Erlent

Slóvenar kalla eftir liðsauka

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Flóttafólk við landamæri Slóveníu.
Flóttafólk við landamæri Slóveníu. vísir/epa
Slóvensk stjórnvöld segjast ekki ráða við þann mikla straum flóttamanna inn til landsins og hafa óskað eftir frekari aðstoð frá Evrópusambandinu. Þau segja liðsauka þörf svo hægt verði að bregðast við aukinni spennu við landamærin.

Flóttafólki á leið til Þýskalands og Austurríkis var beint til Slóveníu, eftir að Ungverjar lokuðu landamærum sínum. Allt að átta þúsund manns fara yfir landamærin daglega en einnig heldur mikill fjöldi til í landamærabænum Berkasovo, við aðstæður sem sagðar eru afar slæmar.

Slóvenar hafa virkjað herinn til að aðstoða lögreglu en þeir segja landamærin að þolmörkum komin. Þeir segjast þó tilbúnir til að taka á móti allt að sex þúsund flóttamönnum á dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×