Þeir GameTívíbræður Óli og Sverrir tóku sig til og spiluðu fyrstu mínúturnar í nýjasta Assassins Creed leiknum, Syndicate. Leikurinn gerist árið 1868 í Lundúnum, en áður en þeir Óli og Sverrir komust af stað í spiluninni uppgötvaði Sverrir nýjan sannleika um þjóðsöng okkar Íslendinga.
„Pældu í því, að ef þú tekur: Ísland ögrum skorið og tekur ögr út. Þá færðu: Ísland umskorið!“
Þeir eru sammála um að leikurinn líti vel út og Óli mælir með honum fyrir aðdáendur Assassins Creed seríunnar.