Leikskólastjórarnir vilja ekki sjá á bak sýrlensku systrunum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 4. nóvember 2015 08:00 Jana og Joula glaðar í bragði á Drafnarsteini. vísir/vilhelm „Við viljum gera allt sem er í okkar valdi til þess að halda þeim hér og erum að skoða hvernig við getum beitt okkur fyrir þeirra velferð,“ segir Halldóra Guðmundsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Drafnarsteini, um sýrlensku systurnar Joulu og Jönu, þriggja og fjögurra ára. Joula og Jana hófu skólagöngu sína á Drafnarsteini fyrir rúmri viku. „Ég hef verið að spyrjast fyrir um hvað við getum gert. Okkur finnst ótækt að það standi til að senda þær aftur til Grikklands.“ Foreldrar systranna, þau Wael Aliyadah og Feryal Aldahash, komu til Íslands fyrir fjórum mánuðum með dætur sínar. Þau sóttu um hæli á Íslandi en var neitað og umsókn þeirra verður ekki tekin fyrir þar sem fjölskyldan hefur nú þegar fengið hæli í Grikklandi. Þrátt fyrir að það hafi ekki verið ætlun þeirra. Wael, faðirinn, segist hafa verið nauðbeygður til þess. Halldóra segir aðlögun systranna hafa gengið vel. Starfsmenn og foreldrar barna á leikskólanum hafa lagt þeim lið og til að mynda gefið þeim útifatnað og aðrar nauðsynjar. Systurnar geta sagt nokkur íslensk orð þrátt fyrir að hafa aðeins verið á leikskólanum í viku; skór, galli og krakkar eru á meðal orða sem þær segja á skýrri íslensku. Þær hafa líka myndað tengsl við leikfélaga sína á leikskólanum þrátt fyrir stutta veru. „Þær plumuðu sig frá fyrsta degi, það var eiginlega stórmerkilegt. Maður sá þær fylgjast með rútínunni og taka svo strax þátt. Þær voru í augljósri þörf fyrir að komast í skóla, það gleymist stundum í umræðunni að það eru mikilvæg réttindi þeirra. Það gengur svo vel hjá fjölskyldunni. Foreldrarnir hafa einnig lagt hart að sér í íslenskunámi og geta sagt nokkrar setningar á íslensku. Foreldrarnir á leikskólanum láta sér annt um fjölskylduna. Við spyrjum okkur öll að því af hverju fjölskyldan fái ekki að vera hér,“ segir Halldóra. Wael og Feryal sögðu sögu sína í Kastljósi snemma í haust. Þá greindu þau frá því að þau hefðu ekki haft annað val en að sækja um hæli í Grikklandi. Annars hefðu þau verið handtekin. Wael og Feryal óttast að vera send til baka þar sem aðstæður eru á engan hátt tryggar í Grikklandi. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
„Við viljum gera allt sem er í okkar valdi til þess að halda þeim hér og erum að skoða hvernig við getum beitt okkur fyrir þeirra velferð,“ segir Halldóra Guðmundsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Drafnarsteini, um sýrlensku systurnar Joulu og Jönu, þriggja og fjögurra ára. Joula og Jana hófu skólagöngu sína á Drafnarsteini fyrir rúmri viku. „Ég hef verið að spyrjast fyrir um hvað við getum gert. Okkur finnst ótækt að það standi til að senda þær aftur til Grikklands.“ Foreldrar systranna, þau Wael Aliyadah og Feryal Aldahash, komu til Íslands fyrir fjórum mánuðum með dætur sínar. Þau sóttu um hæli á Íslandi en var neitað og umsókn þeirra verður ekki tekin fyrir þar sem fjölskyldan hefur nú þegar fengið hæli í Grikklandi. Þrátt fyrir að það hafi ekki verið ætlun þeirra. Wael, faðirinn, segist hafa verið nauðbeygður til þess. Halldóra segir aðlögun systranna hafa gengið vel. Starfsmenn og foreldrar barna á leikskólanum hafa lagt þeim lið og til að mynda gefið þeim útifatnað og aðrar nauðsynjar. Systurnar geta sagt nokkur íslensk orð þrátt fyrir að hafa aðeins verið á leikskólanum í viku; skór, galli og krakkar eru á meðal orða sem þær segja á skýrri íslensku. Þær hafa líka myndað tengsl við leikfélaga sína á leikskólanum þrátt fyrir stutta veru. „Þær plumuðu sig frá fyrsta degi, það var eiginlega stórmerkilegt. Maður sá þær fylgjast með rútínunni og taka svo strax þátt. Þær voru í augljósri þörf fyrir að komast í skóla, það gleymist stundum í umræðunni að það eru mikilvæg réttindi þeirra. Það gengur svo vel hjá fjölskyldunni. Foreldrarnir hafa einnig lagt hart að sér í íslenskunámi og geta sagt nokkrar setningar á íslensku. Foreldrarnir á leikskólanum láta sér annt um fjölskylduna. Við spyrjum okkur öll að því af hverju fjölskyldan fái ekki að vera hér,“ segir Halldóra. Wael og Feryal sögðu sögu sína í Kastljósi snemma í haust. Þá greindu þau frá því að þau hefðu ekki haft annað val en að sækja um hæli í Grikklandi. Annars hefðu þau verið handtekin. Wael og Feryal óttast að vera send til baka þar sem aðstæður eru á engan hátt tryggar í Grikklandi.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira