Yfirlækni hótað uppsögn fyrir að styðja verkfall Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. október 2015 08:15 Gunnar Ingi Gunnarsson er yfirlæknir Heilsugæslunnar í Árbæ. Vísir/Heiða Gunnar Ingi Gunnarsson, yfirlæknir á Heilsugæslunni í Árbæ, sendi bréf til starfsmanna heilsugæslunnar í aðdraganda verkfalls ritara stöðvarinnar. Hvatti hann starfsmenn til að virða verkfallsrétt stéttarinnar alveg eins og var gert þegar læknar og hjúkrunarfræðingar fóru í verkfall. Þá var bara bráðatilfellum sinnt en nú fær fólk sem á bókaðan tíma í flestum tilfellum fulla þjónustu. Yfirstjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) hefur sent frá sér leiðbeiningar til starfsmanna um vinnufyrirkomulag til að starf heilsugæslunnar laskist ekki. Í bréfi sínu til lækna, hjúkrunarfræðinga og móttökuritara Heilsugæslunnar í Árbæ segir Gunnar Ingi að líkt og í verkfalli lækna og hjúkrunarfræðinga muni Heilsugæsla Árbæjar bara sinna neyðartilfellum á þeim tíma sem félagsmenn SFR verða í verkfalli. „Næstum óbreytt móttaka sjúklinga […] gerir verkfall SFR að ömurlegum sýndarveruleika í starfsemi HH,“ segir í bréfinu.Verkfallsverðir hafa fylgst gaumgæfilega með að ekki sé gengið í störf þeirra sem eru í verkfalli.vísir/pjeturVegna bréfsins hefur Gunnari Inga borist formlegt bréf frá HH um að vegna háttalags og framgöngu hans verði gripið til „viðeigandi úrræða“. Hann er sagður hafa brugðist starfsskyldum sínum í þágu stofnunarinnar og ekki farið eftir fyrirmælum. Gunnar Ingi fær frest þar til á morgun til að svara. Þá tekur stofnunin ákvörðun um hvort honum verði veitt skrifleg áminning, sagt upp með tilskildum fresti eða rekinn án uppsagnarfrests. Gunnar Ingi staðfestir að hann hafi fengið bréfið en vildi ekki tjá sig frekar að svo stöddu. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að annar yfirlæknir á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu hafi fengið sambærilegt bréf. Ekki náðist í Svanhvíti Jakobsdóttur, forstjóra HH, við vinnslu fréttarinnar. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkfallslotu lokið: Næsta verkfallslota 29. október takist ekki að semja Kennsla verður með eðlilegu móti í Háskóla Íslands, starfsmenn á síma hjá Vegagerðinni og Útlendingastofnun mæta aftur til vinnu og sjúkraliðar snúa til starfa í dag. 21. október 2015 07:53 Heilsugæslan sögð sýna stéttinni fádæma virðingarleysi Ágreiningur er á milli SFR og Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu um hvað felist í undanþágu–lista móttökuritara. 21. október 2015 07:00 SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn gengu fylktu liði: „Við létum slagorðin glymja yfir allt Stjórnarráðið“ Hnútur kom á kjaraviðræðurnar í gær og segir formaður SFR hópinn ef til vill hafa mætt of bjartsýnan til viðræðna. 20. október 2015 10:12 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Vonbrigði“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Sjá meira
Gunnar Ingi Gunnarsson, yfirlæknir á Heilsugæslunni í Árbæ, sendi bréf til starfsmanna heilsugæslunnar í aðdraganda verkfalls ritara stöðvarinnar. Hvatti hann starfsmenn til að virða verkfallsrétt stéttarinnar alveg eins og var gert þegar læknar og hjúkrunarfræðingar fóru í verkfall. Þá var bara bráðatilfellum sinnt en nú fær fólk sem á bókaðan tíma í flestum tilfellum fulla þjónustu. Yfirstjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) hefur sent frá sér leiðbeiningar til starfsmanna um vinnufyrirkomulag til að starf heilsugæslunnar laskist ekki. Í bréfi sínu til lækna, hjúkrunarfræðinga og móttökuritara Heilsugæslunnar í Árbæ segir Gunnar Ingi að líkt og í verkfalli lækna og hjúkrunarfræðinga muni Heilsugæsla Árbæjar bara sinna neyðartilfellum á þeim tíma sem félagsmenn SFR verða í verkfalli. „Næstum óbreytt móttaka sjúklinga […] gerir verkfall SFR að ömurlegum sýndarveruleika í starfsemi HH,“ segir í bréfinu.Verkfallsverðir hafa fylgst gaumgæfilega með að ekki sé gengið í störf þeirra sem eru í verkfalli.vísir/pjeturVegna bréfsins hefur Gunnari Inga borist formlegt bréf frá HH um að vegna háttalags og framgöngu hans verði gripið til „viðeigandi úrræða“. Hann er sagður hafa brugðist starfsskyldum sínum í þágu stofnunarinnar og ekki farið eftir fyrirmælum. Gunnar Ingi fær frest þar til á morgun til að svara. Þá tekur stofnunin ákvörðun um hvort honum verði veitt skrifleg áminning, sagt upp með tilskildum fresti eða rekinn án uppsagnarfrests. Gunnar Ingi staðfestir að hann hafi fengið bréfið en vildi ekki tjá sig frekar að svo stöddu. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að annar yfirlæknir á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu hafi fengið sambærilegt bréf. Ekki náðist í Svanhvíti Jakobsdóttur, forstjóra HH, við vinnslu fréttarinnar.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkfallslotu lokið: Næsta verkfallslota 29. október takist ekki að semja Kennsla verður með eðlilegu móti í Háskóla Íslands, starfsmenn á síma hjá Vegagerðinni og Útlendingastofnun mæta aftur til vinnu og sjúkraliðar snúa til starfa í dag. 21. október 2015 07:53 Heilsugæslan sögð sýna stéttinni fádæma virðingarleysi Ágreiningur er á milli SFR og Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu um hvað felist í undanþágu–lista móttökuritara. 21. október 2015 07:00 SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn gengu fylktu liði: „Við létum slagorðin glymja yfir allt Stjórnarráðið“ Hnútur kom á kjaraviðræðurnar í gær og segir formaður SFR hópinn ef til vill hafa mætt of bjartsýnan til viðræðna. 20. október 2015 10:12 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Vonbrigði“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Sjá meira
Verkfallslotu lokið: Næsta verkfallslota 29. október takist ekki að semja Kennsla verður með eðlilegu móti í Háskóla Íslands, starfsmenn á síma hjá Vegagerðinni og Útlendingastofnun mæta aftur til vinnu og sjúkraliðar snúa til starfa í dag. 21. október 2015 07:53
Heilsugæslan sögð sýna stéttinni fádæma virðingarleysi Ágreiningur er á milli SFR og Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu um hvað felist í undanþágu–lista móttökuritara. 21. október 2015 07:00
SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn gengu fylktu liði: „Við létum slagorðin glymja yfir allt Stjórnarráðið“ Hnútur kom á kjaraviðræðurnar í gær og segir formaður SFR hópinn ef til vill hafa mætt of bjartsýnan til viðræðna. 20. október 2015 10:12