Þetta kemur fram í tilkynningu frá MMR sem var að birta nýja könnun um fylgi stjórnmálaflokkanna. Könnunin var framkvæmd dagana 8. til 16. október og var heildarfjöldi svarenda 934 einstaklingar, 18 ára og eldri.

Annað sem athyglisvert má heita er að Píratar mælast enn með mest fylgi flokka eða með 34,2 prósent. Og VG rís úr öskustónni, að einhverju leyti og er nú með 11,8 prósent miðað við 8,3 prósenta fylgis í síðustu könnun. Það er meira en Samfylkingin mælist með, sem er 11,3 prósent.
Framsóknarflokkurinn mælist með 10,4 prósent og Björt framtíð mælist með 6,5 prósent. Samanlagt eru því stjórnarflokkarnir með 32,1 prósenta fylgi.