Ungt fólk eins og flóðbylgja á fundinn Snærós Sindradóttir skrifar 26. október 2015 07:00 Bjarni Benediktsson bar ósigur úr býtum í nokkrum málum á fundinum, meðal annars tengdum verðtryggingunni. En hann var endurkjörinn formaður með 96 prósent atkvæða. Fréttablaðið/Stefán Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var tileinkaður 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Áhersla á konur var augljós í öllum undirbúningi fyrir fundinn en myndir af nokkrum fyrrverandi kvenráðherrum flokksins héngu flennistórar í Laugardalshöll. Á milli dagskrárliða var spilað myndband með ungum konum í flokknum þar sem þær sögðu sína skoðun á stjórnmálum dagsins í dag. En fundurinn sjálfur var bókstaflega tekinn yfir af ungum sjálfstæðismönnum og þeirra sjónarmiðum. Samband ungra sjálfstæðismanna mætti gríðarlega vel undirbúið á fundinn og gekk sem ein heild inn í málefnanefndir með breytingartillögur. Þær breytingartillögur voru í 89 prósent tilfella samþykktar úr nefnd. Og ræðumönnum varð nær öllum tíðrætt um að lausnin á sögulega slæmu fylgi flokksins væri framgangur ungs fólks. Það var engu líkara en eldra fólkið í flokknum drægi sig í hlé gagnvart vel skipulögðum ungliðum. Það voru fáar mótbárur við frjálslyndum tillögum þeirra þó að einstaka hnuss heyrðist í eldra fólki sem þó var tilbúið að viðurkenna ósigur sinn. Bjarni Benediktsson samþykkti tillögur þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar, meðal annars í gjaldmiðlamálum. Hann lagði til málamiðlunartillögu við einarðlega stefnu Efnahags- og viðskiptanefndar um að hefja ætti undirbúning að upptöku annars gjaldmiðils en krónu. Tillaga Bjarna hljóðaði svo að skoða ætti til þrautar að taka upp mynt sem væri gjaldgeng í alþjóðaviðskiptum í stað krónunnar. Þar var ljóst að Bjarni talaði gegn eigin sannfæringu, eða stefnu.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson á landsfundinum um helgina.vísir/stefánUng kona breikkar ásýnd flokksinsÁslaug Arna Sigurbjörnsdóttir kom öllum á óvart þegar hún bauð sig fram á móti Guðlaugi Þór Þórðarsyni þingmanni í embætti ritara flokksins. Guðlaugur dró framboð sitt til baka við tíðindin. „Ég held að tilkoma mín inn í þetta starf breikki ásýnd forystunnar. Ég er í háskóla og á vinnumarkaði á sumrin svo kannski er ég meira að upplifa það sem aðrir kjósendur eru að upplifa.“ Áslaug segist ekki búin að ákveða sig hvort hún nýti starfið sem stökkpall í næstu alþingiskosningum. „Ég er núna að hugsa um framtíðina, hvernig fólk getur haft trú á stjórnmálum og að koma sjálfstæðishugsjóninni, sem ég hef svo mikla trú á, áfram.“ Áslaug hlaut 92 prósent atkvæða og táraðist í þakkarræðu sinni.Flokkurinn klofinn í tollamálumFlokkurinn er algjörlega klofinn í afstöðu sinni til tolla á innflutta landbúnaðarvöru. Á öðrum vængnum ganga ungir sjálfstæðismenn fremstir í flokki þeirra sem vilja afnema alla tolla á innflutt matvæli. Fyrir fundinum lá tillaga um að afnema tolla á fjórum árum. Á hinum vængnum eru bændur og eldri kynslóð sjálfstæðismanna. Það var Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, sem fyrstur veitti tillögunni andspyrnu. Hann vildi fella tillögur þeirra út í heild sinni sem meðal annars kváðu á um að endurskoða ætti búvörulög og að samkeppnislög ættu að gilda um landbúnað eins og aðrar atvinnugreinar. Þungavigtarmenn í sögu Sjálfstæðisflokksins, eins og Halldór Blöndal, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, tóku undir með Ara. Formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, leysti málið með málamiðlunartillögu þess efnis að tollaafnámið á fjórum árum færi út. Það var samþykkt, en ljóst var að bændur voru ekki að fá það sem þeir vildu. Alþingi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var tileinkaður 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Áhersla á konur var augljós í öllum undirbúningi fyrir fundinn en myndir af nokkrum fyrrverandi kvenráðherrum flokksins héngu flennistórar í Laugardalshöll. Á milli dagskrárliða var spilað myndband með ungum konum í flokknum þar sem þær sögðu sína skoðun á stjórnmálum dagsins í dag. En fundurinn sjálfur var bókstaflega tekinn yfir af ungum sjálfstæðismönnum og þeirra sjónarmiðum. Samband ungra sjálfstæðismanna mætti gríðarlega vel undirbúið á fundinn og gekk sem ein heild inn í málefnanefndir með breytingartillögur. Þær breytingartillögur voru í 89 prósent tilfella samþykktar úr nefnd. Og ræðumönnum varð nær öllum tíðrætt um að lausnin á sögulega slæmu fylgi flokksins væri framgangur ungs fólks. Það var engu líkara en eldra fólkið í flokknum drægi sig í hlé gagnvart vel skipulögðum ungliðum. Það voru fáar mótbárur við frjálslyndum tillögum þeirra þó að einstaka hnuss heyrðist í eldra fólki sem þó var tilbúið að viðurkenna ósigur sinn. Bjarni Benediktsson samþykkti tillögur þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar, meðal annars í gjaldmiðlamálum. Hann lagði til málamiðlunartillögu við einarðlega stefnu Efnahags- og viðskiptanefndar um að hefja ætti undirbúning að upptöku annars gjaldmiðils en krónu. Tillaga Bjarna hljóðaði svo að skoða ætti til þrautar að taka upp mynt sem væri gjaldgeng í alþjóðaviðskiptum í stað krónunnar. Þar var ljóst að Bjarni talaði gegn eigin sannfæringu, eða stefnu.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson á landsfundinum um helgina.vísir/stefánUng kona breikkar ásýnd flokksinsÁslaug Arna Sigurbjörnsdóttir kom öllum á óvart þegar hún bauð sig fram á móti Guðlaugi Þór Þórðarsyni þingmanni í embætti ritara flokksins. Guðlaugur dró framboð sitt til baka við tíðindin. „Ég held að tilkoma mín inn í þetta starf breikki ásýnd forystunnar. Ég er í háskóla og á vinnumarkaði á sumrin svo kannski er ég meira að upplifa það sem aðrir kjósendur eru að upplifa.“ Áslaug segist ekki búin að ákveða sig hvort hún nýti starfið sem stökkpall í næstu alþingiskosningum. „Ég er núna að hugsa um framtíðina, hvernig fólk getur haft trú á stjórnmálum og að koma sjálfstæðishugsjóninni, sem ég hef svo mikla trú á, áfram.“ Áslaug hlaut 92 prósent atkvæða og táraðist í þakkarræðu sinni.Flokkurinn klofinn í tollamálumFlokkurinn er algjörlega klofinn í afstöðu sinni til tolla á innflutta landbúnaðarvöru. Á öðrum vængnum ganga ungir sjálfstæðismenn fremstir í flokki þeirra sem vilja afnema alla tolla á innflutt matvæli. Fyrir fundinum lá tillaga um að afnema tolla á fjórum árum. Á hinum vængnum eru bændur og eldri kynslóð sjálfstæðismanna. Það var Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, sem fyrstur veitti tillögunni andspyrnu. Hann vildi fella tillögur þeirra út í heild sinni sem meðal annars kváðu á um að endurskoða ætti búvörulög og að samkeppnislög ættu að gilda um landbúnað eins og aðrar atvinnugreinar. Þungavigtarmenn í sögu Sjálfstæðisflokksins, eins og Halldór Blöndal, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, tóku undir með Ara. Formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, leysti málið með málamiðlunartillögu þess efnis að tollaafnámið á fjórum árum færi út. Það var samþykkt, en ljóst var að bændur voru ekki að fá það sem þeir vildu.
Alþingi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira