BL hefur selt 3.020 bíla fyrstu 10 mánuði ársins Finnur Thorlacius skrifar 4. nóvember 2015 14:50 Hyundai er söluhæsta merki BL það sem af er ári. Bifreiðaumboðið BL ehf. seldi 3020 fólks- og sendibíla fyrstu tíu mánuði ársins sem er aukning um 970 bíla miðað við sama tímabil í fyrra þegar umboðið seldi 2050 bíla á tímabilinu. Þetta kemur fram í skráningartölum Samgöngustofu. BL er fyrsta bílaumboðið til að rjúfa þrjú þúsund bíla múrinn frá hruni. Söluhæsta merkið hjá BL það sem af er ári er Hyundai, í öðru sæti Renault og Nissan í því þriðja en þessi merki voru með tæp 69% sölu fyrirtækisins fyrstu tíu mánuði ársins. Önnur merki BL mega einnig vel við una, ekki síst Dacia með vel á fjórða hundrað selda bíla og 133% aukningu, og einnig lúxusbílarnir frá Jaguar Land Rover og BMW sem eru með rúmlega 34% hlutdeild á lúxusbílamarkaði. Þá hefur sala á Subaru aukist um 91% frá sama tíma 2014, sem einkum er rakið til mikilla vinsælda hins nýja og endurhannaða Outback. Heildarmarkaður í sölu nýrra fólks- og sendibíla á landinu jókst um 42% fyrstu tíu mánuðina miðað við sama tímabil 2014. Á sama tíma jókst markaðshlutdeild BL um 47%, eða 5 prósentum meira en markaðurinn í heild.100% aukning til bílaleiga það sem af er seinni árshelmingiÁ sama tíma og heildarmarkaður í sölu nýrra fólks- og sendibíla jókst um 42% jókst sala bifreiðaumboða landsins til bílaleiganna um 35% miðað við sama tímabil í fyrra. Sé hins vegar einungis litið til síðari hluta ársins (júlí til og með október) sést að nýskráningar á bílaleigubílum eru 100% fleiri á tímabilinu heldur en á sama tíma 2014. Alls voru skráðir 572 bílaleigubílar í júlí, ágúst, september og október en 286 á sama tíma í fyrra. Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent
Bifreiðaumboðið BL ehf. seldi 3020 fólks- og sendibíla fyrstu tíu mánuði ársins sem er aukning um 970 bíla miðað við sama tímabil í fyrra þegar umboðið seldi 2050 bíla á tímabilinu. Þetta kemur fram í skráningartölum Samgöngustofu. BL er fyrsta bílaumboðið til að rjúfa þrjú þúsund bíla múrinn frá hruni. Söluhæsta merkið hjá BL það sem af er ári er Hyundai, í öðru sæti Renault og Nissan í því þriðja en þessi merki voru með tæp 69% sölu fyrirtækisins fyrstu tíu mánuði ársins. Önnur merki BL mega einnig vel við una, ekki síst Dacia með vel á fjórða hundrað selda bíla og 133% aukningu, og einnig lúxusbílarnir frá Jaguar Land Rover og BMW sem eru með rúmlega 34% hlutdeild á lúxusbílamarkaði. Þá hefur sala á Subaru aukist um 91% frá sama tíma 2014, sem einkum er rakið til mikilla vinsælda hins nýja og endurhannaða Outback. Heildarmarkaður í sölu nýrra fólks- og sendibíla á landinu jókst um 42% fyrstu tíu mánuðina miðað við sama tímabil 2014. Á sama tíma jókst markaðshlutdeild BL um 47%, eða 5 prósentum meira en markaðurinn í heild.100% aukning til bílaleiga það sem af er seinni árshelmingiÁ sama tíma og heildarmarkaður í sölu nýrra fólks- og sendibíla jókst um 42% jókst sala bifreiðaumboða landsins til bílaleiganna um 35% miðað við sama tímabil í fyrra. Sé hins vegar einungis litið til síðari hluta ársins (júlí til og með október) sést að nýskráningar á bílaleigubílum eru 100% fleiri á tímabilinu heldur en á sama tíma 2014. Alls voru skráðir 572 bílaleigubílar í júlí, ágúst, september og október en 286 á sama tíma í fyrra.
Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent