Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves náði hápunkti í gær. Þúsundir sóttu hátíðina, sem var afar vel heppnuð, líkt og undanfarin ár. Þegar hafa hundruð listamanna troðið upp um bæinn þveran og endilangan, en hátíðinni lýkur formlega í dag.
Andri Marinó, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, leit við á hátíðinni í gær og tók nokkrar myndir af gestum og gangandi. Þær má sjá í myndaalbúminu hér fyrir neðan.