Fólkið á Airwaves: Slepptu þrettándu Coachella-hátíðinni og skelltu sér til Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2015 22:30 Hjónin Brandon Lopez og Meishya Yang frá Kaliforníu lofa land og þjóð. Vísir/KTD Hjónin Brandon Lopez og Meishya Yang frá Kaliforníu í Bandaríkjunum eru í fyrsta skipti á Íslandi og láta vel af dvöl sinni hér á landi. Þau eru miklir tónlistarspekúlantar og hlakka til Iceland Airwaves. „Ég vissi ekkert á hverju ég átti von og trúi varla hve þægilegt það var að koma hingað og njóta lífsins í svo fallegu og gestrisnu landi,“ segir Brandon uppnuminn. Þau lentu á mánudagsmorgun og skelltu sér beint í Bláa lónið. „Við vorum í heitu vatninu og sáum sólina rísa. Þetta var hin fullkomna leið til að slaka á eftir langt flug,“ segir Meishya. Í framhaldinu tók flugþreytan yfir og við tók góður blundur.Vök spilaði Hörpu í gærkvöldi og þangað mættu Barndon og Meishya.Vök @ Harpa SilfurbergPosted by Iceland Airwaves Music Festival on Wednesday, November 4, 2015Allir að pæla í tónlistinni Hjónakornin eru búin að fara í skipulagða ferð um Suðurlandið auk þess að rölta um Reykjavík og kynnast höfuðborginni.„Landslagið hérna er stórkostlegt,“ segja þau og minnast sérstaklega á fossana og ströndina. Meishya segist hafa kynnt sér landið nokkuð vel áður en þau komu hingað. „Við eigum vini sem hafa farið á Airwaves og þau fullyrtu að þetta væri skemmtilegasta tónlistarhátíð sem þau hefðu farið á. Það tók þau ekki langan tíma að sannfæra okkur,“ segir Meishya. Brandon segir að vel megi flokka þau hjónin sem tónlistarnörd og hér séu þau á heimavelli. Þau fari til að mynda árlega á Coachella tónlistarhátíðina í Palm Springs. „Við höfum líklega farið á hverju ári tólf ár í röð. Nú ákváðum við að breyta til. Ég er mjög ánægður með að við gerðum það,“ segir Brandon. Coachella sé orðin meiri partýhátíð en hérna séu allir að pæla í tónlistinni. „Ég elska það!“Frá Coachella-hátíðinni í apríl.Posted by Coachella on Sunday, April 19, 2015Hið fullkomna plan í vinnslu Kanarnir voru á leiðinni á tónleika með Vök í Hörpu í gærkvöldi og voru mjög spennt fyrir sveitinni. Þá ætla þau líka að sjá Sóley, Beach House og FM Belfast.„Fólk hefur líka mælt með því að sjá Retro Stefson svo við hlökkum til þess.“ Þau segjast elska blönduna af hljómsveitum sem sé að finna á Airwaves. Tónlist úr öllum áttum, bæði íslensk tónlist sem hitti í mark hjá þeim en einnig flottar erlendar sveitir. Blandan sé fullkomin fyrir tónlistarsnobbara segja þau hlæjandi.Sóley spilaði fyrir fullu húsi á Slippbarnum í dag.Sóley in a packed Slippbarinn during our off venue programme.Posted by Iceland Airwaves Music Festival on Thursday, November 5, 2015Aðspurð hvort þau séu komin með hið fullkomna skipulag fyrir tónleikahátíðina segist Meishya hafa gert tilraun til þess. Hún hafi miðað við að þau hefðu alltaf klukkutíma til að komast á milli staða. Hún sé þó ekki viss um að það dugi. „Ég er með nokkur bönd sem við ætlum alls ekki að missa af. Svo ræðst hitt bara,“ segir hún og lofar dvölina til þessa líkt og Brandon.Iceland Airwaves hófst í gær og stendur fram á sunnudag. 240 listamenn koma fram á 293 tónleikum á þrettán stöðum. Gestir verða um 9000 en löngu er uppselt á hátíðina. Þá fer mikill fjöldi tónleika fram utan dagskrár, svokölluð „off venue“ dagskrá. Ókeypis er inn á viðburði hennar.Dagskrána má sjá hér. Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: Mættir á Tinder en hafa áhyggjur af vaxtarlagi íslenskra kvenna "Ég er líklega búinn að fá 20 match á síðustu 20 tímum. Eitt á klukkutíma,“ segir Austurríkismaðurinn Peter Kreyci. 5. nóvember 2015 15:15 Sjáðu Reykjavíkurdætur fara á kostum á Airwaves Reykjavíkurdætur gerðu allt vitlaust þegar þær komu fram á Iceland Airwaves á NASA í gærkvöldi. 5. nóvember 2015 14:27 Fólkið á Airwaves: 24 tímum frá því að þruma peningum inn á Icesave "Við erum vegan og Reykjavík er frábær borg fyrir okkur hvað það varðar,“ segir parið Chris Foster og Neil Hopkins. 4. nóvember 2015 22:42 Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira
Hjónin Brandon Lopez og Meishya Yang frá Kaliforníu í Bandaríkjunum eru í fyrsta skipti á Íslandi og láta vel af dvöl sinni hér á landi. Þau eru miklir tónlistarspekúlantar og hlakka til Iceland Airwaves. „Ég vissi ekkert á hverju ég átti von og trúi varla hve þægilegt það var að koma hingað og njóta lífsins í svo fallegu og gestrisnu landi,“ segir Brandon uppnuminn. Þau lentu á mánudagsmorgun og skelltu sér beint í Bláa lónið. „Við vorum í heitu vatninu og sáum sólina rísa. Þetta var hin fullkomna leið til að slaka á eftir langt flug,“ segir Meishya. Í framhaldinu tók flugþreytan yfir og við tók góður blundur.Vök spilaði Hörpu í gærkvöldi og þangað mættu Barndon og Meishya.Vök @ Harpa SilfurbergPosted by Iceland Airwaves Music Festival on Wednesday, November 4, 2015Allir að pæla í tónlistinni Hjónakornin eru búin að fara í skipulagða ferð um Suðurlandið auk þess að rölta um Reykjavík og kynnast höfuðborginni.„Landslagið hérna er stórkostlegt,“ segja þau og minnast sérstaklega á fossana og ströndina. Meishya segist hafa kynnt sér landið nokkuð vel áður en þau komu hingað. „Við eigum vini sem hafa farið á Airwaves og þau fullyrtu að þetta væri skemmtilegasta tónlistarhátíð sem þau hefðu farið á. Það tók þau ekki langan tíma að sannfæra okkur,“ segir Meishya. Brandon segir að vel megi flokka þau hjónin sem tónlistarnörd og hér séu þau á heimavelli. Þau fari til að mynda árlega á Coachella tónlistarhátíðina í Palm Springs. „Við höfum líklega farið á hverju ári tólf ár í röð. Nú ákváðum við að breyta til. Ég er mjög ánægður með að við gerðum það,“ segir Brandon. Coachella sé orðin meiri partýhátíð en hérna séu allir að pæla í tónlistinni. „Ég elska það!“Frá Coachella-hátíðinni í apríl.Posted by Coachella on Sunday, April 19, 2015Hið fullkomna plan í vinnslu Kanarnir voru á leiðinni á tónleika með Vök í Hörpu í gærkvöldi og voru mjög spennt fyrir sveitinni. Þá ætla þau líka að sjá Sóley, Beach House og FM Belfast.„Fólk hefur líka mælt með því að sjá Retro Stefson svo við hlökkum til þess.“ Þau segjast elska blönduna af hljómsveitum sem sé að finna á Airwaves. Tónlist úr öllum áttum, bæði íslensk tónlist sem hitti í mark hjá þeim en einnig flottar erlendar sveitir. Blandan sé fullkomin fyrir tónlistarsnobbara segja þau hlæjandi.Sóley spilaði fyrir fullu húsi á Slippbarnum í dag.Sóley in a packed Slippbarinn during our off venue programme.Posted by Iceland Airwaves Music Festival on Thursday, November 5, 2015Aðspurð hvort þau séu komin með hið fullkomna skipulag fyrir tónleikahátíðina segist Meishya hafa gert tilraun til þess. Hún hafi miðað við að þau hefðu alltaf klukkutíma til að komast á milli staða. Hún sé þó ekki viss um að það dugi. „Ég er með nokkur bönd sem við ætlum alls ekki að missa af. Svo ræðst hitt bara,“ segir hún og lofar dvölina til þessa líkt og Brandon.Iceland Airwaves hófst í gær og stendur fram á sunnudag. 240 listamenn koma fram á 293 tónleikum á þrettán stöðum. Gestir verða um 9000 en löngu er uppselt á hátíðina. Þá fer mikill fjöldi tónleika fram utan dagskrár, svokölluð „off venue“ dagskrá. Ókeypis er inn á viðburði hennar.Dagskrána má sjá hér.
Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: Mættir á Tinder en hafa áhyggjur af vaxtarlagi íslenskra kvenna "Ég er líklega búinn að fá 20 match á síðustu 20 tímum. Eitt á klukkutíma,“ segir Austurríkismaðurinn Peter Kreyci. 5. nóvember 2015 15:15 Sjáðu Reykjavíkurdætur fara á kostum á Airwaves Reykjavíkurdætur gerðu allt vitlaust þegar þær komu fram á Iceland Airwaves á NASA í gærkvöldi. 5. nóvember 2015 14:27 Fólkið á Airwaves: 24 tímum frá því að þruma peningum inn á Icesave "Við erum vegan og Reykjavík er frábær borg fyrir okkur hvað það varðar,“ segir parið Chris Foster og Neil Hopkins. 4. nóvember 2015 22:42 Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira
Fólkið á Airwaves: Mættir á Tinder en hafa áhyggjur af vaxtarlagi íslenskra kvenna "Ég er líklega búinn að fá 20 match á síðustu 20 tímum. Eitt á klukkutíma,“ segir Austurríkismaðurinn Peter Kreyci. 5. nóvember 2015 15:15
Sjáðu Reykjavíkurdætur fara á kostum á Airwaves Reykjavíkurdætur gerðu allt vitlaust þegar þær komu fram á Iceland Airwaves á NASA í gærkvöldi. 5. nóvember 2015 14:27
Fólkið á Airwaves: 24 tímum frá því að þruma peningum inn á Icesave "Við erum vegan og Reykjavík er frábær borg fyrir okkur hvað það varðar,“ segir parið Chris Foster og Neil Hopkins. 4. nóvember 2015 22:42