Fullyrt að Benzema hafi játað sök | Ákæra gefn út Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. nóvember 2015 12:45 Benzema, sem er hér hvítklæddur, eftir handtökuna í gær. Vísir/AFP Karim Benzema hefur samkvæmt frönskum fjölmiðlum játað aðild sína að fjárkúgunarmáli tengdu kynlífsmynbandi með franska knattspyrnumanninum Mathieu Valbuena. Benzema var hantekinn í gærmorgun og mun hafa gist fangaklefa í nótt samkvæmt fjölmiðlum ytra. Honum er gefið að sök að hafa tekið þátt í því að beita Valbuena fjárkúgun með því að hóta að setja kynlífsmyndband með honum í dreifingu. Benzema verður samkvæmt fréttum ytra leiddur fyrir dóm í dag þar sem framhaldið verður ákveðið. Áður hafði lögmaður hans stigið fram í fjölmiðlum og lýst yfir sakleysi skjólstæðings síns. Sjá einnig: Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar Annar franskur knattspyrnumaður, Djibril Cisse, mun eiga hlut að máli og var handtekinn í síðasta mánuði. Hann lagði nýverið skóna á hilluna en Benzema leikur með Real Madrid á Spáni. Hann er þó að glíma við meiðsli þessa stundina. „Karim vill binda endi á allt það umstang sem hefur fylgt þessu máli. Hann á engan þátt í því,“ sagði lögmaður hans, Sylvain Cormier, í samtali við frönsku fréttastofuna AFP. „Þegar nafn hans var fyrst nefnt í blöðunum gerði Karim öllum ljóst að hann væri reiðubúinn að hjálpa rannsakendum eins mikið og hann getur.“ „Karim fór til Versailles til að svara nokkrum spurningum en hann hefur ekkert rangt gert og hefur ekkert að fela. Hann er ánægður með að geta loks bundið enda á þetta erfiða mál.“ Eftir handtöku Cisse var honum sleppt úr haldi. Hann hefur ekki enn verið ákærður. Uppfært 13.00: Samkvæmt fréttum í Frakklandi hefur Karim Benzema verið ákærður fyrir aðild sína að málinu. Fótbolti Fjárkúgunarmál Karims Benzema Frakkland Tengdar fréttir Cisse handtekinn í fjárkúgunarmáli Fyrrum framherji Liverpool, Djibril Cisse, hefur verið handtekinn. 13. október 2015 11:13 Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar Franska fréttastofan AFP segir að Real Madrid-stjarnan sé flæktur í fjárkúgunarmál tengt kynlífsmyndbandi franskrar knattspyrnustjörnu. 4. nóvember 2015 09:51 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Sjá meira
Karim Benzema hefur samkvæmt frönskum fjölmiðlum játað aðild sína að fjárkúgunarmáli tengdu kynlífsmynbandi með franska knattspyrnumanninum Mathieu Valbuena. Benzema var hantekinn í gærmorgun og mun hafa gist fangaklefa í nótt samkvæmt fjölmiðlum ytra. Honum er gefið að sök að hafa tekið þátt í því að beita Valbuena fjárkúgun með því að hóta að setja kynlífsmyndband með honum í dreifingu. Benzema verður samkvæmt fréttum ytra leiddur fyrir dóm í dag þar sem framhaldið verður ákveðið. Áður hafði lögmaður hans stigið fram í fjölmiðlum og lýst yfir sakleysi skjólstæðings síns. Sjá einnig: Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar Annar franskur knattspyrnumaður, Djibril Cisse, mun eiga hlut að máli og var handtekinn í síðasta mánuði. Hann lagði nýverið skóna á hilluna en Benzema leikur með Real Madrid á Spáni. Hann er þó að glíma við meiðsli þessa stundina. „Karim vill binda endi á allt það umstang sem hefur fylgt þessu máli. Hann á engan þátt í því,“ sagði lögmaður hans, Sylvain Cormier, í samtali við frönsku fréttastofuna AFP. „Þegar nafn hans var fyrst nefnt í blöðunum gerði Karim öllum ljóst að hann væri reiðubúinn að hjálpa rannsakendum eins mikið og hann getur.“ „Karim fór til Versailles til að svara nokkrum spurningum en hann hefur ekkert rangt gert og hefur ekkert að fela. Hann er ánægður með að geta loks bundið enda á þetta erfiða mál.“ Eftir handtöku Cisse var honum sleppt úr haldi. Hann hefur ekki enn verið ákærður. Uppfært 13.00: Samkvæmt fréttum í Frakklandi hefur Karim Benzema verið ákærður fyrir aðild sína að málinu.
Fótbolti Fjárkúgunarmál Karims Benzema Frakkland Tengdar fréttir Cisse handtekinn í fjárkúgunarmáli Fyrrum framherji Liverpool, Djibril Cisse, hefur verið handtekinn. 13. október 2015 11:13 Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar Franska fréttastofan AFP segir að Real Madrid-stjarnan sé flæktur í fjárkúgunarmál tengt kynlífsmyndbandi franskrar knattspyrnustjörnu. 4. nóvember 2015 09:51 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Sjá meira
Cisse handtekinn í fjárkúgunarmáli Fyrrum framherji Liverpool, Djibril Cisse, hefur verið handtekinn. 13. október 2015 11:13
Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar Franska fréttastofan AFP segir að Real Madrid-stjarnan sé flæktur í fjárkúgunarmál tengt kynlífsmyndbandi franskrar knattspyrnustjörnu. 4. nóvember 2015 09:51