill Rosenborg BK í fimm ár (síðast 2010) og fyrsti meistaratitill hins 25 ára gamla Hólmars Arnar á atvinnumannaferli hans. Hólmar Örn lék eftir afrek pabba síns, Eyjólfs Sverrissonar, að verða meistari í öðru landi. Eyjólfur Sverrisson var bæði þýskur og tyrkneskur meistari á sínum ferli en í bæði skiptin var hann undir stjórn Christoph Daum. Eyjólfur var með 3 mörk í 31 leik með Stuttgart þegar hann varð þýskur meistari með félaginu 1992 og þremur árum seinna var hann með með 9 mörk í 33 leikjum þegar hann hjálpaði Besiktas að vinna tyrkneska meistaratitilinn. Hólmar Örn Eyjólfsson hefur skorað eitt mark og gefið fjórar stoðsendingar í 27 leikjum með Rosenborg en hann hefur spilað alla leiki nema einn. Aðeins feðgarnir Arnór Guðjohnsen og Eiður Smári Guðjohnsen hafa komist í þennan klúbb það er að verða báðir meistarar í efstu deild í öðru landi. Arnór Guðjohnsen var þrisvar belgískur meistari með Anderlecht frá 1985 til 1987 en Eiður Smári vann enska titilinn tvisvar með Chelsea (2005 og 2006) og spænska titilinn einu sinni með Barcelona (2009). Hólmar Örn Eyjólfsson kom til Rosenborg á miðju síðasta tímabili og vann sér sæti í byrjunarliðinu. Hann hefur oftast spilað sem miðvörður á þessu tímabili en var í hlutverki hægri bakvarðar í jafntefli á móti Strömsgodset í gær. Eyjólfur spilaði margar stöður með Stuttgart á titilárinu, mest á miðjunni en einnig í vörninni. Hann spilaði mest á miðjunni hjá Besiktas. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira
Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar í liði Rosenborg tryggðu sér í gær norska meistaratitilinn í fótbolta en með Hólmar leikur landi hans Matthías Vilhjálmsson. Rosenborg gerði þá 3-3 jafntefli á móti Strömsgodset sem er í öðru sæti deildarinnar. Eftir þessi úrslit munar tíu stigum á liðunum en aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Þetta er fyrsti meistaratitill Rosenborg BK í fimm ár (síðast 2010) og fyrsti meistaratitill hins 25 ára gamla Hólmars Arnar á atvinnumannaferli hans. Hólmar Örn lék eftir afrek pabba síns, Eyjólfs Sverrissonar, að verða meistari í öðru landi. Eyjólfur Sverrisson var bæði þýskur og tyrkneskur meistari á sínum ferli en í bæði skiptin var hann undir stjórn Christoph Daum. Eyjólfur var með 3 mörk í 31 leik með Stuttgart þegar hann varð þýskur meistari með félaginu 1992 og þremur árum seinna var hann með með 9 mörk í 33 leikjum þegar hann hjálpaði Besiktas að vinna tyrkneska meistaratitilinn. Hólmar Örn Eyjólfsson hefur skorað eitt mark og gefið fjórar stoðsendingar í 27 leikjum með Rosenborg en hann hefur spilað alla leiki nema einn. Aðeins feðgarnir Arnór Guðjohnsen og Eiður Smári Guðjohnsen hafa komist í þennan klúbb það er að verða báðir meistarar í efstu deild í öðru landi. Arnór Guðjohnsen var þrisvar belgískur meistari með Anderlecht frá 1985 til 1987 en Eiður Smári vann enska titilinn tvisvar með Chelsea (2005 og 2006) og spænska titilinn einu sinni með Barcelona (2009). Hólmar Örn Eyjólfsson kom til Rosenborg á miðju síðasta tímabili og vann sér sæti í byrjunarliðinu. Hann hefur oftast spilað sem miðvörður á þessu tímabili en var í hlutverki hægri bakvarðar í jafntefli á móti Strömsgodset í gær. Eyjólfur spilaði margar stöður með Stuttgart á titilárinu, mest á miðjunni en einnig í vörninni. Hann spilaði mest á miðjunni hjá Besiktas.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira