Glötum ekki niður tónlistarnáminu! Katrín Jakobsdóttir skrifar 20. október 2015 07:00 Vorið 2011 undirrituðu fulltrúar þáverandi ríkisstjórnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga samkomulag um eflingu tónlistarnáms. Með samkomulaginu var lagður grundvöllur að eflingu tónlistarnáms, að nemendum yrði gert kleift að stunda hljóðfæranám á framhaldsstigi og söngnám á mið- og framhaldsstigi óháð búsetu og nýtt lagafrumvarp yrði lagt fram um tónlistarnám. Samkomulagið fól í sér að ríkissjóður myndi veita 480 milljóna króna framlag vegna kennslukostnaðar í tónlistarskólum. Á móti skuldbundu sveitarfélögin sig til að taka yfir ný verkefni sem nam 230 milljónum króna. Viðbótarframlag ríkisins inn í tónlistarnám, sem lagalega er á ábyrgð sveitarfélaga, nam því 250 milljónum króna. Fyrir liggur að ekki náðist í minni menntamálaráðherratíð að endurskoða lög um tónlistarnám. Frumvarp þess efnis var þó lagt fram til kynningar vorið 2013. Lagaleg staða er því sú að námið er á ábyrgð sveitarfélaga en ríkið hefur hins vegar lýst vilja sínum til að styðja við framhaldsnám í tónlist með undirritun samkomulagsins. Að sjálfsögðu þarf að endurmeta það og forsendur þess með hliðsjón af reynslunni. Mikilvægast er hins vegar að ríki og sveitarfélög komi sér saman um framhaldið því að nú liggur fyrir að margir tónlistarskólar, ekki síst hér í höfuðborginni, eiga í verulegum vanda. Einnig liggur fyrir að ríkið og Reykjavíkurborg hafa túlkað samkomulagið með ólíkum hætti. Ég hef tekið undir túlkun ríkisins. Það breytir því ekki að á meðan á þessu túlkunarstríði stendur getur verið að þessir skólar fari í þrot með tilheyrandi skaða fyrir nemendur, kennara og samfélagið allt. Íslenskt tónlistarlíf er blómlegt og vekur athygli og aðdáun langt út fyrir landsteinana. Það er engin tilviljun. Þessi gróska á rætur að rekja til góðrar og öflugrar tónlistarmenntunar. Það á að vera okkar metnaðarmál að leysa þær deilur sem staðið hafa og geti ég eða aðrir upphafsmenn samkomulagsins frá 2011 lagt okkar af mörkum til að leysa þær stendur ekki á okkur. En leyfum ekki skaðanum að verða á meðan deilt er um túlkun og ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Vorið 2011 undirrituðu fulltrúar þáverandi ríkisstjórnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga samkomulag um eflingu tónlistarnáms. Með samkomulaginu var lagður grundvöllur að eflingu tónlistarnáms, að nemendum yrði gert kleift að stunda hljóðfæranám á framhaldsstigi og söngnám á mið- og framhaldsstigi óháð búsetu og nýtt lagafrumvarp yrði lagt fram um tónlistarnám. Samkomulagið fól í sér að ríkissjóður myndi veita 480 milljóna króna framlag vegna kennslukostnaðar í tónlistarskólum. Á móti skuldbundu sveitarfélögin sig til að taka yfir ný verkefni sem nam 230 milljónum króna. Viðbótarframlag ríkisins inn í tónlistarnám, sem lagalega er á ábyrgð sveitarfélaga, nam því 250 milljónum króna. Fyrir liggur að ekki náðist í minni menntamálaráðherratíð að endurskoða lög um tónlistarnám. Frumvarp þess efnis var þó lagt fram til kynningar vorið 2013. Lagaleg staða er því sú að námið er á ábyrgð sveitarfélaga en ríkið hefur hins vegar lýst vilja sínum til að styðja við framhaldsnám í tónlist með undirritun samkomulagsins. Að sjálfsögðu þarf að endurmeta það og forsendur þess með hliðsjón af reynslunni. Mikilvægast er hins vegar að ríki og sveitarfélög komi sér saman um framhaldið því að nú liggur fyrir að margir tónlistarskólar, ekki síst hér í höfuðborginni, eiga í verulegum vanda. Einnig liggur fyrir að ríkið og Reykjavíkurborg hafa túlkað samkomulagið með ólíkum hætti. Ég hef tekið undir túlkun ríkisins. Það breytir því ekki að á meðan á þessu túlkunarstríði stendur getur verið að þessir skólar fari í þrot með tilheyrandi skaða fyrir nemendur, kennara og samfélagið allt. Íslenskt tónlistarlíf er blómlegt og vekur athygli og aðdáun langt út fyrir landsteinana. Það er engin tilviljun. Þessi gróska á rætur að rekja til góðrar og öflugrar tónlistarmenntunar. Það á að vera okkar metnaðarmál að leysa þær deilur sem staðið hafa og geti ég eða aðrir upphafsmenn samkomulagsins frá 2011 lagt okkar af mörkum til að leysa þær stendur ekki á okkur. En leyfum ekki skaðanum að verða á meðan deilt er um túlkun og ábyrgð.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun