Heimir: Skoðum um 40 leikmenn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. nóvember 2015 14:15 Vísir/Ernir Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins, segir að leikirnir gegn Póllandi og Slóvakíu síðar í mánuðinum verði notaðir til að gefa ungum leikmönnum tækifæri með liðinu. Fleiri bíða þó enn fyrir utan eftir tækifærinu en það gæti komið í æfingaleikjunum í janúar. Aðeins leikmenn sem spila á Norðurlöndunum og Íslandi verða þó gjaldgengir í þá leiki. „Við fáum ný andlit í þessum leik og líka í janúar. Við reiknum með því að velja rúmlega 40 leikmenn í þessi verkefni sem eru fram undan,“ sagði Heimir á blaðamannafundi KSÍ í dag en þá voru landsliðshóparnir tilkynntir. „Markmiðið er að sýna leikmönnum sem hafa ekki fengið tækifæri að þeir eiga möguleika. Við viljum kveikja aðeins í þeim og sýna sömuleiðis þeim leikmönnum sem hafa verið í liðinu að það er ekki sjálfgefið að þeir haldi sínu sæti.“ „Við viljum gera allt sem við getum svo að hver og einn einstaklingur geti bætt sig fram að sumri.“Sjá einnig: Ungir fá tækifæri í landsliðinu Heimir segir að þeir eldri leikmenn sem hafi verið í kringum landsliðið séu þekktar stærðir og því eru þeir fyrir utan hópinn nú. Í staðinn eru yngri menn valdir sem munu móta landslið framtíðarinnar. „Þetta er framtíðarliðið og ekkert annað að baki ákvörðun okkar að velja þessa leikmenn. Allir sem gátu gefið kost á sér gerðu það.“ Hann reiknar með erfiðum leikjum gegn bæði Póllandi og Slóvakíu. Báðar þjóðir eru komnar á EM og eru erfiðar heim að sækja. Heimir segir að landsliðið muni sem fyrr fara í alla leiki með það að leiðarljósi að vinna en horfa einnig til frammistöðu leikmann á vellinum. „Við reynum að blanda því saman. Það skiptir auðvitað alltaf máli að vinna leikina. En við viljum nota okkar leið til þess og sjá hvernig strákunum gengur að aðlagast okkar leið.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Dagskráin: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Fleiri fréttir „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins, segir að leikirnir gegn Póllandi og Slóvakíu síðar í mánuðinum verði notaðir til að gefa ungum leikmönnum tækifæri með liðinu. Fleiri bíða þó enn fyrir utan eftir tækifærinu en það gæti komið í æfingaleikjunum í janúar. Aðeins leikmenn sem spila á Norðurlöndunum og Íslandi verða þó gjaldgengir í þá leiki. „Við fáum ný andlit í þessum leik og líka í janúar. Við reiknum með því að velja rúmlega 40 leikmenn í þessi verkefni sem eru fram undan,“ sagði Heimir á blaðamannafundi KSÍ í dag en þá voru landsliðshóparnir tilkynntir. „Markmiðið er að sýna leikmönnum sem hafa ekki fengið tækifæri að þeir eiga möguleika. Við viljum kveikja aðeins í þeim og sýna sömuleiðis þeim leikmönnum sem hafa verið í liðinu að það er ekki sjálfgefið að þeir haldi sínu sæti.“ „Við viljum gera allt sem við getum svo að hver og einn einstaklingur geti bætt sig fram að sumri.“Sjá einnig: Ungir fá tækifæri í landsliðinu Heimir segir að þeir eldri leikmenn sem hafi verið í kringum landsliðið séu þekktar stærðir og því eru þeir fyrir utan hópinn nú. Í staðinn eru yngri menn valdir sem munu móta landslið framtíðarinnar. „Þetta er framtíðarliðið og ekkert annað að baki ákvörðun okkar að velja þessa leikmenn. Allir sem gátu gefið kost á sér gerðu það.“ Hann reiknar með erfiðum leikjum gegn bæði Póllandi og Slóvakíu. Báðar þjóðir eru komnar á EM og eru erfiðar heim að sækja. Heimir segir að landsliðið muni sem fyrr fara í alla leiki með það að leiðarljósi að vinna en horfa einnig til frammistöðu leikmann á vellinum. „Við reynum að blanda því saman. Það skiptir auðvitað alltaf máli að vinna leikina. En við viljum nota okkar leið til þess og sjá hvernig strákunum gengur að aðlagast okkar leið.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Dagskráin: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Fleiri fréttir „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Sjá meira