Bjarni skoðar af alvöru hugmynd um að afhenda þjóðinni hlut í bönkunum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 23. október 2015 17:30 Bjarni vill að ríkið verði áfram stærsti einstaki eigandi Landsbankans. Vísir/Stefán Einfalt væri að afhenda landsmönnum hluti í bönkunum milliliðalaust. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, í setningarræðu sinni á landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Bjarni sagði að ríkið gæti einfaldlega tekið tiltekin hlut, til dæmis fimm prósent, og afhent landsmönnum. Með því væru komnir yfir 300.000 hluthafar. Sagði hann að líklega þyrfti að hafa tímabundnar kvaðir á framsali hlutanna.Bjarni sér fyrir sér að ríkið haldi eftir 40 prósenta hlut í Landsbankanum.Vísir/Andri MarinóBjarni sér fyrir sér að Landsbankinn verði seldur en að ríkið haldi eftir 40 prósenta eignarhluti og verði áfram stærsti einstaki eigandi hans. Þá telur hann ekkert sem í sjálfu sér segir að ríkið geti ekki haldið líka á stórum hlut í Íslandsbanka í einhvern tíma, komi til þess að ríkið fái bankann í tengslum við nauðasamninga Glitnis við kröfuhafa. Í ræðunni minnti Bjarni landsfundargesti á að bankastarfsemi sé ekki áhættulaus rekstur.Stjórnarskráin á lokametrunum Bjarni kom víða við í ræðunni og talaði stuttlega um vinnu við breytingar á stjórnarskránni. Hann sagði að það myndi skýrast á allra næstu vikum hvort samstaða væri um frumvarpstextann, sem honum sýnist ekki beri mikið í milli. Sagði hann breytingarnar fælu í sér ákvæði um réttinn til að kalla eftir þjóðaratkvæði um lög frá Alþingi, um umhverfismál og auðlindamál.Ólöf Nordal tók við innanríkisráðuneytinu eftir afsögn Hönnu Birnu og nú tekur hún, ef allt fer sem horfir, við varaformannsembættinu.Vísir/GVAÞá talaði Bjarni einnig um að hann vildi sjá fleiri konur í stjórnunarstöðum. Bjarni talaði um að flokkarnir hafi tekist á um það hve langt skuli ganga í því að lögþvinga breytingar í þessum málum en allir væru þó meira eða minna sammála um að það sé nauðsynlegt að hraða þeirri þróun að hlutur karla og kvenna verði sem jafnastur.Einlægar þakkir til Hönnu Birnu Að lokum þakkaði Bjarni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra og fráfarandi varaformanni flokksins, fyrir samstarfið í forystu flokksins. Eins og öllum má vera kunnugt sagði Hanna Birna af sér sem ráðherra vegna lekamálsins, í kjölfar þess að annar aðstoðarmanna hennar viðurkenndi að hafa lekið minnisblaði úr ráðuneytinu. Nýr varaformaður verður kjörinn á fundi flokksins um helgina en aðeins Ólöf Nordal, sem gegndi stöðu varaformanns á undan Hönnu Birnu, hefur gefið formlega kost á sér. Allir landsfundarfulltrúar eru þó í kjörinu. Alþingi Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Einfalt væri að afhenda landsmönnum hluti í bönkunum milliliðalaust. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, í setningarræðu sinni á landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Bjarni sagði að ríkið gæti einfaldlega tekið tiltekin hlut, til dæmis fimm prósent, og afhent landsmönnum. Með því væru komnir yfir 300.000 hluthafar. Sagði hann að líklega þyrfti að hafa tímabundnar kvaðir á framsali hlutanna.Bjarni sér fyrir sér að ríkið haldi eftir 40 prósenta hlut í Landsbankanum.Vísir/Andri MarinóBjarni sér fyrir sér að Landsbankinn verði seldur en að ríkið haldi eftir 40 prósenta eignarhluti og verði áfram stærsti einstaki eigandi hans. Þá telur hann ekkert sem í sjálfu sér segir að ríkið geti ekki haldið líka á stórum hlut í Íslandsbanka í einhvern tíma, komi til þess að ríkið fái bankann í tengslum við nauðasamninga Glitnis við kröfuhafa. Í ræðunni minnti Bjarni landsfundargesti á að bankastarfsemi sé ekki áhættulaus rekstur.Stjórnarskráin á lokametrunum Bjarni kom víða við í ræðunni og talaði stuttlega um vinnu við breytingar á stjórnarskránni. Hann sagði að það myndi skýrast á allra næstu vikum hvort samstaða væri um frumvarpstextann, sem honum sýnist ekki beri mikið í milli. Sagði hann breytingarnar fælu í sér ákvæði um réttinn til að kalla eftir þjóðaratkvæði um lög frá Alþingi, um umhverfismál og auðlindamál.Ólöf Nordal tók við innanríkisráðuneytinu eftir afsögn Hönnu Birnu og nú tekur hún, ef allt fer sem horfir, við varaformannsembættinu.Vísir/GVAÞá talaði Bjarni einnig um að hann vildi sjá fleiri konur í stjórnunarstöðum. Bjarni talaði um að flokkarnir hafi tekist á um það hve langt skuli ganga í því að lögþvinga breytingar í þessum málum en allir væru þó meira eða minna sammála um að það sé nauðsynlegt að hraða þeirri þróun að hlutur karla og kvenna verði sem jafnastur.Einlægar þakkir til Hönnu Birnu Að lokum þakkaði Bjarni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra og fráfarandi varaformanni flokksins, fyrir samstarfið í forystu flokksins. Eins og öllum má vera kunnugt sagði Hanna Birna af sér sem ráðherra vegna lekamálsins, í kjölfar þess að annar aðstoðarmanna hennar viðurkenndi að hafa lekið minnisblaði úr ráðuneytinu. Nýr varaformaður verður kjörinn á fundi flokksins um helgina en aðeins Ólöf Nordal, sem gegndi stöðu varaformanns á undan Hönnu Birnu, hefur gefið formlega kost á sér. Allir landsfundarfulltrúar eru þó í kjörinu.
Alþingi Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent