Minjastofnun segir friðun hafnargarðsins víst í gildi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 24. október 2015 10:45 Borgarstjóri lýsti því yfir í gær að friðunin hefði ekki gildi þar sem að ákvörðunin hafi verið tekin degi of seint, en því hafnar Minjastofnun. Vísir/Stefán Minjastofnun metur það sem svo að skyndifriðun hafnargarðsins í Reykjavík hafi gilt frá 10. september til 22. október. Það er því álit stofnunarinnar að ákvörðun Sigrúnar Magnúsdóttur, setts forsætisráðherra í málinu, um að friða hafnargarðinn sé í gildi.Borgarstjórinn segir að friðunin sé ekki í gildi.VÍSIR/STEFÁNDagur B. Eggertsson borgarstjóri lýsti því yfir í gær að friðunin hefði ekki gildi þar sem að ákvörðunin hafi verið tekin degi of seint. Lög um friðlýsingu gerir ráð fyrir að ákvörðun liggi fyrir sex vikum eftir að ákveðið hefur verið að beita skyndifriðun. „Lögin eru býsna skýr, að skyndifriðun gildir í sex vikur og ráðherra verður að segja af eða á innan þess tíma. Sá tími leið án þess að ráðherra brygðist við þannig að hún er úr gildi fallin,“ sagði Dagur í fréttum Stöðvar 2 í gær. Til stendur að hefja framkvæmdir að nýju á lóðinni á mánudag, enda sé skyndifriðunin fallin úr gildi að mati eigenda. Í tilkynningu frá Minjastofnun er hins vegar bent á ákvæði í lögunum sem orðast svona: „Skyndifriðun tekur gildi þegar Minjastofnun Íslands hefur tilkynnt öllum hlutaðeigandi aðilum um ákvörðun sína með tryggilegum hætti.“ Hinn umdeildi hafnargarður var byggður 1928.visir/gvaMinjastofnun segir að þar sem bréf með tilkynningu um skyndifriðun hafi verið afhent vaktmanni í Stjórnarráðinu eftir lok vinnudags, hafi forsætisráðherra ekki fengið það í hendur fyrr en 10. september síðastliðinn og því hafi friðunin gilt frá þeim degi. „Dagsetningarnar 10. september og 22. október hafa því komið fram í gögnum málsins og ekki verið mótmælt í umsögnum aðila í ferli málmeðferðarinnar,“ segir í tilkynningu Minjastofnunar. Hafnargarðurinn var reistur 1928 og því innan við 100 ára gamall. Umdeilt er hvort hann geti talist til fornminja. Til stendur að byggja íbúðir, veitingahús og verslanir á lóðinni. Fyrir liggur að eigendur lóðarinnar telja sig verða fyrir rúmlega 2 milljarða skaða, standi ákvörðun um friðlýsingu. Alþingi Tengdar fréttir Sigrún friðar hafnargarðinn Settur forsætisráðherra hefur fallist á tillögu Minjastofnunar um að friða í heild sinni hafnargarð sem þverar lóðina að Austurbakka 2 22. október 2015 18:26 Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Sjá meira
Minjastofnun metur það sem svo að skyndifriðun hafnargarðsins í Reykjavík hafi gilt frá 10. september til 22. október. Það er því álit stofnunarinnar að ákvörðun Sigrúnar Magnúsdóttur, setts forsætisráðherra í málinu, um að friða hafnargarðinn sé í gildi.Borgarstjórinn segir að friðunin sé ekki í gildi.VÍSIR/STEFÁNDagur B. Eggertsson borgarstjóri lýsti því yfir í gær að friðunin hefði ekki gildi þar sem að ákvörðunin hafi verið tekin degi of seint. Lög um friðlýsingu gerir ráð fyrir að ákvörðun liggi fyrir sex vikum eftir að ákveðið hefur verið að beita skyndifriðun. „Lögin eru býsna skýr, að skyndifriðun gildir í sex vikur og ráðherra verður að segja af eða á innan þess tíma. Sá tími leið án þess að ráðherra brygðist við þannig að hún er úr gildi fallin,“ sagði Dagur í fréttum Stöðvar 2 í gær. Til stendur að hefja framkvæmdir að nýju á lóðinni á mánudag, enda sé skyndifriðunin fallin úr gildi að mati eigenda. Í tilkynningu frá Minjastofnun er hins vegar bent á ákvæði í lögunum sem orðast svona: „Skyndifriðun tekur gildi þegar Minjastofnun Íslands hefur tilkynnt öllum hlutaðeigandi aðilum um ákvörðun sína með tryggilegum hætti.“ Hinn umdeildi hafnargarður var byggður 1928.visir/gvaMinjastofnun segir að þar sem bréf með tilkynningu um skyndifriðun hafi verið afhent vaktmanni í Stjórnarráðinu eftir lok vinnudags, hafi forsætisráðherra ekki fengið það í hendur fyrr en 10. september síðastliðinn og því hafi friðunin gilt frá þeim degi. „Dagsetningarnar 10. september og 22. október hafa því komið fram í gögnum málsins og ekki verið mótmælt í umsögnum aðila í ferli málmeðferðarinnar,“ segir í tilkynningu Minjastofnunar. Hafnargarðurinn var reistur 1928 og því innan við 100 ára gamall. Umdeilt er hvort hann geti talist til fornminja. Til stendur að byggja íbúðir, veitingahús og verslanir á lóðinni. Fyrir liggur að eigendur lóðarinnar telja sig verða fyrir rúmlega 2 milljarða skaða, standi ákvörðun um friðlýsingu.
Alþingi Tengdar fréttir Sigrún friðar hafnargarðinn Settur forsætisráðherra hefur fallist á tillögu Minjastofnunar um að friða í heild sinni hafnargarð sem þverar lóðina að Austurbakka 2 22. október 2015 18:26 Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Sjá meira
Sigrún friðar hafnargarðinn Settur forsætisráðherra hefur fallist á tillögu Minjastofnunar um að friða í heild sinni hafnargarð sem þverar lóðina að Austurbakka 2 22. október 2015 18:26
Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24