Enski boltinn

Mourinho hrærður yfir móttökum stuðningsmanna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Það var afar vel fylgst með Jose Mourinho í gær.
Það var afar vel fylgst með Jose Mourinho í gær. Vísir/Getty
Jose Mourinho var hrærður yfir þeim móttökum sem hann fékk þegar Chelsea mætti Dynamo Kiev í Meistaradeild Evrópu í gær.

Chelsea vann þá mikilvægan 2-1 sigur en Willian skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu undir lok leiksins. Chelsea hefur tapað sex af fyrstu ellefu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og tap í gær hefði gert Mourinho enn erfiðara fyrir.

Sjá einnig: Willian með frábært sigurmark fyrir Chelsea | Sjáið mörkin

Portúgalski stjórinn sagði að það hefði verið frábært að heyra stuðningsmenn syngja nafn hans frá fyrstu mínútu leiksins til þeirrar síðustu.

„Þetta var mitt augnablik, því þetta var ótrúlegt,“ sagði Mourinho á blaðamannafundi eftir leikinn í gær. „Um leið og ég kom til baka til félagsins [árið 2013] fann ég hversu vel félagið og stuðningsmenn tóku á móti mér.“

„En það er ekki hægt að bera það saman við það sem við upplifðum í dag því úrslit leikja hafa ekki verið góð og þið [fjölmiðlamenn] hafið verið að fara fram á að ég fari.“

Sjá einnig: Mourinho: Engin leikmannabylting

„Stuðningsmenn lesa blöðin. Þeir horfa á sjónvarpið, hlusta á sérfræðingana og lesa bloggsíður. Það var ótrúlegt að hlusta á skilaboð stuðningsmannanna í dag. Í dag sögðu þeir „við viljum halda þér hér“ og líklega vilja þeir segja við ykkur að þið eigið að leyfa mér að sinna mínu starfi.“

Mourinho segist afar þakklátur fyrir stuðninginn og að hann ætli að endurgjalda hann með því að gefa allt sem hann á í starfið sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×