Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 27-26 | Guðmundur tryggði Valsmönnum sigurinn Ingvi Þór Sæmundsson í Vodafone-höllinni skrifar 24. október 2015 20:00 Guðmundur Hólmar er lykilmaður í liði Vals. vísir/vilhelm Guðmundur Hólmar Helgason tryggði Valsmönnum stigin tvö í toppslagnum gegn ÍBV í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Lokatölur 27-26, Val í vil en liðið er búið að vinna níu af fyrstu 10 leikjum sínum í Olís-deild karla og er með fjögurra stiga forskot á toppi hennar. Leikurinn í kvöld var gríðarlega jafn og aðeins einu sinni munaði meira en tveimur mörkum á liðunum. Eyjamenn voru í góðri stöðu til að vinna leikinn en vendipunkturinn var tveggja mínútna brottvísun sem Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV, fékk fyrir fót á 59. mínútu, í stöðunni 24-25, fyrir gestina. Valsmenn spiluðu vel í yfirtölunni og bjuggu til opið færi fyrir Orra Frey Gíslason sem jafnaði metin með sínu þriðja marki. Eyjamenn spiluðu með aukamann í næstu sókn sem kom þeim í koll þegar Guðmundur kastaði boltanum yfir endilangan völlinn og í autt markið eftir að Hlynur Morthens hafði varið skot Andra Heimis Friðrikssonar. Eyjamenn tóku leikhlé þegar um hálf mínúta var eftir og þeim tókst svo að jafna metin þegar Andri skoraði sitt níunda mark. En Valsmenn voru fljótir í sókn og Guðmundur skoraði sigurmarkið með þrumuskoti sem Stephen Nielsen réði ekki við. Valsmenn áttu í töluverðum vandræðum í uppstilltum sóknarleik sínum í fyrri hálfleik gegn sterkri og hreyfanlegri vörn ÍBV. Þeir skoruðu hins vegar fjögur mörk eftir hraðaupphlaup sem reyndust afar dýrmæt. Markvarslan var ekki mikil Eyjamegin en Stephen Nielsen varði aðeins fjögur skot í fyrri hálfleik (27%) gegn sjö (39%) hjá Hlyni Morthens í marki Vals. Leikmenn ÍBV voru auk þess iðnir við að skjóta í marksúlurnar. Valsmenn byrjuðu leikinn betur og eftir sex mínútna leik var staðan orðin 4-2, þeim í vil. Tvö þessara marka komu í undirtölu sem Valsmenn leystu vel í upphafi leiks. Eyjamenn svöruðu með þremur mörkum í röð og komust yfir og þannig gekk þetta nær allan leikinn. Liðin skiptust á að hafa forystuna en tókst aldrei að slíta sig frá andstæðingnum. Staðan í hálfleik var 11-11 en Valsmenn voru öflugri í upphafi seinni hálfleiks, hófu hann á 5-2 kafla og komust þremur mörkum yfir, 16-13. Eyjamenn svöruðu með fjórum mörkum gegn einu og jöfnuðu metin, 17-17. Síðustu 20 mínúturnar munaði aldrei meira en einu marki á liðunum en Valsmenn voru, sem áður sagði, sterkari á svellinu undir lokin og tryggðu sér dýrmæt stig í toppbaráttunni.Guðmundur: Var kannski ekki það snjallasta í stöðunni Guðmundur Hólmar Helgason, hetja Vals, sagði að það hefði verið ánægjulegt að sjá boltann í marki Eyjamanna þegar hann tryggði Valsmönnum sinn níunda sigur í fyrstu 10 leikjunum í Olís-deild karla. "Þetta var mjög sætt. Það var kannski ekki snjallasta ákvörðunin að skjóta þarna, það voru örugglega 2-3 fríir menn, en boltinn fór inn og það er fyrir öllu," sagði Guðmundur sem skoraði alls fjögur mörk í kvöld og fiskaði tvö vítaköst að auki. Leikurinn var afar jafn og liðin skiptust á að hafa forystuna. Guðmundur sagði að leikurinn hafi eflaust verið hin besta skemmtun fyrir áhorfendur. "Þetta var mjög skemmtilegur handboltaleikur, held ég. Liðin skiptust á að hafa forystuna, varnirnar voru sterkar og sóknirnar líka fínar. "Þetta var hörkuleikur og hefði getað dottið hvoru megin sem var," sagði Guðmundur en Valsmenn hafa unnið ÍBV tvívegis í vetur og eru þar með komnir með yfirhöndina í innbyrðis viðureignum liðanna. "Það er mjög sterkt að klára Eyjamenn og vera komnir með betri stöðu í innbyrðis leikjunum." Valsmenn hafa sem áður sagði farið vel af stað í vetur og eru með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar þrátt fyrir að lykilmenn séu frá vegna meiðsla. En er þetta betri byrjun en Guðmundur bjóst við? "Það er mjög gott að vera komnir með þetta marga sigra og aðeins eitt tap á bakinu. Þetta er samt ekkert endilega betra en ég bjóst við. Við erum á pari og ég er mjög sáttur með það. Við gerum miklar kröfur til okkar," sagði Guðmundur en hversu langt getur Valsliðið farið í vetur? "Við getum farið alla leið ef við höldum okkur á tánum og drullum ekki á okkur eins og við gerðum í fyrra. Við þurfum að halda vel á spöðunum."Arnar: Þetta var skák og þeir mátuðu okkur undir lokin Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, var að vonum hundfúll með eins marks tap fyrir Val í toppslag í Olís-deild karla í kvöld. Eyjamenn voru í góðri stöðu til að vinna leikinn en fengu á sig klaufalega brottvísun og Valsmenn skoruðu þrjú af síðustu fjórum mörkum leiksins og tryggðu sér sigurinn. "Þetta er mjög svekkjandi. Mér fannst við nokkurn veginn vera komnir með leikinn en við gerðum okkur þetta erfitt fyrir á síðustu mínútunum með því að fá tvær mínútur og með smá óðagoti í sókninni," sagði Arnar sem var mátulega ánægður með frammistöðu Eyjaliðsins í kvöld. "Já, já. Leikurinn spilaðist eins og átti von á. Þetta var hörkuleikur tveggja góðra liða og þetta var svolítil skák og mikið um þreifingar en því miður mátuðu þeir okkur undir lokin." ÍBV hefur spilað án örvhentrar skyttu síðan Nemanja Malovic meiddist snemma móts og segir Arnar að Eyjamenn hafi leyst það ágætlega. "Við höfum gert það vel og erum orðnir ansi vanir því að vera aðeins með einn örvhentan leikmann inn á. Auðvitað verður þetta stirðara fyrir vikið en við höfum leyst það ágætlega," sagði Arnar en Eyjamanna bíður erfitt verkefni á miðvikudaginn þegar Íslandsmeistarar Hauka koma í heimsókn. "Við erum að fara í hörkuleik við Hauka á miðvikudaginn og svo fáum við kærkomna 10 daga pásu áður en við förum inn í næstu törn," sagði Arnar að lokum. Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Leik lokið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Sjá meira
Guðmundur Hólmar Helgason tryggði Valsmönnum stigin tvö í toppslagnum gegn ÍBV í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Lokatölur 27-26, Val í vil en liðið er búið að vinna níu af fyrstu 10 leikjum sínum í Olís-deild karla og er með fjögurra stiga forskot á toppi hennar. Leikurinn í kvöld var gríðarlega jafn og aðeins einu sinni munaði meira en tveimur mörkum á liðunum. Eyjamenn voru í góðri stöðu til að vinna leikinn en vendipunkturinn var tveggja mínútna brottvísun sem Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV, fékk fyrir fót á 59. mínútu, í stöðunni 24-25, fyrir gestina. Valsmenn spiluðu vel í yfirtölunni og bjuggu til opið færi fyrir Orra Frey Gíslason sem jafnaði metin með sínu þriðja marki. Eyjamenn spiluðu með aukamann í næstu sókn sem kom þeim í koll þegar Guðmundur kastaði boltanum yfir endilangan völlinn og í autt markið eftir að Hlynur Morthens hafði varið skot Andra Heimis Friðrikssonar. Eyjamenn tóku leikhlé þegar um hálf mínúta var eftir og þeim tókst svo að jafna metin þegar Andri skoraði sitt níunda mark. En Valsmenn voru fljótir í sókn og Guðmundur skoraði sigurmarkið með þrumuskoti sem Stephen Nielsen réði ekki við. Valsmenn áttu í töluverðum vandræðum í uppstilltum sóknarleik sínum í fyrri hálfleik gegn sterkri og hreyfanlegri vörn ÍBV. Þeir skoruðu hins vegar fjögur mörk eftir hraðaupphlaup sem reyndust afar dýrmæt. Markvarslan var ekki mikil Eyjamegin en Stephen Nielsen varði aðeins fjögur skot í fyrri hálfleik (27%) gegn sjö (39%) hjá Hlyni Morthens í marki Vals. Leikmenn ÍBV voru auk þess iðnir við að skjóta í marksúlurnar. Valsmenn byrjuðu leikinn betur og eftir sex mínútna leik var staðan orðin 4-2, þeim í vil. Tvö þessara marka komu í undirtölu sem Valsmenn leystu vel í upphafi leiks. Eyjamenn svöruðu með þremur mörkum í röð og komust yfir og þannig gekk þetta nær allan leikinn. Liðin skiptust á að hafa forystuna en tókst aldrei að slíta sig frá andstæðingnum. Staðan í hálfleik var 11-11 en Valsmenn voru öflugri í upphafi seinni hálfleiks, hófu hann á 5-2 kafla og komust þremur mörkum yfir, 16-13. Eyjamenn svöruðu með fjórum mörkum gegn einu og jöfnuðu metin, 17-17. Síðustu 20 mínúturnar munaði aldrei meira en einu marki á liðunum en Valsmenn voru, sem áður sagði, sterkari á svellinu undir lokin og tryggðu sér dýrmæt stig í toppbaráttunni.Guðmundur: Var kannski ekki það snjallasta í stöðunni Guðmundur Hólmar Helgason, hetja Vals, sagði að það hefði verið ánægjulegt að sjá boltann í marki Eyjamanna þegar hann tryggði Valsmönnum sinn níunda sigur í fyrstu 10 leikjunum í Olís-deild karla. "Þetta var mjög sætt. Það var kannski ekki snjallasta ákvörðunin að skjóta þarna, það voru örugglega 2-3 fríir menn, en boltinn fór inn og það er fyrir öllu," sagði Guðmundur sem skoraði alls fjögur mörk í kvöld og fiskaði tvö vítaköst að auki. Leikurinn var afar jafn og liðin skiptust á að hafa forystuna. Guðmundur sagði að leikurinn hafi eflaust verið hin besta skemmtun fyrir áhorfendur. "Þetta var mjög skemmtilegur handboltaleikur, held ég. Liðin skiptust á að hafa forystuna, varnirnar voru sterkar og sóknirnar líka fínar. "Þetta var hörkuleikur og hefði getað dottið hvoru megin sem var," sagði Guðmundur en Valsmenn hafa unnið ÍBV tvívegis í vetur og eru þar með komnir með yfirhöndina í innbyrðis viðureignum liðanna. "Það er mjög sterkt að klára Eyjamenn og vera komnir með betri stöðu í innbyrðis leikjunum." Valsmenn hafa sem áður sagði farið vel af stað í vetur og eru með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar þrátt fyrir að lykilmenn séu frá vegna meiðsla. En er þetta betri byrjun en Guðmundur bjóst við? "Það er mjög gott að vera komnir með þetta marga sigra og aðeins eitt tap á bakinu. Þetta er samt ekkert endilega betra en ég bjóst við. Við erum á pari og ég er mjög sáttur með það. Við gerum miklar kröfur til okkar," sagði Guðmundur en hversu langt getur Valsliðið farið í vetur? "Við getum farið alla leið ef við höldum okkur á tánum og drullum ekki á okkur eins og við gerðum í fyrra. Við þurfum að halda vel á spöðunum."Arnar: Þetta var skák og þeir mátuðu okkur undir lokin Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, var að vonum hundfúll með eins marks tap fyrir Val í toppslag í Olís-deild karla í kvöld. Eyjamenn voru í góðri stöðu til að vinna leikinn en fengu á sig klaufalega brottvísun og Valsmenn skoruðu þrjú af síðustu fjórum mörkum leiksins og tryggðu sér sigurinn. "Þetta er mjög svekkjandi. Mér fannst við nokkurn veginn vera komnir með leikinn en við gerðum okkur þetta erfitt fyrir á síðustu mínútunum með því að fá tvær mínútur og með smá óðagoti í sókninni," sagði Arnar sem var mátulega ánægður með frammistöðu Eyjaliðsins í kvöld. "Já, já. Leikurinn spilaðist eins og átti von á. Þetta var hörkuleikur tveggja góðra liða og þetta var svolítil skák og mikið um þreifingar en því miður mátuðu þeir okkur undir lokin." ÍBV hefur spilað án örvhentrar skyttu síðan Nemanja Malovic meiddist snemma móts og segir Arnar að Eyjamenn hafi leyst það ágætlega. "Við höfum gert það vel og erum orðnir ansi vanir því að vera aðeins með einn örvhentan leikmann inn á. Auðvitað verður þetta stirðara fyrir vikið en við höfum leyst það ágætlega," sagði Arnar en Eyjamanna bíður erfitt verkefni á miðvikudaginn þegar Íslandsmeistarar Hauka koma í heimsókn. "Við erum að fara í hörkuleik við Hauka á miðvikudaginn og svo fáum við kærkomna 10 daga pásu áður en við förum inn í næstu törn," sagði Arnar að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Leik lokið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Sjá meira