Prestum óheimilt að synja samkynja pörum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 31. október 2015 07:00 Guðrún Karls Helgudóttir er ein presta og meðlima í Prestaráði Þjóðkirkjunnar sem lagði fram tillögu um að meina prestum að synja samkynja pörum um vígslu. Kirkjuþing samþykkti mótatkvæðalaust að opinberum embættismönnum þjóðkirkjunnar er óheimilt að synja tveimur einstaklingum um hjónavígslu á grundvelli kynhneigðar þeirra. Tillagan var flutt af Guðrúnu Karls Helgudóttur, Guðbjörgu Arnardóttur, Ragnheiði Ástu Magnúsdóttur, Vigfúsi Bjarna Albertssyni og Höllu Halldórsdóttir sem eru öll þjónandi prestar og stjórnarfólk í Prestafélagi Íslands. Tillaga þeirra var að Kirkjuþing ályktaði að opinberum embættismönnum þjóðkirkjunnar sé ekki heimilt að synja tveimur einstaklingum um hjónavígslu á grundvelli kynhneigðar. Kirkjuþing líti á það sem mismunun og ekki í anda kærleika Krists að neita fólki um þjónustu á þeim forsendum. Í greinargerð með tillögunni segir að allir einstaklingar á Íslandi njóti stjórnarskrárvarins frelsis til að fylgja eigin samvisku. Þar hafi prestar þjóðkirkjunnar ekki ríkara frelsi en aðrir opinberir starfsmenn eða aðrir þegnar þessa lands. Hart hefur verið tekist á um hjónavígslu hinsegin fólks innan kirkjunnar síðustu ár. Samkynhneigðir hafa ekki haft sömu réttindi og gagnkynhneigðir innan kirkjunnar því prestar hafa hingað til getað neitað að gifta samkynhneigða ef trúarleg sannfæring þeirra leyfir þeim það ekki. Guðrún sagði gagnrýni á presta þjóðkirkjunnar réttmælta í ljósi þess að Íslendingar vilji vera til fyrirmyndar í mannréttindabaráttu. „Það hefur líka verið réttmætt í ljósi þess að þjónusta prestanna krefst þess að þeir mæti hverjum einstaklingi á sama hátt og Jesús gerði, þ.e. í kærleika og virðingu fyrir manngildinu.“ Hinsegin Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Kirkjuþing samþykkti mótatkvæðalaust að opinberum embættismönnum þjóðkirkjunnar er óheimilt að synja tveimur einstaklingum um hjónavígslu á grundvelli kynhneigðar þeirra. Tillagan var flutt af Guðrúnu Karls Helgudóttur, Guðbjörgu Arnardóttur, Ragnheiði Ástu Magnúsdóttur, Vigfúsi Bjarna Albertssyni og Höllu Halldórsdóttir sem eru öll þjónandi prestar og stjórnarfólk í Prestafélagi Íslands. Tillaga þeirra var að Kirkjuþing ályktaði að opinberum embættismönnum þjóðkirkjunnar sé ekki heimilt að synja tveimur einstaklingum um hjónavígslu á grundvelli kynhneigðar. Kirkjuþing líti á það sem mismunun og ekki í anda kærleika Krists að neita fólki um þjónustu á þeim forsendum. Í greinargerð með tillögunni segir að allir einstaklingar á Íslandi njóti stjórnarskrárvarins frelsis til að fylgja eigin samvisku. Þar hafi prestar þjóðkirkjunnar ekki ríkara frelsi en aðrir opinberir starfsmenn eða aðrir þegnar þessa lands. Hart hefur verið tekist á um hjónavígslu hinsegin fólks innan kirkjunnar síðustu ár. Samkynhneigðir hafa ekki haft sömu réttindi og gagnkynhneigðir innan kirkjunnar því prestar hafa hingað til getað neitað að gifta samkynhneigða ef trúarleg sannfæring þeirra leyfir þeim það ekki. Guðrún sagði gagnrýni á presta þjóðkirkjunnar réttmælta í ljósi þess að Íslendingar vilji vera til fyrirmyndar í mannréttindabaráttu. „Það hefur líka verið réttmætt í ljósi þess að þjónusta prestanna krefst þess að þeir mæti hverjum einstaklingi á sama hátt og Jesús gerði, þ.e. í kærleika og virðingu fyrir manngildinu.“
Hinsegin Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira