„Snýst um að leiðrétta gríðarlegt óréttlæti“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 4. nóvember 2015 12:35 Heiða Kristín Helgadóttir. vísir/stefán Fimmtán þingmenn allra stjórnarandstöðuflokka á Alþingi hafa óskað eftir því að rannsókn fari fram á vinnuhælinu á Kleppjárnsreykjum og aðgerðum yfirvalda gegn samskiptum íslenskra stúlkna við erlenda hermenn í kjölfar hernámsins árið 1940. Starfsemin á Kleppjárnsreykjum hefur verið talsvert til umræðu undanfarið, meðal annars í tengslum við nýja heimildamynd sem fjallar um ungar íslenskar konur sem voru fordæmdar í dagblöðum og margar sendar á vinnuhælið fyrir að hafa haft samneyti við setulið Bandaríkjahers. Þingmennirnir leggja til að forsætisráðherra verði falið að setja vistheimilisnefnd erindisbréf þess efnis að nefndin kanni starfsemi vinnuhælisins á árunum 1942 til 1943. Þá vilja þeir að lögð verði áhersla á hvort mannréttindabrot hafi verið framin af hálfu íslenskra yfirvalda.Gríðarlegt óréttlæti „Samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir voru allavega fjórtán stúlkur dæmdar í einhvers konar nauðungavist vegna samskipta við hermenn. Þetta snýst fyrst og fremst um það að leiðrétta það sem ég held að allir flutningsmenn séu sammála um að sé gríðarlegt óréttlæti og opna upp einhverja áratugagamla skömm sem þessar konur fá sannarlega að upplifa á sínum tíma og jafnvel enn þá," segir Heiða Kristín Helgadóttir þingmaður Bjartrar framtíðar og fyrsti flutningsmaður þingsláyktunartillögunnar. Hún segir að enn eimi af fordómum í garð þeirra kvenna sem voru viðfangsefni þessara rannsókna og jafnvel sætti frelsisviptingu í kjölfarið. Sumar þeirra séu enn á lífi og mikilvægt sé að þeim verði opinber afsökunarbeiðni.Skipulegustu persónunjósnir Íslandssögunnar „Í sjálfu sér var aldrei hægt að laga neitt svona sem gerðist fyrir mörgum áratugum síðan og það verður aldrei hægt að bæta upp fyrir það eða gefa þessum konum til baka þá sjálfsvirðingu sem þær eiga skilið eins og allir. En það er allavega eitthvað í því ferli að viðurkenna að það hafi verið brotið á manni, sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir þá sem verða fyrir því áfalli að vera brotnir með þessum hætti, sérstaklega svona skipulögðum hætti. Fræðimenn hafa orðað þetta sem svo að þetta hafi verið skipulegustu persónunjósnir sem framkvæmdar hafa verið hér." Þá sé mikilvægt að draga lærdóm af málinu. „Ég man alveg eftir þessari umræðu enn þá þegar ég var sjálf að læra í skóla þá var þetta bara orð sem manni var kennt sem einhvers konar hluta af sögunni; ástandsstúlkur og kanamellur. Eins og það væri bara allt í lagi," segir Heiða Kristín og bætir við að þetta sé henni hjartans mál. „Hver getur ekki orðið ástfanginn af einhverjum sem er ekki pólitískt rétt að maður sé ástfanginn af. Hjartað vill bara það sem hjartað vill."Þingsályktunartillöguna má lesa í heild hér. Alþingi Tengdar fréttir Leggja fram tillögu um rannsókn á Kleppjárnsreykjum Fimmtán þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna vilja rannsaka hvort íslensk yfirvöld hafi framið mannréttindabrot á tímum hernámsins. 3. nóvember 2015 23:34 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Fleiri fréttir Ríkið sýknað að mestu í BK-44 málinu Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Sjá meira
Fimmtán þingmenn allra stjórnarandstöðuflokka á Alþingi hafa óskað eftir því að rannsókn fari fram á vinnuhælinu á Kleppjárnsreykjum og aðgerðum yfirvalda gegn samskiptum íslenskra stúlkna við erlenda hermenn í kjölfar hernámsins árið 1940. Starfsemin á Kleppjárnsreykjum hefur verið talsvert til umræðu undanfarið, meðal annars í tengslum við nýja heimildamynd sem fjallar um ungar íslenskar konur sem voru fordæmdar í dagblöðum og margar sendar á vinnuhælið fyrir að hafa haft samneyti við setulið Bandaríkjahers. Þingmennirnir leggja til að forsætisráðherra verði falið að setja vistheimilisnefnd erindisbréf þess efnis að nefndin kanni starfsemi vinnuhælisins á árunum 1942 til 1943. Þá vilja þeir að lögð verði áhersla á hvort mannréttindabrot hafi verið framin af hálfu íslenskra yfirvalda.Gríðarlegt óréttlæti „Samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir voru allavega fjórtán stúlkur dæmdar í einhvers konar nauðungavist vegna samskipta við hermenn. Þetta snýst fyrst og fremst um það að leiðrétta það sem ég held að allir flutningsmenn séu sammála um að sé gríðarlegt óréttlæti og opna upp einhverja áratugagamla skömm sem þessar konur fá sannarlega að upplifa á sínum tíma og jafnvel enn þá," segir Heiða Kristín Helgadóttir þingmaður Bjartrar framtíðar og fyrsti flutningsmaður þingsláyktunartillögunnar. Hún segir að enn eimi af fordómum í garð þeirra kvenna sem voru viðfangsefni þessara rannsókna og jafnvel sætti frelsisviptingu í kjölfarið. Sumar þeirra séu enn á lífi og mikilvægt sé að þeim verði opinber afsökunarbeiðni.Skipulegustu persónunjósnir Íslandssögunnar „Í sjálfu sér var aldrei hægt að laga neitt svona sem gerðist fyrir mörgum áratugum síðan og það verður aldrei hægt að bæta upp fyrir það eða gefa þessum konum til baka þá sjálfsvirðingu sem þær eiga skilið eins og allir. En það er allavega eitthvað í því ferli að viðurkenna að það hafi verið brotið á manni, sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir þá sem verða fyrir því áfalli að vera brotnir með þessum hætti, sérstaklega svona skipulögðum hætti. Fræðimenn hafa orðað þetta sem svo að þetta hafi verið skipulegustu persónunjósnir sem framkvæmdar hafa verið hér." Þá sé mikilvægt að draga lærdóm af málinu. „Ég man alveg eftir þessari umræðu enn þá þegar ég var sjálf að læra í skóla þá var þetta bara orð sem manni var kennt sem einhvers konar hluta af sögunni; ástandsstúlkur og kanamellur. Eins og það væri bara allt í lagi," segir Heiða Kristín og bætir við að þetta sé henni hjartans mál. „Hver getur ekki orðið ástfanginn af einhverjum sem er ekki pólitískt rétt að maður sé ástfanginn af. Hjartað vill bara það sem hjartað vill."Þingsályktunartillöguna má lesa í heild hér.
Alþingi Tengdar fréttir Leggja fram tillögu um rannsókn á Kleppjárnsreykjum Fimmtán þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna vilja rannsaka hvort íslensk yfirvöld hafi framið mannréttindabrot á tímum hernámsins. 3. nóvember 2015 23:34 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Fleiri fréttir Ríkið sýknað að mestu í BK-44 málinu Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Sjá meira
Leggja fram tillögu um rannsókn á Kleppjárnsreykjum Fimmtán þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna vilja rannsaka hvort íslensk yfirvöld hafi framið mannréttindabrot á tímum hernámsins. 3. nóvember 2015 23:34
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent