Innlent

Lögreglan leitar tveggja vegna ráns í Hafnarfirði

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Mennirnir stungu af á hvítum jepplingi sem talinn er stolinn.
Mennirnir stungu af á hvítum jepplingi sem talinn er stolinn. vísir/pjetur
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja manna sem frömdu rán í Gullsmiðjunni í Lækjargötu í Hafnarfirði nú síðdegis, en tilkynning um málið barst lögreglu um fimmleytið í dag. Þetta kemur fram í tilkynningunni frá lögreglunni.

Ræningjarnir, sem voru grímuklæddir og ógnuðu starfsmanni með bareflum, brutu upp hirslur og höfðu á brott með sér umtalsverð verðmæti, en þeir óku frá vettvangi á hvítum jepplingi, sem er talinn vera stolinn og á röngum skráningarnúmerum. Tekið skal fram að starfsmanninn sakaði ekki, en honum var vitaskuld mjög brugðið.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um mennina og bílinn eru beðnir að hafa samband við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 112, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×