Víðir Þorvarðarson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Fylki. Víðir kemur frá ÍBV þar sem hann hefur leikið undanfarin ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Fylkir sendi frá sér í dag.
Víðir er uppalinn hjá ÍBV en lék með Stjörnunni 2010 og 2011 áður en hann gekk svo aftur í raðir Eyjaliðsins.
Víðir skoraði þrjú mörk í 21 leik fyrir ÍBV á síðasta tímabili en hann hefur alls leikið 99 leiki í efstu deild og skorað 17 mörk.
Þá skrifaði Ásgeir Örn Arnþórsson undir nýjan tveggja ára samning við Fylki.
Ásgeir er uppalinn hjá Fylki og hefur skorað níu mörk í 90 leiki fyrir félagið í efstu deild.
