Fræðsludagskrá fyrir listamenn á Airwaves Gunnar Leó Pálsson skrifar 5. nóvember 2015 09:00 Sigtryggur Baldursson segir fræðsludagskrána geta verið ákaflega mikilvæga fyrir listamenn. vísir/gva Í fyrsta sinn í sögu Iceland Airwaves-hátíðarinnar fer nú fram svokölluð fræðsludagskrá meðfram hátíðinni, sem er hugsað fyrir tónlistarmenn sem vilja kynna sér hinar ýmsu hliðar tónlistargeirans. „Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á svona. Við verðum í Petersen svítunni sem er efsta hæðin í Gamla bíói og verður það svæði hugsað fyrir þá listamenn sem koma fram á hátíðinni, fjölmiðlafólkið og allt bransafólkið, þar sem allt þetta fólk getur hangið saman og blandað geði,“ segir Sigtryggur Baldursson, tónlistarmaður og framkvæmdastjóri Útóns. Á þessu sama svæði fer einnig fram fræðsludagskrá um hin ýmsu málefni tengd tónlistarbransanum og segir Sigtryggur þessa fræðsludagskrá geta verið einkar mikilvæga fyrir listamenn sem vilja koma sköpun sinni á framfæri. „Þetta er í raun eingöngu fyrir þá sem eru með listamannsarmband og pressuarmband og darling-armband en við ætlum samt að gefa armbönd á þessa fræðslufundi því við viljum fá fólk til að koma og ég vil hvetja fólk til að kíkja eitthvað á þetta því þetta er dýrmætt fræðsluefni fyrir músíkbransann,“ segir Sigtryggur. Fræðslufundirnir hefjast í dag og verða fram á laugardag. Á meðal fyrirlesara eru Heather Kolker, umboðsmaður Of Monsters and Men, Simon Raymonde, eigandi plötufyrirtækisins Bella Union, María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs, og fjöldinn allur af fólki frá hinum ýmsu stöðum í tónlistarbransanum. „Þetta verða fyrirlestrar, pallborðsumræður og spjall, þannig að fólk getur spurt spurninga og fræðst um hvað allt þetta fólk er að gera.“ Þeir sem hafa áhuga á þessari fræðslu en eru ekki með armband sem gefur aðgang geta fengið armband með því að hafa samband við Útón. Airwaves Mest lesið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Klökknar enn við tilhugsun um fjölskylduna sem bjargaði honum Lífið Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira
Í fyrsta sinn í sögu Iceland Airwaves-hátíðarinnar fer nú fram svokölluð fræðsludagskrá meðfram hátíðinni, sem er hugsað fyrir tónlistarmenn sem vilja kynna sér hinar ýmsu hliðar tónlistargeirans. „Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á svona. Við verðum í Petersen svítunni sem er efsta hæðin í Gamla bíói og verður það svæði hugsað fyrir þá listamenn sem koma fram á hátíðinni, fjölmiðlafólkið og allt bransafólkið, þar sem allt þetta fólk getur hangið saman og blandað geði,“ segir Sigtryggur Baldursson, tónlistarmaður og framkvæmdastjóri Útóns. Á þessu sama svæði fer einnig fram fræðsludagskrá um hin ýmsu málefni tengd tónlistarbransanum og segir Sigtryggur þessa fræðsludagskrá geta verið einkar mikilvæga fyrir listamenn sem vilja koma sköpun sinni á framfæri. „Þetta er í raun eingöngu fyrir þá sem eru með listamannsarmband og pressuarmband og darling-armband en við ætlum samt að gefa armbönd á þessa fræðslufundi því við viljum fá fólk til að koma og ég vil hvetja fólk til að kíkja eitthvað á þetta því þetta er dýrmætt fræðsluefni fyrir músíkbransann,“ segir Sigtryggur. Fræðslufundirnir hefjast í dag og verða fram á laugardag. Á meðal fyrirlesara eru Heather Kolker, umboðsmaður Of Monsters and Men, Simon Raymonde, eigandi plötufyrirtækisins Bella Union, María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs, og fjöldinn allur af fólki frá hinum ýmsu stöðum í tónlistarbransanum. „Þetta verða fyrirlestrar, pallborðsumræður og spjall, þannig að fólk getur spurt spurninga og fræðst um hvað allt þetta fólk er að gera.“ Þeir sem hafa áhuga á þessari fræðslu en eru ekki með armband sem gefur aðgang geta fengið armband með því að hafa samband við Útón.
Airwaves Mest lesið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Klökknar enn við tilhugsun um fjölskylduna sem bjargaði honum Lífið Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira