Margrét Lára: Get stýrt álaginu betur á Íslandi | Ætlum að berjast um titla Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. nóvember 2015 12:45 Margrét Lára í landsleik á dögunum. Vísir/Vilhelm „Það er auðvitað ákveðinn léttir að þetta sé komið á hreint. Ég valdi á endanum Val því ég taldi það henta best eins og staðan er í dag,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, markadrottningin, þegar Vísir heyrði í henni í dag. Margrét Lára skrifaði undir tveggja ára samning við Val í gær en hún snýr aftur í Valstreyjuna eftir sjö ár í atvinnumennsku. Á hún að baki 124 leiki í öllum keppnum á Íslandi en í þeim hefur hún skorað 198 mörk. Þá er Margrét Lára markahæsti leikmaður A-landsliðsins frá upphafi en hún hefur skorað 75 mörk í 102 leikjum fyrir Íslands hönd. „Þetta er búið að vera mikill höfuðverkur en jákvæður, undanfarna daga, að finna út úr því hvaða lið ætti að vera fyrir valinu. Þetta er stór ákvörðun að koma heim og ég varð að velja stað sem myndi henta mér og minni fjölskyldu best.“ Margrét Lára segir að það hafi verið erfitt að segja nei við uppeldisfélagið en hún er frá Vestmannaeyjum steig fyrstu skrefin í fótboltanum með ÍBV. „Það var erfitt og það braut í mér hjartað að þurfa að neita þeim en svona er þetta í boltanum. Maður verður að velja og hafna en ég útiloka ekki að spila með þeim einn daginn. Ég er hinsvegar mjög sátt með þessa niðurstöðu, ég lék áður fyrr með Val og mér leið mjög vel hér,“ sagði Margrét Lára sem staðfesti að hún hefði rætt við nokkur lið hér á landi. „Ég var í viðræðum við nokkur lið í deildinni og ég gaf þeim það að ég væri opin fyrir því að skoða alla möguleika eins og ég gerði. Það var margt spennandi í boði og mér þykir frábært að sjá hversu miklum framförum kvennaboltinn á Íslandi hefur tekið. Hann er í mikilli sókn og það er mikill metnaður hjá félögunum.“Margrét Lára fagnar hér einu af mörkum sínum er hún lék með Val.Vísir/ValliMargrét Lára hefur glímt við töluvert af meiðslum frá því að hún fór út í atvinnumennsku en hún vonast til þess að þeim kafla sé lokið. „Mér er farið að líða mjög vel. Ein af ástæðunum fyrir því að ég kem heim er til þess að passa betur upp á líkamann. Það er mikil samkeppni í sænsku deildinni, erfiðir leikir og æfingar og álagið mun að einhverju leyti minnka hérna heima og ég get stjórnað því aðeins betur. Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég ákvað að koma heim,“ sagði Margrét en hún á von á erfiðum leikjum í Pepsi-deildinni á næsta ári. „Deildin er búin að vera mjög sterk og það er spennandi að vera að koma aftur til Íslands. Ég hlakka til að byrja og það verður örugglega líkt og í sumar, mörg lið að berjast við topp deildarinnar. Samkeppnin er af hinu góða og það gefur okkur fleiri góða leikmenn og góð lið.“ Þegar Margrét Lára yfirgaf Val á sínum tíma var liðið að berjast um titilinn en í ár þurfti liðið að sætta sig við 7. sæti. „Það er ekkert farið í felur með það að árangur undanfarinna ára hefur ekki verið nægilega góður en það býr mjög mikið í þessu liði. Það eru margir góðir leikmenn þarna og við þurfum að fá alla upp á tærnar og leggja meira á sig. Fyrir mig að ganga til liðs við Val er mikil áskorun því við ætlum að keppast um titla en til þess þurfum við að bæta við fleiri góðum leikmönnum.“ Margrét segist ætla að reyna að miðla af reynslu sinni en hún mun einnig aðstoða að einhverju leyti við þjálfun. „Ég kem inn í þriggja manna þjálfarateymi en ég verð þar til að miðla af minni reynslu og aðstoða þar sem þarf en ég verð fyrst og fremst leikmaður. Það verður gaman fyrir mig að fá að hafa eitthvað að segja en ég mun ekki stýra æfingum né leikjum,“ sagði Margrét. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
„Það er auðvitað ákveðinn léttir að þetta sé komið á hreint. Ég valdi á endanum Val því ég taldi það henta best eins og staðan er í dag,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, markadrottningin, þegar Vísir heyrði í henni í dag. Margrét Lára skrifaði undir tveggja ára samning við Val í gær en hún snýr aftur í Valstreyjuna eftir sjö ár í atvinnumennsku. Á hún að baki 124 leiki í öllum keppnum á Íslandi en í þeim hefur hún skorað 198 mörk. Þá er Margrét Lára markahæsti leikmaður A-landsliðsins frá upphafi en hún hefur skorað 75 mörk í 102 leikjum fyrir Íslands hönd. „Þetta er búið að vera mikill höfuðverkur en jákvæður, undanfarna daga, að finna út úr því hvaða lið ætti að vera fyrir valinu. Þetta er stór ákvörðun að koma heim og ég varð að velja stað sem myndi henta mér og minni fjölskyldu best.“ Margrét Lára segir að það hafi verið erfitt að segja nei við uppeldisfélagið en hún er frá Vestmannaeyjum steig fyrstu skrefin í fótboltanum með ÍBV. „Það var erfitt og það braut í mér hjartað að þurfa að neita þeim en svona er þetta í boltanum. Maður verður að velja og hafna en ég útiloka ekki að spila með þeim einn daginn. Ég er hinsvegar mjög sátt með þessa niðurstöðu, ég lék áður fyrr með Val og mér leið mjög vel hér,“ sagði Margrét Lára sem staðfesti að hún hefði rætt við nokkur lið hér á landi. „Ég var í viðræðum við nokkur lið í deildinni og ég gaf þeim það að ég væri opin fyrir því að skoða alla möguleika eins og ég gerði. Það var margt spennandi í boði og mér þykir frábært að sjá hversu miklum framförum kvennaboltinn á Íslandi hefur tekið. Hann er í mikilli sókn og það er mikill metnaður hjá félögunum.“Margrét Lára fagnar hér einu af mörkum sínum er hún lék með Val.Vísir/ValliMargrét Lára hefur glímt við töluvert af meiðslum frá því að hún fór út í atvinnumennsku en hún vonast til þess að þeim kafla sé lokið. „Mér er farið að líða mjög vel. Ein af ástæðunum fyrir því að ég kem heim er til þess að passa betur upp á líkamann. Það er mikil samkeppni í sænsku deildinni, erfiðir leikir og æfingar og álagið mun að einhverju leyti minnka hérna heima og ég get stjórnað því aðeins betur. Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég ákvað að koma heim,“ sagði Margrét en hún á von á erfiðum leikjum í Pepsi-deildinni á næsta ári. „Deildin er búin að vera mjög sterk og það er spennandi að vera að koma aftur til Íslands. Ég hlakka til að byrja og það verður örugglega líkt og í sumar, mörg lið að berjast við topp deildarinnar. Samkeppnin er af hinu góða og það gefur okkur fleiri góða leikmenn og góð lið.“ Þegar Margrét Lára yfirgaf Val á sínum tíma var liðið að berjast um titilinn en í ár þurfti liðið að sætta sig við 7. sæti. „Það er ekkert farið í felur með það að árangur undanfarinna ára hefur ekki verið nægilega góður en það býr mjög mikið í þessu liði. Það eru margir góðir leikmenn þarna og við þurfum að fá alla upp á tærnar og leggja meira á sig. Fyrir mig að ganga til liðs við Val er mikil áskorun því við ætlum að keppast um titla en til þess þurfum við að bæta við fleiri góðum leikmönnum.“ Margrét segist ætla að reyna að miðla af reynslu sinni en hún mun einnig aðstoða að einhverju leyti við þjálfun. „Ég kem inn í þriggja manna þjálfarateymi en ég verð þar til að miðla af minni reynslu og aðstoða þar sem þarf en ég verð fyrst og fremst leikmaður. Það verður gaman fyrir mig að fá að hafa eitthvað að segja en ég mun ekki stýra æfingum né leikjum,“ sagði Margrét.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti