Gatið í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu aldrei stærra Birgir Olgeirsson skrifar 30. október 2015 11:25 Frá Suðurskautslandinu. Vísir/EPA Gatið í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu hefur aldrei mælst stærra en í þessum mánuði. Alþjóðaveðurfræðistofnunin greinir frá þessu en segir að ekki þurfi að hafa miklar áhyggjur af þessu meti þó svo að ósonlagið verji allt líf á jörðinni fyrir geislum sólarinnar. Miklar sveiflur eru á stærð gatsins í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu og er það oftast nær stærst á þessum tíma árs þegar mikill kuldi er í heiðhvolfinu.Hér má sjá gatið í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu eins og það blasti við geimferðastofnun Bandaríkjanna, Nasa, 2. nóvember síðastliðinn. Blái og fjólubláiliturinn sýna hvar ósonlagið er sem minnst.Vísir/NasaÍ fyrra greindi Alþjóðaveðurfræðistofnunin frá því að mælingar gæfu til kynna að eyðing ósonlagsins væri í rénun. Voru orsökin rakin til ársins 1987 þegar lagt var bann við notkun efna sem valda eyðingu ósonlagsins, þá sérstaklega flúorklóríðs. Stofnunin sagði hins vegar að það gæti liðið meira en áratugur þar til gatið í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu færi aftur minnkandi og því full ástæða til að halda uppteknum hætti við að reyna að vernda ósonlagið fyrir skaðlegum efnum. Fyrr í mánuðinum mældist gatið 28,2 milljónir ferkílómetra að stærð, sem er meira en flatarmál Kanada og Rússlands til samans og er nýtt met. Árni Sigurðsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir flesta sammála um að almennt aukist styrkur ósonlagsins frá því sem áður var. Gat myndast þó í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu á hverju ári. Það er rakið til kulda í heiðhvolfinu yfir Suðurskautslandinu, en í ár var kaldara en í meðalári. „Þess vegna eyðist meira óson en það er bara tímabundið. Þegar er svona kuldi þéttist meiri raki og það myndast glitský í heiðhvolfinu og það er í tengslum við þessi ský sem ósoneyðingin á sér stað.“Ósonlagið yfir Reykjavík hefur þykknað síðastliðin ár samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands. Vísir/StefánÁrni er á meðal þeirra sem fylgjast með ósonlaginu yfir Reykjavík. Hann segir starfsmenn Veðurstofu Íslands ekki sjá annað en að ósonlagið yfir höfuðborginni sé að þykkna aftur. Það sé hins vegar ekki alveg jafn þykkt og það var áður en eyðingin hófst á áttunda áratug síðustu aldar. „Það er ekki alveg komið í það sama og það var en það nálgast það. Frá árinu 2000 höfum við sérstaklega tekið eftir breytingu, þetta er jafnt og þétt að þykkna aftur.“ Veður Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Gatið í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu hefur aldrei mælst stærra en í þessum mánuði. Alþjóðaveðurfræðistofnunin greinir frá þessu en segir að ekki þurfi að hafa miklar áhyggjur af þessu meti þó svo að ósonlagið verji allt líf á jörðinni fyrir geislum sólarinnar. Miklar sveiflur eru á stærð gatsins í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu og er það oftast nær stærst á þessum tíma árs þegar mikill kuldi er í heiðhvolfinu.Hér má sjá gatið í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu eins og það blasti við geimferðastofnun Bandaríkjanna, Nasa, 2. nóvember síðastliðinn. Blái og fjólubláiliturinn sýna hvar ósonlagið er sem minnst.Vísir/NasaÍ fyrra greindi Alþjóðaveðurfræðistofnunin frá því að mælingar gæfu til kynna að eyðing ósonlagsins væri í rénun. Voru orsökin rakin til ársins 1987 þegar lagt var bann við notkun efna sem valda eyðingu ósonlagsins, þá sérstaklega flúorklóríðs. Stofnunin sagði hins vegar að það gæti liðið meira en áratugur þar til gatið í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu færi aftur minnkandi og því full ástæða til að halda uppteknum hætti við að reyna að vernda ósonlagið fyrir skaðlegum efnum. Fyrr í mánuðinum mældist gatið 28,2 milljónir ferkílómetra að stærð, sem er meira en flatarmál Kanada og Rússlands til samans og er nýtt met. Árni Sigurðsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir flesta sammála um að almennt aukist styrkur ósonlagsins frá því sem áður var. Gat myndast þó í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu á hverju ári. Það er rakið til kulda í heiðhvolfinu yfir Suðurskautslandinu, en í ár var kaldara en í meðalári. „Þess vegna eyðist meira óson en það er bara tímabundið. Þegar er svona kuldi þéttist meiri raki og það myndast glitský í heiðhvolfinu og það er í tengslum við þessi ský sem ósoneyðingin á sér stað.“Ósonlagið yfir Reykjavík hefur þykknað síðastliðin ár samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands. Vísir/StefánÁrni er á meðal þeirra sem fylgjast með ósonlaginu yfir Reykjavík. Hann segir starfsmenn Veðurstofu Íslands ekki sjá annað en að ósonlagið yfir höfuðborginni sé að þykkna aftur. Það sé hins vegar ekki alveg jafn þykkt og það var áður en eyðingin hófst á áttunda áratug síðustu aldar. „Það er ekki alveg komið í það sama og það var en það nálgast það. Frá árinu 2000 höfum við sérstaklega tekið eftir breytingu, þetta er jafnt og þétt að þykkna aftur.“
Veður Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira