RÚV getur ekki bæði sleppt og haldið Skjóðan skrifar 4. nóvember 2015 09:00 Samkvæmt svartri skýrslu er RÚV ohf. ekki sjálfbært félag. Félagið er mjög skuldsett m.a. vegna lífeyrisskuldbindinga sem fylgdu með í stofnefnahagsreikningi, dagskrár- og framleiðslukostnaður RÚV er nær tvöfaldur á við 365 miðla auk þess sem félagið hefur varið milljörðum í uppsetningu dreifikerfis, sem allt bendir til að sé úrelt. Þá verður ekki betur séð en að RÚV hafi blekkt Kauphöllina um rekstur félagsins, sem er alvarlegt mál. Framlag ríkisins, eða útvarpsgjaldið sem rennur til RÚV, nam rúmlega 3,3 milljörðum sem er næstum 25 prósentum hærri fjárhæð en útvarps- og sjónvarpssvið 365 miðla nær inn með áskriftartekjum fyrir allar sínar stöðvar. Auglýsingatekjur RÚV eru ennfremur næstum 50 prósentum hærri en auglýsingatekjur 365 miðla. Þrátt fyrir þetta skilar ljósvakarekstur 365 miðla nokkur hundruð milljóna rekstrarhagnaði á meðan tap er af rekstri RÚV. Almannaþjónustuhlutverk RÚV skýrir einhvern mun á rekstrarkostnaði en getur varla útskýrt að rekstrargjöld RÚV eru meira en helmingi hærri en rekstrargjöld 365 miðla. Hver er skýringin á því að hjá RÚV starfa 54 starfsmenn við fréttir og íþróttir á meðan 365 kemst af með 25 starfsmenn en heldur þó úti fullri fréttaumfjöllun og mun umfangsmeiri íþróttaumfjöllun en RÚV? Stjórnendur RÚV ákváðu að sjá sjálfir um sölu byggingarréttar á lóð félagsins í stað þess að leita eftir þjónustu sérhæfðra fasteignasala um verðmat og útboð. Þetta er ámælisvert þegar verið er að höndla með almannafé. Árið 2013 var gerður fjögurra milljarða samningur við Vodafone um uppbyggingu dreifikerfis að undangengnu útboði. Nýja dreifikerfið býður ekki upp á gagnvirkni eða Internet. Kostnaðurinn hefði nýst í að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins og lagt grunn að gagnvirku dreifikerfi með Interneti. Það verður því að setja spurningarmerki um það hvort stjórnendur RÚV eru starfi sínu vaxnir. RÚV er eini ríkisfjölmiðillinn í Vestur-Evrópu sem bæði nýtur styrkja af almannafé og fær að keppa óheftur á auglýsingamarkaði. Þetta skekkir alvarlega samkeppnisstöðu einkarekinna ljósvakamiðla og er óþolandi, auk þess sem ólíklegt er að þetta samræmist skyldum Íslands samkvæmt EES. Vilji stjórnvöld að RÚV starfi áfram verða þau að skilgreina hlutverk RÚV vandlega, taka það af auglýsingamarkaði og skikka stjórnendur þess til að halda sig innan ramma fjárheimilda. Það er ekki í boði að skuldhreinsa RÚV með því að ríkið yfirtaki lífeyrisskuldbindingar þess og RÚV njóti áfram milljarða framlags af almannafé og keppi auk þess óheft á auglýsingamarkaði. Stjórnvöld verða að velja á milli þess annars vegar að RÚV verði rekið fyrir almannafé og hins vegar að það keppi á auglýsingamarkaði. Ekki verður bæði sleppt og haldið.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Samkvæmt svartri skýrslu er RÚV ohf. ekki sjálfbært félag. Félagið er mjög skuldsett m.a. vegna lífeyrisskuldbindinga sem fylgdu með í stofnefnahagsreikningi, dagskrár- og framleiðslukostnaður RÚV er nær tvöfaldur á við 365 miðla auk þess sem félagið hefur varið milljörðum í uppsetningu dreifikerfis, sem allt bendir til að sé úrelt. Þá verður ekki betur séð en að RÚV hafi blekkt Kauphöllina um rekstur félagsins, sem er alvarlegt mál. Framlag ríkisins, eða útvarpsgjaldið sem rennur til RÚV, nam rúmlega 3,3 milljörðum sem er næstum 25 prósentum hærri fjárhæð en útvarps- og sjónvarpssvið 365 miðla nær inn með áskriftartekjum fyrir allar sínar stöðvar. Auglýsingatekjur RÚV eru ennfremur næstum 50 prósentum hærri en auglýsingatekjur 365 miðla. Þrátt fyrir þetta skilar ljósvakarekstur 365 miðla nokkur hundruð milljóna rekstrarhagnaði á meðan tap er af rekstri RÚV. Almannaþjónustuhlutverk RÚV skýrir einhvern mun á rekstrarkostnaði en getur varla útskýrt að rekstrargjöld RÚV eru meira en helmingi hærri en rekstrargjöld 365 miðla. Hver er skýringin á því að hjá RÚV starfa 54 starfsmenn við fréttir og íþróttir á meðan 365 kemst af með 25 starfsmenn en heldur þó úti fullri fréttaumfjöllun og mun umfangsmeiri íþróttaumfjöllun en RÚV? Stjórnendur RÚV ákváðu að sjá sjálfir um sölu byggingarréttar á lóð félagsins í stað þess að leita eftir þjónustu sérhæfðra fasteignasala um verðmat og útboð. Þetta er ámælisvert þegar verið er að höndla með almannafé. Árið 2013 var gerður fjögurra milljarða samningur við Vodafone um uppbyggingu dreifikerfis að undangengnu útboði. Nýja dreifikerfið býður ekki upp á gagnvirkni eða Internet. Kostnaðurinn hefði nýst í að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins og lagt grunn að gagnvirku dreifikerfi með Interneti. Það verður því að setja spurningarmerki um það hvort stjórnendur RÚV eru starfi sínu vaxnir. RÚV er eini ríkisfjölmiðillinn í Vestur-Evrópu sem bæði nýtur styrkja af almannafé og fær að keppa óheftur á auglýsingamarkaði. Þetta skekkir alvarlega samkeppnisstöðu einkarekinna ljósvakamiðla og er óþolandi, auk þess sem ólíklegt er að þetta samræmist skyldum Íslands samkvæmt EES. Vilji stjórnvöld að RÚV starfi áfram verða þau að skilgreina hlutverk RÚV vandlega, taka það af auglýsingamarkaði og skikka stjórnendur þess til að halda sig innan ramma fjárheimilda. Það er ekki í boði að skuldhreinsa RÚV með því að ríkið yfirtaki lífeyrisskuldbindingar þess og RÚV njóti áfram milljarða framlags af almannafé og keppi auk þess óheft á auglýsingamarkaði. Stjórnvöld verða að velja á milli þess annars vegar að RÚV verði rekið fyrir almannafé og hins vegar að það keppi á auglýsingamarkaði. Ekki verður bæði sleppt og haldið.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira