Hefur óskað eftir 50 milljónum króna vegna átaksverkefnis varðandi heimilisofbeldi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. október 2015 11:29 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Ernir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fagnar áfangamati Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum á átaksverkefni lögreglunnar og Reykjavíkur vegna heimilisofbeldis. Hún segir nauðsynlegt að slíkt mat fari fram svo greina megi hvað sé vel gert og hvað megi betur fara. Í matinu kemur fram að verkefnið sé nokkuð umdeilt á meðal starfsfólks ákærusviðs auk þess sem álag sé mikið á lögreglumenn en hvorki fjármagn né aukinn mannafli fylgdu verkefninu þegar það hófst í janúar síðastliðnum. Sigríður Björk segir að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki haft val um hvort að farið yrði í átaksverkefnið eða ekki. „Ríkislögreglustjóri setti nýjar verklagsreglur um heimilisofbeldi sem tóku gildi í desember í fyrra en þær voru byggðar á Suðurnesjamódelinu svokallaða,“ segir Sigríður og vísar þar í verkefni sem hófst hjá lögreglunni á Suðurnesjum þegar hún var þar lögreglustjóri en verkferlum lögreglunnar varðandi heimilisofbeldi var þá breytt með það að augnamiði að taka málin fastari tökum.Jafnmörg mál á höfuðborgarsvæðinu á einum mánuði og á einu ári á Suðurnesjum Lögreglustjórinn segist ekki vita betur en að öll embætti lögreglunnar vinni nú eftir nýju verklagsreglunum en það sem sé hins vegar sérstakt á höfuðborgarsvæðinu er gríðarlegur fjöldi mála. „Það sem gerist hjá okkur er það að málunum hefur fjölgað mikið á þessu ári miðað við fyrri ár. Ef ég ber þetta saman við Suðurnesin þá erum við með 50 mál hér á einum mánuði en það er sami fjöldi og var á Suðurnesjum á einu ári.“ Þessi mikla fjölgun hefur gert það að verkum að álag hefur aukist á bakvakt rannsóknarlögreglumanna sem kallaðir eru út í hvert skipti sem upp kemur heimilisofbeldismál sem verður utan dagvinnutíma þeirra. Að sögn Sigríðar hefur aukakostnaður fylgt útköllunum vegna þessa en líkt og flest öll önnur lögreglulið á landinu berst lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í bökkum fjárhagslega.Fram kemur í matinu að starfsfólk ákærusviðs sé ekki sátt að öllu leyti við það að færst hefur í aukana að farið sé fram á nálgunarbann sem staðfesta þarf svo fyrir dómstólum.vísir/valliHefur óskað eftir 50 milljónum króna frá ráðuneytinu „Það var gerð krafa um aðhald í okkar rekstri á þessu ári en það er ekkert nýtt að reksturinn er erfiður. Svo hefur verið í mörg ár og áður en þetta átaksverkefni kom til. Í mínum huga höfðum við hins vegar ekkert val. Það var alveg ljóst af reynslunni af Suðurnesjum að við þurftum að bregðast öðruvísi við þessum brotum og það er ekki val að horfa fram hjá ofbeldi af því þú hefur ekki efni á að sinna því.“ Að því sögðu segir hún að hún hefði vissulega viljað fá pening í verkefnið en hún hefur óskað eftir því við innanríkisráðuneytið að fá 50 milljónir króna á næsta ári til að setja í verkefnið. Hún vonast til að ráðuneytið taki vel í þá beiðni. Í matinu er meðal annars komið inn á það að meiri fræðslu hefði þurft vegna hins nýja verklags áður en átaksverkefnið hófst og þá hefði starfsfólk ákærusviðs, sem gagnrýnir verkefnið hvað helst í matinu, mögulega þurft sérhæfðara námskeið og meiri handleiðslu. Sigríður Björk segir að lögreglan hafi verið með fræðslu fyrir alla vegna verkefnisins, þar með talið starfsfólk ákærusviðs. Hún segir hins vegar að hugsanlega hafi fræðslan dugað fyrir lögreglumennina en það þurfi frekari fræðslu fyrir saksóknarana og það verði nú skoðað.Ákærusviðið orðið út undan í ferlinu Auk þess kemur fram í matinu að starfsfólk ákærusviðs sé ekki sátt að öllu leyti við það að færst hefur í aukana að farið sé fram á nálgunarbann. Lögreglustjórinn vill þó ekki meina að það sé togstreita vegna verkefnisins innan lögreglunnar. „Ég held að málið sé frekar það að lögfræðingarnir eru náttúrulega að leita til dómstóla. Þau eru auðvitað bara að reyna að passa upp á það að allt sem þau gera standist lög og það tekur einfaldlega tíma að breyta framkvæmdinni. Þetta hreyfist bara hægar og það tekur bara tíma fyrir dómana að þróast. Varðandi svo neikvæðni þá held ég að við lögfræðingar séum nú svona almennt séð bara frekar íhaldssamir,“ segir Sigríður en bendir jafnframt á að það sé ekki farið fram á nálgunarbann eða brottvísun af heimili nema í alvarlegustu málunum. Oft séu þolendur jafnvel ósáttir við að ekki sé farið í slíkar aðgerðir. Sigríður segir að lögreglan hafi fókuserað á rannsókn málanna en nú í kjölfarið á áfangamatinu verði rýnt betur í meðferð ákærusviðs og lyktir málanna. „Mér sýnist ákærusvið hafa orðið svolítið út undan í ferlinu og það er einmitt frábært að fá þetta fram núna en ekki eftir tvö ár svo hægt sé að bregðast við strax.“ Alþingi Tengdar fréttir Starfsfólk lögreglunnar greinir á um ágæti nálgunarbanna vegna heimilisofbeldis Í nýju áfangamati Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum á samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um átak gegn heimilisofbeldi kemur fram að verkefnið sé nokkuð umdeilt innan lögreglunnar. 20. október 2015 11:15 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fagnar áfangamati Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum á átaksverkefni lögreglunnar og Reykjavíkur vegna heimilisofbeldis. Hún segir nauðsynlegt að slíkt mat fari fram svo greina megi hvað sé vel gert og hvað megi betur fara. Í matinu kemur fram að verkefnið sé nokkuð umdeilt á meðal starfsfólks ákærusviðs auk þess sem álag sé mikið á lögreglumenn en hvorki fjármagn né aukinn mannafli fylgdu verkefninu þegar það hófst í janúar síðastliðnum. Sigríður Björk segir að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki haft val um hvort að farið yrði í átaksverkefnið eða ekki. „Ríkislögreglustjóri setti nýjar verklagsreglur um heimilisofbeldi sem tóku gildi í desember í fyrra en þær voru byggðar á Suðurnesjamódelinu svokallaða,“ segir Sigríður og vísar þar í verkefni sem hófst hjá lögreglunni á Suðurnesjum þegar hún var þar lögreglustjóri en verkferlum lögreglunnar varðandi heimilisofbeldi var þá breytt með það að augnamiði að taka málin fastari tökum.Jafnmörg mál á höfuðborgarsvæðinu á einum mánuði og á einu ári á Suðurnesjum Lögreglustjórinn segist ekki vita betur en að öll embætti lögreglunnar vinni nú eftir nýju verklagsreglunum en það sem sé hins vegar sérstakt á höfuðborgarsvæðinu er gríðarlegur fjöldi mála. „Það sem gerist hjá okkur er það að málunum hefur fjölgað mikið á þessu ári miðað við fyrri ár. Ef ég ber þetta saman við Suðurnesin þá erum við með 50 mál hér á einum mánuði en það er sami fjöldi og var á Suðurnesjum á einu ári.“ Þessi mikla fjölgun hefur gert það að verkum að álag hefur aukist á bakvakt rannsóknarlögreglumanna sem kallaðir eru út í hvert skipti sem upp kemur heimilisofbeldismál sem verður utan dagvinnutíma þeirra. Að sögn Sigríðar hefur aukakostnaður fylgt útköllunum vegna þessa en líkt og flest öll önnur lögreglulið á landinu berst lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í bökkum fjárhagslega.Fram kemur í matinu að starfsfólk ákærusviðs sé ekki sátt að öllu leyti við það að færst hefur í aukana að farið sé fram á nálgunarbann sem staðfesta þarf svo fyrir dómstólum.vísir/valliHefur óskað eftir 50 milljónum króna frá ráðuneytinu „Það var gerð krafa um aðhald í okkar rekstri á þessu ári en það er ekkert nýtt að reksturinn er erfiður. Svo hefur verið í mörg ár og áður en þetta átaksverkefni kom til. Í mínum huga höfðum við hins vegar ekkert val. Það var alveg ljóst af reynslunni af Suðurnesjum að við þurftum að bregðast öðruvísi við þessum brotum og það er ekki val að horfa fram hjá ofbeldi af því þú hefur ekki efni á að sinna því.“ Að því sögðu segir hún að hún hefði vissulega viljað fá pening í verkefnið en hún hefur óskað eftir því við innanríkisráðuneytið að fá 50 milljónir króna á næsta ári til að setja í verkefnið. Hún vonast til að ráðuneytið taki vel í þá beiðni. Í matinu er meðal annars komið inn á það að meiri fræðslu hefði þurft vegna hins nýja verklags áður en átaksverkefnið hófst og þá hefði starfsfólk ákærusviðs, sem gagnrýnir verkefnið hvað helst í matinu, mögulega þurft sérhæfðara námskeið og meiri handleiðslu. Sigríður Björk segir að lögreglan hafi verið með fræðslu fyrir alla vegna verkefnisins, þar með talið starfsfólk ákærusviðs. Hún segir hins vegar að hugsanlega hafi fræðslan dugað fyrir lögreglumennina en það þurfi frekari fræðslu fyrir saksóknarana og það verði nú skoðað.Ákærusviðið orðið út undan í ferlinu Auk þess kemur fram í matinu að starfsfólk ákærusviðs sé ekki sátt að öllu leyti við það að færst hefur í aukana að farið sé fram á nálgunarbann. Lögreglustjórinn vill þó ekki meina að það sé togstreita vegna verkefnisins innan lögreglunnar. „Ég held að málið sé frekar það að lögfræðingarnir eru náttúrulega að leita til dómstóla. Þau eru auðvitað bara að reyna að passa upp á það að allt sem þau gera standist lög og það tekur einfaldlega tíma að breyta framkvæmdinni. Þetta hreyfist bara hægar og það tekur bara tíma fyrir dómana að þróast. Varðandi svo neikvæðni þá held ég að við lögfræðingar séum nú svona almennt séð bara frekar íhaldssamir,“ segir Sigríður en bendir jafnframt á að það sé ekki farið fram á nálgunarbann eða brottvísun af heimili nema í alvarlegustu málunum. Oft séu þolendur jafnvel ósáttir við að ekki sé farið í slíkar aðgerðir. Sigríður segir að lögreglan hafi fókuserað á rannsókn málanna en nú í kjölfarið á áfangamatinu verði rýnt betur í meðferð ákærusviðs og lyktir málanna. „Mér sýnist ákærusvið hafa orðið svolítið út undan í ferlinu og það er einmitt frábært að fá þetta fram núna en ekki eftir tvö ár svo hægt sé að bregðast við strax.“
Alþingi Tengdar fréttir Starfsfólk lögreglunnar greinir á um ágæti nálgunarbanna vegna heimilisofbeldis Í nýju áfangamati Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum á samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um átak gegn heimilisofbeldi kemur fram að verkefnið sé nokkuð umdeilt innan lögreglunnar. 20. október 2015 11:15 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Starfsfólk lögreglunnar greinir á um ágæti nálgunarbanna vegna heimilisofbeldis Í nýju áfangamati Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum á samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um átak gegn heimilisofbeldi kemur fram að verkefnið sé nokkuð umdeilt innan lögreglunnar. 20. október 2015 11:15
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent