Drap konur án þess að fatta það Sif Sigmarsdóttir skrifar 24. október 2015 13:00 Hver seldi þér kaffið sem þú keyptir á leiðinni í vinnuna í morgun? Var það karl eða kona? Skiptir það máli? Skiptir máli hvort karl eða kona las Sjónvarpsfréttirnar í gær? Skiptir máli hvort það verður karl eða kona sem fær Íslandsbanka á silfurfati einhvern tímann á næstu misserum? Skiptir máli hvort það er karl eða kona sem skrifar þennan pistil? Árið 1935 voru risakörtur fluttar inn til Ástralíu frá Suður-Ameríku. Hundrað og tveimur var sleppt lausum í Queensland. Afleiðingarnar hefði enginn getað séð fyrir. Körtunum var ætlað að stemma stigu við pest, bjöllum sem herjuðu á sykurreyr og eyðilögðu uppskeru. En vistkerfi eru óútreiknanleg. Körturnar höfðu engin áhrif á bjöllurnar. Þær reyndust hins vegar dýra- og plöntulífi Ástralíu plága. Körturnar skipta nú hundruðum milljóna. Þær eru eitraðar og ef rándýr leggur sér þær til munns er því bráður bani búinn. Ein karta getur gert út af við heilan krókódíl. Svo óvænt og flókin var keðjuverkunin sem átti sér stað í vistkerfi Ástralíu með tilkomu risakörtunnar að líffræðingar skilja hana ekki enn til fulls. Fjöldi dýra- og plöntutegunda er í útrýmingarhættu á ákveðnum svæðum vegna hennar. Úps!Stundum virðast hlutir ekki skipta máli – hvaða skaða geta svo sem nokkrar körtur valdið? En friðsæll vængjaþytur fiðrildis á einum stað getur komið af stað stormi á öðrum. Um svipað leyti og risakörturnar tóku að dreifa sér um Ástralíu voru fyrstu bílaárekstraprófin gerð við Wayne State University í Detroit í Bandaríkjunum. Í upphafi var aðferðafræðin nokkuð frumstæð, mannslíki var hent niður lyftugöng. En árið 1949 var tilraunabrúða tekin í notkun. Fékk hún nafnið Sam. Þekkt er að langtum fleiri karlmenn en konur starfi í bílaiðnaðinum og almennt sem verkfræðingar. Það ætti svo sem ekki að skipta neinu máli í sjálfu sér. Það reyndist hins vegar gera það. Um síðustu aldamót tóku að renna tvær grímur á menn í bílaiðnaðinum. Einsleitur hópur hvítra karlmanna gerði uppgötvun. Farartæki þeirra voru mun hættulegri konum en körlum. Hvers vegna? Jú, öryggisprófanir höfðu einfaldlega ekki verið gerðar að neinu ráði með brúðum sem endurspegluðu kvenlíkama. Úps. Það var ekki fyrr en árið 2011 sem bandarísk yfirvöld tóku að krefjast þess að ákveðnir öryggisþættir bifreiða yrðu einnig prófaðir með kvenkyns tilraunabrúðum en ekki bara gamla góða Sam. Alveg eins og árið 930Fyrirhuguð skipun dómara í Hæstarétt Íslands hefur verið nokkuð í deiglunni síðustu vikur. Í dómnefnd sem meta átti hæfni umsækjenda sátu einungis karlmenn. Fimm jakkafataklæddir miðaldra karlar töldu jakkafataklæddan miðaldra karl hæfastan í stöðuna. Af tíu dómurum Hæstaréttar er aðeins ein kona. Það eru næstum því sömu kynjahlutföll og í fimmtardómi, hæstarétti þjóðveldisaldar, sem settur var á laggirnar við stofnun Alþingis árið 930. En skiptir það einhverju máli? Svo lengi sem allir dómararnir eru hæfir erum við þá ekki bara góð? Að nánast einungis karlmenn hafi starfað í bílabransanum alla 20. öldina hefði í raun ekki átt að skipta neinu máli í sjálfu sér. Þeir voru vafalaust flestir hæfir í störfin og unnu verk sín af vandvirkni og heilindum. En þetta er eins og með körturnar. Samfélagslegt vistkerfi mannsins er flókið. Erfitt er að spá um hvaða afleiðingar þáttur eins og einsleitni hefur í för með sér. Í tilfelli öryggisprófana í bílum kostaði einsleitnin fjölda kvenna lífið. Auðvitað á helmingur dómnefndar sem metur hæfni umsækjanda um stöðu hæstaréttardómara að vera konur. Hæstiréttur sjálfur ætti að vera skipaður konum til hálfs. Lögspekingar sem nú kvaka um að kynjaumræðan eigi ekki erindi við Hæstarétt eru samfélaginu jafnmikil plága og körtur eru vistkerfi Ástralíu. Hver skaðinn verður af þessum fornfálegu froskdýrum kann að vera erfitt að spá um. En sjálf vil ég ekki eiga mitt undir réttarkerfi sem lýtur sömu einsleitni og bílaiðnaður sem drap konur alla 20. öldina án þess að fatta það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt Skoðun Skoðun Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Sjá meira
Hver seldi þér kaffið sem þú keyptir á leiðinni í vinnuna í morgun? Var það karl eða kona? Skiptir það máli? Skiptir máli hvort karl eða kona las Sjónvarpsfréttirnar í gær? Skiptir máli hvort það verður karl eða kona sem fær Íslandsbanka á silfurfati einhvern tímann á næstu misserum? Skiptir máli hvort það er karl eða kona sem skrifar þennan pistil? Árið 1935 voru risakörtur fluttar inn til Ástralíu frá Suður-Ameríku. Hundrað og tveimur var sleppt lausum í Queensland. Afleiðingarnar hefði enginn getað séð fyrir. Körtunum var ætlað að stemma stigu við pest, bjöllum sem herjuðu á sykurreyr og eyðilögðu uppskeru. En vistkerfi eru óútreiknanleg. Körturnar höfðu engin áhrif á bjöllurnar. Þær reyndust hins vegar dýra- og plöntulífi Ástralíu plága. Körturnar skipta nú hundruðum milljóna. Þær eru eitraðar og ef rándýr leggur sér þær til munns er því bráður bani búinn. Ein karta getur gert út af við heilan krókódíl. Svo óvænt og flókin var keðjuverkunin sem átti sér stað í vistkerfi Ástralíu með tilkomu risakörtunnar að líffræðingar skilja hana ekki enn til fulls. Fjöldi dýra- og plöntutegunda er í útrýmingarhættu á ákveðnum svæðum vegna hennar. Úps!Stundum virðast hlutir ekki skipta máli – hvaða skaða geta svo sem nokkrar körtur valdið? En friðsæll vængjaþytur fiðrildis á einum stað getur komið af stað stormi á öðrum. Um svipað leyti og risakörturnar tóku að dreifa sér um Ástralíu voru fyrstu bílaárekstraprófin gerð við Wayne State University í Detroit í Bandaríkjunum. Í upphafi var aðferðafræðin nokkuð frumstæð, mannslíki var hent niður lyftugöng. En árið 1949 var tilraunabrúða tekin í notkun. Fékk hún nafnið Sam. Þekkt er að langtum fleiri karlmenn en konur starfi í bílaiðnaðinum og almennt sem verkfræðingar. Það ætti svo sem ekki að skipta neinu máli í sjálfu sér. Það reyndist hins vegar gera það. Um síðustu aldamót tóku að renna tvær grímur á menn í bílaiðnaðinum. Einsleitur hópur hvítra karlmanna gerði uppgötvun. Farartæki þeirra voru mun hættulegri konum en körlum. Hvers vegna? Jú, öryggisprófanir höfðu einfaldlega ekki verið gerðar að neinu ráði með brúðum sem endurspegluðu kvenlíkama. Úps. Það var ekki fyrr en árið 2011 sem bandarísk yfirvöld tóku að krefjast þess að ákveðnir öryggisþættir bifreiða yrðu einnig prófaðir með kvenkyns tilraunabrúðum en ekki bara gamla góða Sam. Alveg eins og árið 930Fyrirhuguð skipun dómara í Hæstarétt Íslands hefur verið nokkuð í deiglunni síðustu vikur. Í dómnefnd sem meta átti hæfni umsækjenda sátu einungis karlmenn. Fimm jakkafataklæddir miðaldra karlar töldu jakkafataklæddan miðaldra karl hæfastan í stöðuna. Af tíu dómurum Hæstaréttar er aðeins ein kona. Það eru næstum því sömu kynjahlutföll og í fimmtardómi, hæstarétti þjóðveldisaldar, sem settur var á laggirnar við stofnun Alþingis árið 930. En skiptir það einhverju máli? Svo lengi sem allir dómararnir eru hæfir erum við þá ekki bara góð? Að nánast einungis karlmenn hafi starfað í bílabransanum alla 20. öldina hefði í raun ekki átt að skipta neinu máli í sjálfu sér. Þeir voru vafalaust flestir hæfir í störfin og unnu verk sín af vandvirkni og heilindum. En þetta er eins og með körturnar. Samfélagslegt vistkerfi mannsins er flókið. Erfitt er að spá um hvaða afleiðingar þáttur eins og einsleitni hefur í för með sér. Í tilfelli öryggisprófana í bílum kostaði einsleitnin fjölda kvenna lífið. Auðvitað á helmingur dómnefndar sem metur hæfni umsækjanda um stöðu hæstaréttardómara að vera konur. Hæstiréttur sjálfur ætti að vera skipaður konum til hálfs. Lögspekingar sem nú kvaka um að kynjaumræðan eigi ekki erindi við Hæstarétt eru samfélaginu jafnmikil plága og körtur eru vistkerfi Ástralíu. Hver skaðinn verður af þessum fornfálegu froskdýrum kann að vera erfitt að spá um. En sjálf vil ég ekki eiga mitt undir réttarkerfi sem lýtur sömu einsleitni og bílaiðnaður sem drap konur alla 20. öldina án þess að fatta það.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun