„Snýst um að leiðrétta gríðarlegt óréttlæti“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 4. nóvember 2015 12:35 Heiða Kristín Helgadóttir. vísir/stefán Fimmtán þingmenn allra stjórnarandstöðuflokka á Alþingi hafa óskað eftir því að rannsókn fari fram á vinnuhælinu á Kleppjárnsreykjum og aðgerðum yfirvalda gegn samskiptum íslenskra stúlkna við erlenda hermenn í kjölfar hernámsins árið 1940. Starfsemin á Kleppjárnsreykjum hefur verið talsvert til umræðu undanfarið, meðal annars í tengslum við nýja heimildamynd sem fjallar um ungar íslenskar konur sem voru fordæmdar í dagblöðum og margar sendar á vinnuhælið fyrir að hafa haft samneyti við setulið Bandaríkjahers. Þingmennirnir leggja til að forsætisráðherra verði falið að setja vistheimilisnefnd erindisbréf þess efnis að nefndin kanni starfsemi vinnuhælisins á árunum 1942 til 1943. Þá vilja þeir að lögð verði áhersla á hvort mannréttindabrot hafi verið framin af hálfu íslenskra yfirvalda.Gríðarlegt óréttlæti „Samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir voru allavega fjórtán stúlkur dæmdar í einhvers konar nauðungavist vegna samskipta við hermenn. Þetta snýst fyrst og fremst um það að leiðrétta það sem ég held að allir flutningsmenn séu sammála um að sé gríðarlegt óréttlæti og opna upp einhverja áratugagamla skömm sem þessar konur fá sannarlega að upplifa á sínum tíma og jafnvel enn þá," segir Heiða Kristín Helgadóttir þingmaður Bjartrar framtíðar og fyrsti flutningsmaður þingsláyktunartillögunnar. Hún segir að enn eimi af fordómum í garð þeirra kvenna sem voru viðfangsefni þessara rannsókna og jafnvel sætti frelsisviptingu í kjölfarið. Sumar þeirra séu enn á lífi og mikilvægt sé að þeim verði opinber afsökunarbeiðni.Skipulegustu persónunjósnir Íslandssögunnar „Í sjálfu sér var aldrei hægt að laga neitt svona sem gerðist fyrir mörgum áratugum síðan og það verður aldrei hægt að bæta upp fyrir það eða gefa þessum konum til baka þá sjálfsvirðingu sem þær eiga skilið eins og allir. En það er allavega eitthvað í því ferli að viðurkenna að það hafi verið brotið á manni, sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir þá sem verða fyrir því áfalli að vera brotnir með þessum hætti, sérstaklega svona skipulögðum hætti. Fræðimenn hafa orðað þetta sem svo að þetta hafi verið skipulegustu persónunjósnir sem framkvæmdar hafa verið hér." Þá sé mikilvægt að draga lærdóm af málinu. „Ég man alveg eftir þessari umræðu enn þá þegar ég var sjálf að læra í skóla þá var þetta bara orð sem manni var kennt sem einhvers konar hluta af sögunni; ástandsstúlkur og kanamellur. Eins og það væri bara allt í lagi," segir Heiða Kristín og bætir við að þetta sé henni hjartans mál. „Hver getur ekki orðið ástfanginn af einhverjum sem er ekki pólitískt rétt að maður sé ástfanginn af. Hjartað vill bara það sem hjartað vill."Þingsályktunartillöguna má lesa í heild hér. Alþingi Tengdar fréttir Leggja fram tillögu um rannsókn á Kleppjárnsreykjum Fimmtán þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna vilja rannsaka hvort íslensk yfirvöld hafi framið mannréttindabrot á tímum hernámsins. 3. nóvember 2015 23:34 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Fimmtán þingmenn allra stjórnarandstöðuflokka á Alþingi hafa óskað eftir því að rannsókn fari fram á vinnuhælinu á Kleppjárnsreykjum og aðgerðum yfirvalda gegn samskiptum íslenskra stúlkna við erlenda hermenn í kjölfar hernámsins árið 1940. Starfsemin á Kleppjárnsreykjum hefur verið talsvert til umræðu undanfarið, meðal annars í tengslum við nýja heimildamynd sem fjallar um ungar íslenskar konur sem voru fordæmdar í dagblöðum og margar sendar á vinnuhælið fyrir að hafa haft samneyti við setulið Bandaríkjahers. Þingmennirnir leggja til að forsætisráðherra verði falið að setja vistheimilisnefnd erindisbréf þess efnis að nefndin kanni starfsemi vinnuhælisins á árunum 1942 til 1943. Þá vilja þeir að lögð verði áhersla á hvort mannréttindabrot hafi verið framin af hálfu íslenskra yfirvalda.Gríðarlegt óréttlæti „Samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir voru allavega fjórtán stúlkur dæmdar í einhvers konar nauðungavist vegna samskipta við hermenn. Þetta snýst fyrst og fremst um það að leiðrétta það sem ég held að allir flutningsmenn séu sammála um að sé gríðarlegt óréttlæti og opna upp einhverja áratugagamla skömm sem þessar konur fá sannarlega að upplifa á sínum tíma og jafnvel enn þá," segir Heiða Kristín Helgadóttir þingmaður Bjartrar framtíðar og fyrsti flutningsmaður þingsláyktunartillögunnar. Hún segir að enn eimi af fordómum í garð þeirra kvenna sem voru viðfangsefni þessara rannsókna og jafnvel sætti frelsisviptingu í kjölfarið. Sumar þeirra séu enn á lífi og mikilvægt sé að þeim verði opinber afsökunarbeiðni.Skipulegustu persónunjósnir Íslandssögunnar „Í sjálfu sér var aldrei hægt að laga neitt svona sem gerðist fyrir mörgum áratugum síðan og það verður aldrei hægt að bæta upp fyrir það eða gefa þessum konum til baka þá sjálfsvirðingu sem þær eiga skilið eins og allir. En það er allavega eitthvað í því ferli að viðurkenna að það hafi verið brotið á manni, sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir þá sem verða fyrir því áfalli að vera brotnir með þessum hætti, sérstaklega svona skipulögðum hætti. Fræðimenn hafa orðað þetta sem svo að þetta hafi verið skipulegustu persónunjósnir sem framkvæmdar hafa verið hér." Þá sé mikilvægt að draga lærdóm af málinu. „Ég man alveg eftir þessari umræðu enn þá þegar ég var sjálf að læra í skóla þá var þetta bara orð sem manni var kennt sem einhvers konar hluta af sögunni; ástandsstúlkur og kanamellur. Eins og það væri bara allt í lagi," segir Heiða Kristín og bætir við að þetta sé henni hjartans mál. „Hver getur ekki orðið ástfanginn af einhverjum sem er ekki pólitískt rétt að maður sé ástfanginn af. Hjartað vill bara það sem hjartað vill."Þingsályktunartillöguna má lesa í heild hér.
Alþingi Tengdar fréttir Leggja fram tillögu um rannsókn á Kleppjárnsreykjum Fimmtán þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna vilja rannsaka hvort íslensk yfirvöld hafi framið mannréttindabrot á tímum hernámsins. 3. nóvember 2015 23:34 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Leggja fram tillögu um rannsókn á Kleppjárnsreykjum Fimmtán þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna vilja rannsaka hvort íslensk yfirvöld hafi framið mannréttindabrot á tímum hernámsins. 3. nóvember 2015 23:34