Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Snæfell 60-62 | Flautuþristur Sharrods bjargaði Snæfelli Gunnar Gunnarsson á Egilsstöðum skrifar 23. október 2015 20:00 Stefán Karel Torfason, leikmaður Snæfells. vísir/stefán Snæfellingar sóttu fyrsta sigur sinn í Domino´s deild karla í vetur til Egilsstaða en Snæfell vann tveggja stiga sigur á Hetti í kvöld, 62-60. Sharrod Wright var hetja Snæfellinga gegn Hetti í kvöld með magnaðri þriggja stiga flautukörfu. Hattarmenn voru yfir þegar Snæfellingar fóru í síðustu sóknina og virtust hafa komið gestunum út í horn. Málið var bara að það var Sharrod sem var í horninu. Hann lyfti sér upp og smellti niður skotinu. Snæfellingar ærðust af fögnuði, þorri liðsins hópaðist í kringum Inga Þór Steinþórsson þjálfara á bekknum. Liðið sem var inn á klessti Sharrod upp við vegg og faðmaði hann þar. Sannarlega ekki að ástæðulausu. Með sigrinum í kvöld fékk Snæfell sín fyrstu stig í deildinni í vetur en skildu Hattarmenn eftir stigalausa. Og ekki skipti minna máli að sigurinn var á útivelli. En fyrir honum þurfti að hafa en leikurinn var ekki fallegur. Fyrstu sóknir Hattar gáfu tóninn fyrir það sem koma skyldi, þær runnu allar út í sandinn og skotnýting þeirra í leiknum var á öllum sviðum 10% minni en hjá Snæfelli. Þennan tíma nýttu Snæfellingar til að byggja upp forskot sem varð undirstaðan að sigri þeirra. Eftir fyrsta fjórðung voru þeir 14-21 yfir og 32-36 í hálfleik þótt Hattarmenn hefðu skömmu áður komist yfir 28-27. Þeir voru líka 47-50 yfir eftir þriðja leikhluta. Höttur jafnaði í 45-45 en það var saga leiksins að komast ekki mikið nær, Óskar Hjartarson svaraði með mikilvægum þristi. Mirko Virijevic kom Hetti yfir 58-56 með þriggja stiga körfu þegar fjórar og hálf mínúta voru eftir. Hann átti líka næstu körfu Hattar sem komst í 60-56 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. Snæfellingar tóku leikhlé og strax eftir það negldi Sigurður Þorvaldsson niður þriggja stiga skot. Liðin skiptust síðan á að missa boltann, síðast Höttur þegar 11 sekúndur voru eftir. Snæfellingar snéru strax í sókn og Austin Bracey bar upp boltann. Hattarmenn voru við það að stela boltanum en Austin tókst að hnoða boltanum niður í vinstra hornið þar sem Sharrod hóf sig til lofts og mölbraut hjörtu Hattarmanna.Ingi Þór Steinþórsson: Þarf ekki að ræða mikilvægi þessa skots „Að ná að vinna á svona körfu getur breytt öllu. Bæði liðin voru stigalaus fyrir leikinn þannig það þarf ekkert að ræða mikilvægi þessa skots,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfellinga, eftir leikinn. „Það eru miklar tilfinningar sem bærast í brjóstum núna. Ég veit ekki hvort liðið átti sigurinn skilinn. Við vorum betri framan af og þeir eltu. Við vorum eilítið fastir á gólfunum í fráköstunum.“ Snæfellingar náðu boltanum þegar 11 sekúndur voru eftir eftir að skot Hattarmanna geigaði. Þeim gafst því ekkert ráðrými til að taka leikhlé og leggja upp leikerfi. „Við þurftum bara að ráðast á körfuna. Hattarmenn gerðu vel og náðu nánast að stela boltanum en við klöngruðum honum einhvern vegin út í horn.“ Sem fyrr sagði vildi svo heppilega til að þar var Sharrod Wright sem var stigahæstur gestanna með 22 stig í kvöld. „Ég var óánægður með Kanann í kvöld. Hann var búinn að vera í einspili og gera alls konar vitleysur. Þetta gerir það að verkum að hann fær að fara heim með okkur í rútunni.“ Sharrod Wright: Ég hafði trú á skotunum mínum „Liðsfélagarnir þrýstu á mig að skjóta, þeir sögðu mér að láta vaða. Ég hafði trú á skotunum mínum,“ sagði Sharrod í samtali við Vísi í leikslok. „Þetta var erfiður leikur fyrir okkur sem lið en við börðumst vel.“ Hann segir það hafa verið mikinn létti að horfa á boltann fara í gegnum körfuna. „Það þýðir að það verður ekki dauðaþögn í tólf tíma í rútuferðinni heim. Það var gott fyrir okkur að vinna og við getum byggt ofan á þetta," sagði Sharrod, hetja Snæfellsliðsins í kvöld.Viðar Örn: Frammistaðan var ekki betri en þetta „Að sjálfsögðu er andrúmsloftið þungt. Það er töff að taka þessu en frammistaðan var ekki betri en þetta. Snæfellingar voru ekki frábærir en leiddu langoftast,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson eftir leik. Sóknarnýtingin reyndist Hattarmönnum fjötur um fót. Tveggja stiga nýtingin var 42% en aðeins þrjú af nítján þriggja stiga skotum enduðu ofan í körfunni. „Ég er langt í frá ánægður með okkur. Við vorum sóknarlega skelfilegir. Við opnuðum ágætlega en hittum ekki. Ef við höldum liðum undir 70 stigum þá eigum við að vinna. Það er bara skýr krafa.“ Slík var sagan þegar 11 sekúndur voru eftir. „Við fáum galopið skot og klikkum. Við spiluðum ágætis vörn en svo munar 1-2 sekúndubrotum um hvenær hann er búinn að sleppa.“ Ekki bætir úr skák að þetta er í annað skiptið sem Hattarmenn missa frá sér sigur á flautukörfu. Liðið er því enn án sigurs eftir þrjár umferðir. „Maður er hálftómur í hausnum núna. Þetta var gríðarlega svekkjandi. Við fáum ekkert út úr þessum leik en það eru 19 leikir eftir og nóg í pottinum. Við eigum Keflavík í Keflavík næsta föstudag. Dagkráin verður erfið en við þurfum að safna stigum. Um það snýst þetta. Það hefur ekki gengið enn en kemur að því.“ Mirko Stefán Virijevic: Hélt við hefðum þetta „Ég er niðurbrotinn. Það er afar svekkjandi að tapa tveimur leikjum svona,“ sagði Mirko Stefán Virijecic, leikmaður Hattar eftir leik. Mirko átti ágætan dag, var stigahæstur Hattarmanna með 21 stig og tók 12 fráköst. Hann var líka leiðtogi Hattarmanna í lokin þegar hann skoraði fyrst þriggja stiga körfu og síðan tveggja stiga í næstu sókn þegar Höttur komst í 60-56. „Ég hélt að við hefðum leikinn þegar þessi skot duttu ofan í. Við vorum með frábæra stuðningsmenn sem sköpuðu mikla stemmingu en náðum þessu samt ekki. Við verðum að læra að klára leikina. Við teljum okkur verðskulda að minnsta kosti einn sigur en við munum rífa okkur upp.“Textalýting frá leiknum í kvöld er hér fyrir neðan:Tweets by @Visirkarfa3 Dominos-deild karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira
Snæfellingar sóttu fyrsta sigur sinn í Domino´s deild karla í vetur til Egilsstaða en Snæfell vann tveggja stiga sigur á Hetti í kvöld, 62-60. Sharrod Wright var hetja Snæfellinga gegn Hetti í kvöld með magnaðri þriggja stiga flautukörfu. Hattarmenn voru yfir þegar Snæfellingar fóru í síðustu sóknina og virtust hafa komið gestunum út í horn. Málið var bara að það var Sharrod sem var í horninu. Hann lyfti sér upp og smellti niður skotinu. Snæfellingar ærðust af fögnuði, þorri liðsins hópaðist í kringum Inga Þór Steinþórsson þjálfara á bekknum. Liðið sem var inn á klessti Sharrod upp við vegg og faðmaði hann þar. Sannarlega ekki að ástæðulausu. Með sigrinum í kvöld fékk Snæfell sín fyrstu stig í deildinni í vetur en skildu Hattarmenn eftir stigalausa. Og ekki skipti minna máli að sigurinn var á útivelli. En fyrir honum þurfti að hafa en leikurinn var ekki fallegur. Fyrstu sóknir Hattar gáfu tóninn fyrir það sem koma skyldi, þær runnu allar út í sandinn og skotnýting þeirra í leiknum var á öllum sviðum 10% minni en hjá Snæfelli. Þennan tíma nýttu Snæfellingar til að byggja upp forskot sem varð undirstaðan að sigri þeirra. Eftir fyrsta fjórðung voru þeir 14-21 yfir og 32-36 í hálfleik þótt Hattarmenn hefðu skömmu áður komist yfir 28-27. Þeir voru líka 47-50 yfir eftir þriðja leikhluta. Höttur jafnaði í 45-45 en það var saga leiksins að komast ekki mikið nær, Óskar Hjartarson svaraði með mikilvægum þristi. Mirko Virijevic kom Hetti yfir 58-56 með þriggja stiga körfu þegar fjórar og hálf mínúta voru eftir. Hann átti líka næstu körfu Hattar sem komst í 60-56 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. Snæfellingar tóku leikhlé og strax eftir það negldi Sigurður Þorvaldsson niður þriggja stiga skot. Liðin skiptust síðan á að missa boltann, síðast Höttur þegar 11 sekúndur voru eftir. Snæfellingar snéru strax í sókn og Austin Bracey bar upp boltann. Hattarmenn voru við það að stela boltanum en Austin tókst að hnoða boltanum niður í vinstra hornið þar sem Sharrod hóf sig til lofts og mölbraut hjörtu Hattarmanna.Ingi Þór Steinþórsson: Þarf ekki að ræða mikilvægi þessa skots „Að ná að vinna á svona körfu getur breytt öllu. Bæði liðin voru stigalaus fyrir leikinn þannig það þarf ekkert að ræða mikilvægi þessa skots,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfellinga, eftir leikinn. „Það eru miklar tilfinningar sem bærast í brjóstum núna. Ég veit ekki hvort liðið átti sigurinn skilinn. Við vorum betri framan af og þeir eltu. Við vorum eilítið fastir á gólfunum í fráköstunum.“ Snæfellingar náðu boltanum þegar 11 sekúndur voru eftir eftir að skot Hattarmanna geigaði. Þeim gafst því ekkert ráðrými til að taka leikhlé og leggja upp leikerfi. „Við þurftum bara að ráðast á körfuna. Hattarmenn gerðu vel og náðu nánast að stela boltanum en við klöngruðum honum einhvern vegin út í horn.“ Sem fyrr sagði vildi svo heppilega til að þar var Sharrod Wright sem var stigahæstur gestanna með 22 stig í kvöld. „Ég var óánægður með Kanann í kvöld. Hann var búinn að vera í einspili og gera alls konar vitleysur. Þetta gerir það að verkum að hann fær að fara heim með okkur í rútunni.“ Sharrod Wright: Ég hafði trú á skotunum mínum „Liðsfélagarnir þrýstu á mig að skjóta, þeir sögðu mér að láta vaða. Ég hafði trú á skotunum mínum,“ sagði Sharrod í samtali við Vísi í leikslok. „Þetta var erfiður leikur fyrir okkur sem lið en við börðumst vel.“ Hann segir það hafa verið mikinn létti að horfa á boltann fara í gegnum körfuna. „Það þýðir að það verður ekki dauðaþögn í tólf tíma í rútuferðinni heim. Það var gott fyrir okkur að vinna og við getum byggt ofan á þetta," sagði Sharrod, hetja Snæfellsliðsins í kvöld.Viðar Örn: Frammistaðan var ekki betri en þetta „Að sjálfsögðu er andrúmsloftið þungt. Það er töff að taka þessu en frammistaðan var ekki betri en þetta. Snæfellingar voru ekki frábærir en leiddu langoftast,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson eftir leik. Sóknarnýtingin reyndist Hattarmönnum fjötur um fót. Tveggja stiga nýtingin var 42% en aðeins þrjú af nítján þriggja stiga skotum enduðu ofan í körfunni. „Ég er langt í frá ánægður með okkur. Við vorum sóknarlega skelfilegir. Við opnuðum ágætlega en hittum ekki. Ef við höldum liðum undir 70 stigum þá eigum við að vinna. Það er bara skýr krafa.“ Slík var sagan þegar 11 sekúndur voru eftir. „Við fáum galopið skot og klikkum. Við spiluðum ágætis vörn en svo munar 1-2 sekúndubrotum um hvenær hann er búinn að sleppa.“ Ekki bætir úr skák að þetta er í annað skiptið sem Hattarmenn missa frá sér sigur á flautukörfu. Liðið er því enn án sigurs eftir þrjár umferðir. „Maður er hálftómur í hausnum núna. Þetta var gríðarlega svekkjandi. Við fáum ekkert út úr þessum leik en það eru 19 leikir eftir og nóg í pottinum. Við eigum Keflavík í Keflavík næsta föstudag. Dagkráin verður erfið en við þurfum að safna stigum. Um það snýst þetta. Það hefur ekki gengið enn en kemur að því.“ Mirko Stefán Virijevic: Hélt við hefðum þetta „Ég er niðurbrotinn. Það er afar svekkjandi að tapa tveimur leikjum svona,“ sagði Mirko Stefán Virijecic, leikmaður Hattar eftir leik. Mirko átti ágætan dag, var stigahæstur Hattarmanna með 21 stig og tók 12 fráköst. Hann var líka leiðtogi Hattarmanna í lokin þegar hann skoraði fyrst þriggja stiga körfu og síðan tveggja stiga í næstu sókn þegar Höttur komst í 60-56. „Ég hélt að við hefðum leikinn þegar þessi skot duttu ofan í. Við vorum með frábæra stuðningsmenn sem sköpuðu mikla stemmingu en náðum þessu samt ekki. Við verðum að læra að klára leikina. Við teljum okkur verðskulda að minnsta kosti einn sigur en við munum rífa okkur upp.“Textalýting frá leiknum í kvöld er hér fyrir neðan:Tweets by @Visirkarfa3
Dominos-deild karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira