Um síðustu helgi fór fram skemmtilegur þáttur þar sem keppt var í lagleysu. Þar var tölva frá blindrafélaginu fengin á láni og hún las upp texta úr lögum. Keppendur áttu því næst að giska á hvaða lag væri um að ræða.
Spilakvöld er glænýr skemmtiþáttur byggður á fyrirmyndinni Hollywood Game Night sem hefur slegið í gegn undanfarin ár í Bandaríkjunum og hefur Jane Lynch stjórnandi þáttanna hlotið tvenn Emmy verðlaun fyrir þættina.
Í þáttunum keppa tvö lið með þremur frægur einstaklingum og einum óþekktum liðsstjóra hvort. Liðin safna stigum í fjölmörgum mismunandi leikjum og það lið sem stendur uppi með fleiri stig eftir fjóra leiki kemst í bónus umferð þar sem liðsstjórinn getur unnið peningaverðlaun. Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti.