Fótbolti

Van Gaal kallar Smalling aftur Michael

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
"Way to go, Mike." Van Gaal hrósar Smalling eftir leikinn í gær.
"Way to go, Mike." Van Gaal hrósar Smalling eftir leikinn í gær. vísir/getty
Það ætlar að ganga illa hjá Louis van Gaal, stjóra Man. Utd, að læra nafnið á besta varnarmanni liðsins.

Einhverra hluta vegna kallar stjórinn Chris Smalling alltaf Michael. Hann gerði það á undirbúningstímabilinu og svo aftur eftir Meistaradeildarleik United og CSKA Moskvu í gær.

„David de Gea bjargaði okkur með góðri vörslu og Michael Smalling bjargaði okkur líka," sagði Van Gaal í gær.

Smalling hefur mátt þola nokkra stríðni síðan Van Gaal kallaði hann Mike síðasta sumar og það á ekkert eftir að minnka núna.

„Leikmennirnir kalla mig ekkert Mike en margir stuðningsmenn eru farnir að gera það. Og það út um allan heim. Meira að segja þegar ég var í Rússlandi var hópur manna að kalla: Mike, Mike, Mike," á mig," sagði Smalling brosandi en hann tekur þessu létt.

Hér að neðan má sjá er Van Gaal klúðraði þessu í fyrra skiptið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×