Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FSu 91-87 | Ískaldur Shouse kláraði FSu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. október 2015 21:45 Vísir/Vilhelm Stjarnan komst aftur á sigurbraut í Domino's-deild karla eftir nauman sigur á nýliðum FSu í Ásgarði í kvöld. Stjörnumenn voru að elta lengi vel í leiknum en gerðu nóg í fjórða leikhluta til að klára leikinn, eftir mikla baráttu í fjórða leikhluta. Justin Shouse kláraði leikinn fyrir Stjörnuna af vítalínunni. FSu er því enn að bíða eftir sínum fyrsta sigri en liðið lét Stjörnumenn svo sannarlega hafa fyrir hlutunum í kvöld. Gestirnir börðust af fremsta megni en reynsluleysi varð nýliðunum að falli á lokamínútum leiksins. Shouse sýndi að sama skapi hversu dýrmætur hann er en hann átti enn einn stórleikinn í kvöld - skoraði 29 stig og síðustu fjögur stig leiksins af vítalínunni. Shouse nýtti tíu af ellefu vítaskotum sínum í kvöld og var með meira en 50% skotnýtingu utan af velli. Það reyndist afar dýrmætt í kvöld en Stjarnan hefur sem liðsheild margsinnis spilað betur en liðið gerði í kvöld. FSu tók frumkvæðið í öðrum leikhluta og hélt því fram í fjórða leikhluta, sem var æsispennandi. FSu fékk nokkur tækifæri til að komast yfir á lokasprettinum en tapaði dýrmætum boltum auk þess sem að leikstjórandinn Hlynur Hreinsson fór af velli með fimm villur. Við því mátti FSu ekki og það nýttu Stjörnumenn sér.Marvin gaf tóninn Heimamenn byrjuðu betur í leiknum en Marvin Valdimarsson svaraði gagnrýninni sem hann fékk eftir síðasta leik með því að opna leikinn á tveimur þriggja stiga körfum í röð. Shouse byrjaði einnig af krafti og var með átta stig eftir fyrsta leikhluta en Stjarnan leiddi að honum loknum, 24-21. FSu leitaði mikið til Chris Caird í upphafi leiks en Stjörnumenn voru fljótir að aðlaga varnarleikinn sinn og halda bæði honum og Kananum Christopher Andersen niðri framan af leik. Varnarleikur Stjörnunnar gaf þó mikið eftir í öðrum leikhluta og heimamenn gengu á lagið. Baráttan var mun meiri hjá FSu sem var líka að hitta betur að utan. FSu náði mest níu stiga forystu í fyrri hálfleik og munaði miklu um þriggja stiga körfur þeirra Gunnars Inga Harðarson og Hlyns. Það breytti miklu fyrir heimamenn að hafa þó náð að minnka muninn í tvö stig með öflugum spretti á lokamínútu hálfleiksins. Staðan að honum loknum var 47-45, gestunum í vil.Dýrmæt lexía FSu Eftir slæma byrjun í þriðja leikhluta komu Stjörnumenn betra jafnvægi á sóknarleikinn sinn þegar Coleman komst betur inn í leikinn. Marvin og Shouse fóru að hitta betur en þrátt fyrir að Stjörnumenn hafi komist yfir voru gestirnir aldrei langt undan. FSu átti svo gott áhlaup undir lok þriðja leikhluta er gestirnir náðu að refsa töpuðum boltum hjá Stjörnunni með hverri körfunni á fætur annarri. Svo fór að FSu komst aftur yfir og leiddi fyrir lokaleikhlutann, 64-62. Í hvert sinn sem FSu virtist líklegt til að taka leikinn í sínar hendur átti Stjarnan svar. Miklu munaði um tvo þrista sem Ágúst Angantýsson, af öllum mönnum, setti niður með skömmu millibili og þá skiluðu þeir Shouse, Marvin og Coleman afar mikilvægum körfum í lokin. Anderson, Caird, Hlynur og Ari Gylfason voru í stærstu hlutverkum FSu í kvöld en Gunnar Ingi átti einnig fína innkomu af bekknum. Baráttan hjá FSu var til fyrirmyndar í kvöld en þeir lærðu dýrmæta lexíu með því að fara illa að ráði sínu þegar mest á reyndi. En liðið sýndi í kvöld að það eigi fullt erindi í deild þeirra bestu.Stjarnan-FSu 91-87 (24-21, 21-26, 17-17, 29-23)Stjarnan: Justin Shouse 29/8 fráköst, Marvin Valdimarsson 20/5 stoðsendingar, Al'lonzo Coleman 19/11 fráköst/3 varin skot, Ágúst Angantýsson 10, Tómas Heiðar Tómasson 10/7 fráköst, Daði Lár Jónsson 2/4 fráköst, Magnús Bjarki Guðmundsson 1, Tómas Þórður Hilmarsson 0/10 fráköst.FSu: Christopher Anderson 19/8 fráköst/3 varin skot, Hlynur Hreinsson 18, Ari Gylfason 16, Cristopher Caird 15/9 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnar Ingi Harðarson 9/7 fráköst, Maciej Klimaszewski 5/5 fráköst, Birkir Víðisson 3, Bjarni Geir Gunnarsson 2.Hrafn: Barátta er hæfileiki í dag Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, leið ekki vel með leik sinna manna í kvöld þrátt fyrir sigur á seigu liði FSu á heimavelli. Hann gagnrýndi sína menn eftir tapleikinn gegn Tindastóli í síðustu umferð en vildi sjá meiri framfarir á milli leikja. „Ég sá ekki nóg. Maður má ekki vera drambsamur og fagna ekki sigrunum, því við þurftum á þessum svo sannarlega að halda. En ég hef skemmt mér betur sem þjálfari á körfuboltaleik en í kvöld,“ viðurkenndi Hrafn. „Við ætluðum að sýna meiri framfarir en við gerðum í kvöld. Það er allsherjar doði yfir liðinu. Við leitum á sömu staðina og yfirleitt á sama manninn, svo ég sé alveg hreinskilinn, þegar það er ekkert alltaf besti kosturinn í stöðunni.“ „Í vörninni vorum við allt of oft að horfa á skoppandi bolta og leyfa þeim að sækja þá á undan okkur. FSu átti ekkert síður skilið en við að vinna þennan leik. Þeir komu inn í þann leik nákvæmlega eins og við ætluðum að gera.“ Stjarnan hafði betur í frákastabaráttunni í kvöld en þrátt fyrir það virtist baráttan og ákefðin meiri hjá FSu. „Við slökktum á okkur alltaf þegar við máttum síst við því og þeir gengu á lagið. Þeir voru að skjóta svakalega vel utan þriggja stiga línunnar og það var ekki að koma eftir kerfi hjá þeim. Þetta var bara þungt hjá okkur.“ „Mér líður ekki vel sem þjálfara núna því allar róteringar fara út um gluggann í svona leik. Fullt af strákum fengu ekki að spila sem hefðu átt að fá að spila þar sem að þjálfarinn verður bara stressaður yfir því þegar þetta er allt svona þungt.“ „Það er gott að vinna leiki en þetta var ekki kvöld eins og ég sá fyrir mér,“ sagði Hrafn sem saknar þess að sjá ekki meiri baráttu en hann gerði í kvöld. „Mér finnst öll lið keppast um að tala um hversu langt þau eiga í land. Sama hvað maður á langt í land þá þarf enginn að sleppa því að berjast.“ „Það virðist vera þannig að barátta er orðin hæfileiki í dag. Í gamla daga var barátta staðalbúnaður og maður þurfti að vinna í öðrum þáttum. Núna virðist það vera guðsgefinn hæfileiki að henda sér á bolta og berjast fyrir lífi sínu.“ „Þá þarf maður að finna leið til að þjálfa það upp.“Shouse: Gott fyrir gamla manninn Justin Shouse mætti gömlum nemanda sínum í kvöld en hafði að lokum betur. Shouse tryggði Stjörnunni nauman sigur á FSu af vítalínunni. „Það er gott að við fengum tækifæri til að taka þessi vítaskot og vinna leikinn en best hefði verið að þurfa ekki á þeim að halda,“ sagði Shouse sem hefur farið á kostum í upphafi tímabilsins. Hann skoraði 29 stig í kvöld. „En FSu er með hörkulið sem berst mikið. Við mættum þeim í Lengjubikarnum og það var erfitt. Það var gaman að vinna þennan leik,“ sagði Shouse sem viðurkennir að Stjörnumenn voru ekki upp á sitt besta í kvöld. „Þeir höfðu sitt að segja um það og við verðum að hrósa þeim fyrir það. Sóknarkerfin þeirra gengu vel og Hlynur Hreinsson, sem ég kenndi ensku, kenndi mér ýmislegt í kvöld. En það er gott fyrir gamla manninn að hafa betur að lokum.“ „Við erum enn að byggja upp okkar lið. Við unnum KR í fyrstu umferðinni og svo töpuðum við fyrir Tindastóli. Við erum að vinna í því að laga okkar lið en við viljum líta á okkur sem lið sem ætlar að berjast um titilinn. Þetta var ekki frammistaða sem sæmir slíku liði.“ „Við settum mikla kraft og miklar tilfinningar í leikinn gegn KR. Það þurfum við að gera í hverjum einasta leik. Það gerðum við ekki gegn Tindastóli og ekki í kvöld. Við getum vel spilað eins og við gerðum gegn KR en við þurfum bara að finna réttu leiðirnar til að kalla það fram.“ Hann hrósaði svo FSu fyrir frammistöðuna í kvöld. „Þetta er lið sem á eftir að koma liðum á óvart. Þetta hafi verið tæpir leikir hjá þeim hingað til og ég held að þeir muni fatta hvernig þeir vinna svoleiðis leiki eftir því sem líður á tímabilið.“Erik Olsen: Dauðar sóknir drepa mann í svona leikjum Þjálfari FSu var ánægður með margt hjá sínum mönnum þrátt fyrir að það hafi verið vonbrigði að tapa leiknum gegn Stjörnunni í kvöld. „Þetta eru vonbrigði. Þetta var okkar besti leikur í ár og ég er ánægður með það. Við sýndum að við getum staðið í hvaða liði sem er,“ sagði Olsen. Hann segir að lokamínúturnar hafi verið vonbrigði enda hafi FSu fengið tækifæri til að halda frumkvæðinu allt til loka. „Okkur fannst við gera það sem við þurftum. Við fórum inn að körfunni og fannst að við áttum að fá villu. Við fengum ekki þann dóm en þeir komast á vítalínuna og halda forystunni þannig út leikinn.“ „Stundum fellur þetta ekki með manni. Við leiddum allan leikinn og gerðum allt sem við þurftum til að fá tækifæri til að vinna leikinn. En það gekk ekki.“ Hann segist ánægður með frammistöðu sinna manna. Liðið hafi sýnt hraðan körfubolta en öflugan varnarleik líka. En niðurstaðan hafi verið vonbrigði. „Þetta eru leikir sem við eigum að vinna og við þurfum að læra það,“ sagði Olsen. Hlynur Hreinsson fékk sína fimmtu villu í lokin og það breytti miklu í síðustu sóknum FSu í leiknum. „Þá er varaleikstjórnandinn kominn inn og þá breytist margt. Þeir eru með margreynda menn hinum megin á vellinum og við erum að læra að við megum ekki tapa boltanum þegar leikurinn er svona. Það gerðist 2-3 sinnum undir lokin og þegar leikurinn ræðst á tveimur stigum þá eru sóknir þar sem maður nær ekki einu sinni að skjóta afar dýrar. Dauðar sóknir drepa mann í svona leikjum.“ „Það er margt sem við getum lært af þessum leik. Það skiptir ekki máli að við höfum tapað öllum leikjum okkar til þessa og við segjum strákunum ítrekað að sigrarnir munu koma. Við erum með yngsta liðið í deildinni og þurfum bara að halda áfram. Við vitum að við erum með heilmargt sem við getum byggt á.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Stjarnan komst aftur á sigurbraut í Domino's-deild karla eftir nauman sigur á nýliðum FSu í Ásgarði í kvöld. Stjörnumenn voru að elta lengi vel í leiknum en gerðu nóg í fjórða leikhluta til að klára leikinn, eftir mikla baráttu í fjórða leikhluta. Justin Shouse kláraði leikinn fyrir Stjörnuna af vítalínunni. FSu er því enn að bíða eftir sínum fyrsta sigri en liðið lét Stjörnumenn svo sannarlega hafa fyrir hlutunum í kvöld. Gestirnir börðust af fremsta megni en reynsluleysi varð nýliðunum að falli á lokamínútum leiksins. Shouse sýndi að sama skapi hversu dýrmætur hann er en hann átti enn einn stórleikinn í kvöld - skoraði 29 stig og síðustu fjögur stig leiksins af vítalínunni. Shouse nýtti tíu af ellefu vítaskotum sínum í kvöld og var með meira en 50% skotnýtingu utan af velli. Það reyndist afar dýrmætt í kvöld en Stjarnan hefur sem liðsheild margsinnis spilað betur en liðið gerði í kvöld. FSu tók frumkvæðið í öðrum leikhluta og hélt því fram í fjórða leikhluta, sem var æsispennandi. FSu fékk nokkur tækifæri til að komast yfir á lokasprettinum en tapaði dýrmætum boltum auk þess sem að leikstjórandinn Hlynur Hreinsson fór af velli með fimm villur. Við því mátti FSu ekki og það nýttu Stjörnumenn sér.Marvin gaf tóninn Heimamenn byrjuðu betur í leiknum en Marvin Valdimarsson svaraði gagnrýninni sem hann fékk eftir síðasta leik með því að opna leikinn á tveimur þriggja stiga körfum í röð. Shouse byrjaði einnig af krafti og var með átta stig eftir fyrsta leikhluta en Stjarnan leiddi að honum loknum, 24-21. FSu leitaði mikið til Chris Caird í upphafi leiks en Stjörnumenn voru fljótir að aðlaga varnarleikinn sinn og halda bæði honum og Kananum Christopher Andersen niðri framan af leik. Varnarleikur Stjörnunnar gaf þó mikið eftir í öðrum leikhluta og heimamenn gengu á lagið. Baráttan var mun meiri hjá FSu sem var líka að hitta betur að utan. FSu náði mest níu stiga forystu í fyrri hálfleik og munaði miklu um þriggja stiga körfur þeirra Gunnars Inga Harðarson og Hlyns. Það breytti miklu fyrir heimamenn að hafa þó náð að minnka muninn í tvö stig með öflugum spretti á lokamínútu hálfleiksins. Staðan að honum loknum var 47-45, gestunum í vil.Dýrmæt lexía FSu Eftir slæma byrjun í þriðja leikhluta komu Stjörnumenn betra jafnvægi á sóknarleikinn sinn þegar Coleman komst betur inn í leikinn. Marvin og Shouse fóru að hitta betur en þrátt fyrir að Stjörnumenn hafi komist yfir voru gestirnir aldrei langt undan. FSu átti svo gott áhlaup undir lok þriðja leikhluta er gestirnir náðu að refsa töpuðum boltum hjá Stjörnunni með hverri körfunni á fætur annarri. Svo fór að FSu komst aftur yfir og leiddi fyrir lokaleikhlutann, 64-62. Í hvert sinn sem FSu virtist líklegt til að taka leikinn í sínar hendur átti Stjarnan svar. Miklu munaði um tvo þrista sem Ágúst Angantýsson, af öllum mönnum, setti niður með skömmu millibili og þá skiluðu þeir Shouse, Marvin og Coleman afar mikilvægum körfum í lokin. Anderson, Caird, Hlynur og Ari Gylfason voru í stærstu hlutverkum FSu í kvöld en Gunnar Ingi átti einnig fína innkomu af bekknum. Baráttan hjá FSu var til fyrirmyndar í kvöld en þeir lærðu dýrmæta lexíu með því að fara illa að ráði sínu þegar mest á reyndi. En liðið sýndi í kvöld að það eigi fullt erindi í deild þeirra bestu.Stjarnan-FSu 91-87 (24-21, 21-26, 17-17, 29-23)Stjarnan: Justin Shouse 29/8 fráköst, Marvin Valdimarsson 20/5 stoðsendingar, Al'lonzo Coleman 19/11 fráköst/3 varin skot, Ágúst Angantýsson 10, Tómas Heiðar Tómasson 10/7 fráköst, Daði Lár Jónsson 2/4 fráköst, Magnús Bjarki Guðmundsson 1, Tómas Þórður Hilmarsson 0/10 fráköst.FSu: Christopher Anderson 19/8 fráköst/3 varin skot, Hlynur Hreinsson 18, Ari Gylfason 16, Cristopher Caird 15/9 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnar Ingi Harðarson 9/7 fráköst, Maciej Klimaszewski 5/5 fráköst, Birkir Víðisson 3, Bjarni Geir Gunnarsson 2.Hrafn: Barátta er hæfileiki í dag Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, leið ekki vel með leik sinna manna í kvöld þrátt fyrir sigur á seigu liði FSu á heimavelli. Hann gagnrýndi sína menn eftir tapleikinn gegn Tindastóli í síðustu umferð en vildi sjá meiri framfarir á milli leikja. „Ég sá ekki nóg. Maður má ekki vera drambsamur og fagna ekki sigrunum, því við þurftum á þessum svo sannarlega að halda. En ég hef skemmt mér betur sem þjálfari á körfuboltaleik en í kvöld,“ viðurkenndi Hrafn. „Við ætluðum að sýna meiri framfarir en við gerðum í kvöld. Það er allsherjar doði yfir liðinu. Við leitum á sömu staðina og yfirleitt á sama manninn, svo ég sé alveg hreinskilinn, þegar það er ekkert alltaf besti kosturinn í stöðunni.“ „Í vörninni vorum við allt of oft að horfa á skoppandi bolta og leyfa þeim að sækja þá á undan okkur. FSu átti ekkert síður skilið en við að vinna þennan leik. Þeir komu inn í þann leik nákvæmlega eins og við ætluðum að gera.“ Stjarnan hafði betur í frákastabaráttunni í kvöld en þrátt fyrir það virtist baráttan og ákefðin meiri hjá FSu. „Við slökktum á okkur alltaf þegar við máttum síst við því og þeir gengu á lagið. Þeir voru að skjóta svakalega vel utan þriggja stiga línunnar og það var ekki að koma eftir kerfi hjá þeim. Þetta var bara þungt hjá okkur.“ „Mér líður ekki vel sem þjálfara núna því allar róteringar fara út um gluggann í svona leik. Fullt af strákum fengu ekki að spila sem hefðu átt að fá að spila þar sem að þjálfarinn verður bara stressaður yfir því þegar þetta er allt svona þungt.“ „Það er gott að vinna leiki en þetta var ekki kvöld eins og ég sá fyrir mér,“ sagði Hrafn sem saknar þess að sjá ekki meiri baráttu en hann gerði í kvöld. „Mér finnst öll lið keppast um að tala um hversu langt þau eiga í land. Sama hvað maður á langt í land þá þarf enginn að sleppa því að berjast.“ „Það virðist vera þannig að barátta er orðin hæfileiki í dag. Í gamla daga var barátta staðalbúnaður og maður þurfti að vinna í öðrum þáttum. Núna virðist það vera guðsgefinn hæfileiki að henda sér á bolta og berjast fyrir lífi sínu.“ „Þá þarf maður að finna leið til að þjálfa það upp.“Shouse: Gott fyrir gamla manninn Justin Shouse mætti gömlum nemanda sínum í kvöld en hafði að lokum betur. Shouse tryggði Stjörnunni nauman sigur á FSu af vítalínunni. „Það er gott að við fengum tækifæri til að taka þessi vítaskot og vinna leikinn en best hefði verið að þurfa ekki á þeim að halda,“ sagði Shouse sem hefur farið á kostum í upphafi tímabilsins. Hann skoraði 29 stig í kvöld. „En FSu er með hörkulið sem berst mikið. Við mættum þeim í Lengjubikarnum og það var erfitt. Það var gaman að vinna þennan leik,“ sagði Shouse sem viðurkennir að Stjörnumenn voru ekki upp á sitt besta í kvöld. „Þeir höfðu sitt að segja um það og við verðum að hrósa þeim fyrir það. Sóknarkerfin þeirra gengu vel og Hlynur Hreinsson, sem ég kenndi ensku, kenndi mér ýmislegt í kvöld. En það er gott fyrir gamla manninn að hafa betur að lokum.“ „Við erum enn að byggja upp okkar lið. Við unnum KR í fyrstu umferðinni og svo töpuðum við fyrir Tindastóli. Við erum að vinna í því að laga okkar lið en við viljum líta á okkur sem lið sem ætlar að berjast um titilinn. Þetta var ekki frammistaða sem sæmir slíku liði.“ „Við settum mikla kraft og miklar tilfinningar í leikinn gegn KR. Það þurfum við að gera í hverjum einasta leik. Það gerðum við ekki gegn Tindastóli og ekki í kvöld. Við getum vel spilað eins og við gerðum gegn KR en við þurfum bara að finna réttu leiðirnar til að kalla það fram.“ Hann hrósaði svo FSu fyrir frammistöðuna í kvöld. „Þetta er lið sem á eftir að koma liðum á óvart. Þetta hafi verið tæpir leikir hjá þeim hingað til og ég held að þeir muni fatta hvernig þeir vinna svoleiðis leiki eftir því sem líður á tímabilið.“Erik Olsen: Dauðar sóknir drepa mann í svona leikjum Þjálfari FSu var ánægður með margt hjá sínum mönnum þrátt fyrir að það hafi verið vonbrigði að tapa leiknum gegn Stjörnunni í kvöld. „Þetta eru vonbrigði. Þetta var okkar besti leikur í ár og ég er ánægður með það. Við sýndum að við getum staðið í hvaða liði sem er,“ sagði Olsen. Hann segir að lokamínúturnar hafi verið vonbrigði enda hafi FSu fengið tækifæri til að halda frumkvæðinu allt til loka. „Okkur fannst við gera það sem við þurftum. Við fórum inn að körfunni og fannst að við áttum að fá villu. Við fengum ekki þann dóm en þeir komast á vítalínuna og halda forystunni þannig út leikinn.“ „Stundum fellur þetta ekki með manni. Við leiddum allan leikinn og gerðum allt sem við þurftum til að fá tækifæri til að vinna leikinn. En það gekk ekki.“ Hann segist ánægður með frammistöðu sinna manna. Liðið hafi sýnt hraðan körfubolta en öflugan varnarleik líka. En niðurstaðan hafi verið vonbrigði. „Þetta eru leikir sem við eigum að vinna og við þurfum að læra það,“ sagði Olsen. Hlynur Hreinsson fékk sína fimmtu villu í lokin og það breytti miklu í síðustu sóknum FSu í leiknum. „Þá er varaleikstjórnandinn kominn inn og þá breytist margt. Þeir eru með margreynda menn hinum megin á vellinum og við erum að læra að við megum ekki tapa boltanum þegar leikurinn er svona. Það gerðist 2-3 sinnum undir lokin og þegar leikurinn ræðst á tveimur stigum þá eru sóknir þar sem maður nær ekki einu sinni að skjóta afar dýrar. Dauðar sóknir drepa mann í svona leikjum.“ „Það er margt sem við getum lært af þessum leik. Það skiptir ekki máli að við höfum tapað öllum leikjum okkar til þessa og við segjum strákunum ítrekað að sigrarnir munu koma. Við erum með yngsta liðið í deildinni og þurfum bara að halda áfram. Við vitum að við erum með heilmargt sem við getum byggt á.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti