Fjórum meðlimum vélhjólagengis á Norðurlöndum var vísað úr landi í dag af Útlendingastofnun.
DV greinir frá því að mennirnir séu meðlimir í mótórhjólagengingu Bandidos en Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum vildi ekki staðfesta í samtali við Vísi að þeir væru í Bandidos, eingöngu að þeir væru meðlimir í mótórhjólagengi á Norðurlöndunum.
Mennirnir sem komu frá einu Norðurlandanna komiu til landsins í gær en var vísað úr landi með skírskotun til allsherjarreglu og almannaöryggis.
Fjórum meðlimum Bandidos vísað úr landi
Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
