Telja Bieber apa eftir íslenskri þáttagerð í nýja myndbandinu Stefán Árni Pálsson skrifar 3. nóvember 2015 15:30 Myndbandið er nokkuð skemmtilegt hjá þeim drengjum. Eins og margir tóku eftir kom út nýtt myndband með kanadísku poppstjörnunni Justin Bieber í gær. Myndbandið er við lagið I'll Show You og var það allt tekið upp á Íslandi. Davíð Arnar Oddgeirsson og Brynjólfur Löve Mogensson, stjórnendur netþáttanna Illa Farnir í framleiðslu Mint Production, vilja meina að þó nokkur líkindi séu með myndbandi Biebers og þáttunum þeirra sem sýndir voru á Vísi síðastliðin vetur. „Við Binni sáum myndbandið í gær þegar það kom út. Eftir svona 15 sekúndur þá fór ég að hugsa hvað þetta væri líkt okkar myndefni,“ segir Davíð. Og hann heldur áfram. „Svo leið á myndbandið og það kom skot eftir skot sem við áttum bara til nákvæmlega eins frá því við vorum á svipuðum slóðum að taka upp fyrir okkar þætti. Þegar ég var búinn að horfa á myndbandið fór ég að finna til okkar klippur og setti svo saman við myndbandið hans. Nokkrum tímum síðar var þetta mix til og útkoman var ansi skemmtileg og sýnir svo gott sem nákvæmlega sömu skot, sömu staði og sömu hreyfingar.“ Niðurstaða þeirra er, eftir þennan samanburð, að ljóst megi vera hvert Bieber sótti sér innblástur. Hér að neðan má sjá myndbandið sem þeir gerðu sem sýnir líkindin. Ja okei loksins getur maður sagt almennilega frá þessu...Justin Bieber horfði sem sagt á nokkra þætti af Illa Farnir þáttunum okkar Brynjólfur Löve Mogensson áður en hann kom til Íslandi og skaut tónlistarmyndband. Myndbandið kom út í dag og er augljóslega undir miklum áhrifum uppáhalds netþáttanna hans,No big deal. Við komum ekkert að myndbandinu sjálfu en hann fékk upplýsingar um staðina og smá info um hvernig hann gæti hoppað yfir grindverk og hlupið um í náttúrunni og lookað sharp á meðan. Þetta er skemmtilega alveg eins haha... En horfið bara á myndbandið hér að neðan það talar alveg sínu máli #mintXbieber #collab #bieberhorfiráillafarnir #bieberelskarsteingrím #flúraðirogaflitaðir #gráhúfasvörthettupeysa #6pack #allteins #ekkifurða #áhrifinkomuekkifráwaltermitty #youknowhowitisPosted by Davíð Arnar Oddgeirsson on 2. nóvember 2015Davíð segir að auðvitað geti verið um tilviljun að ræða. „Ég var löngu búinn að gleyma því reyndar en þegar ég sá myndbandið þá rifjaðist upp fyir mér samtal sem ég hafði átt við erlendan vin sem býr í Kaliforníu , vinnandi sem „creative designer“. Ég kynntist honum árið 2009 þegar ég var þarna úti og síðan þá höfum við haldið smá sambandi í gegnum netið.“ Hann segir að þegar þættirnir voru í birtingu á sínum tíma þá hafi hann töluvert verið að spyrja hann útí myndefnið og hvar þessir staðir væru.Davíð skellti sér einnig út í.vísir„Hann talaði um að nýta það í einhverskonar atvinnuskyni, en svo heyrði ég ekkert meira um það. Hann var allavega með upplýsingar um staðina og vissi af þessum þáttum auk þess sem ég veit til þess að hann hefur verið að vinna með stórum nöfnum þarna úti en hvort hann tengist eitthvað Justin Bieber veit ég ekki fyrir víst. Eftir að við sáum svo myndbandið þá vorum við eiginlega ekki í neinum vafa um að þetta hafi einhvernvegin borist áfram til þeirra.“ Davíð segir að hver verði nú bara að dæma fyrir sig en myndbandið tali sínu máli. En hvað finnst þeim félögum um myndbandið frá Justin Bieber? „Við erum í #teamBieber og hann er greinilega í #teamIllaFarnir. Hann er flottur gaur og ef hann nýtti sér okkar myndefni sem innblástur í sitt tónlistarmyndband er bara snilld og verði honum að góðu.“ Illa Farnir bræðurnir Davíð og Binni eru mættir aftur á Vísi. Lesendur Vísis ættu að kannast við frá því í vetur þegar þeir ferðuðumst um Ísland og gerðu hina stórskemmtilegu þætti Illa farnir.Sjá einnig: Illa Farnir bræðurnir mættir aftur og nú er það TyrklandAð þessu sinni verða þeir á Tyrklandi. Þeir félagar fóru þangað í byrjun hausts og dvöldu þar í sex daga. Næstu fimm vikurnar mun einn þáttur í viku birtast hér á Vísi og það frá ferðalaginu. Hér að neðan má sjá myndbandið frá Justin Bieber. Hér er hægt er að fylgjast með þeim félögum:Facebook: www.facebook.com/mintprodInstagram: @mint_productionSnapchat: davidoddgeirs & binnilove Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Illa Farnir bræðurnir mættir aftur og nú er það Tyrkland Illa Farnir bræðurnir Davíð og Binni eru mættir aftur á Vísi. Lesendur Vísis ættu að kannast við frá því í vetur þegar þeir ferðuðumst um Ísland og gerðu hina stórskemmtilegu þætti Illa farnir. 2. nóvember 2015 11:30 Fundu falda gleðibumbu Þrír félagar ferðast um Ísland með það að markmiði að kynnast landinu og lenda í ævintýrum. 18. desember 2014 14:15 Nýtt myndband með Justin Bieber er allt tekið upp á Íslandi Justin Bieber hefur gefið út nýtt myndband við lagið I'll Show You og er það einfaldlega allt tekið upp hér á landi. 2. nóvember 2015 15:37 Fundu leynistað undir Eyjafjöllum Strákarnir í Illa farnir halda áfram ferðalagi sínu um Suðurland. 15. janúar 2015 17:30 „Nennti ekki að bleyta nærbuxurnar og vera síðan með sand í pjöllunni“ Í ferðaþáttunum Illa farnir ferðast félagarnir Davíð Arnar, Arnar Þór og Brynjólfur um Ísland með það að markmiði að kynnast landinu og lenda í ævintýrum. 8. janúar 2015 17:15 Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Fleiri fréttir Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ Sjá meira
Eins og margir tóku eftir kom út nýtt myndband með kanadísku poppstjörnunni Justin Bieber í gær. Myndbandið er við lagið I'll Show You og var það allt tekið upp á Íslandi. Davíð Arnar Oddgeirsson og Brynjólfur Löve Mogensson, stjórnendur netþáttanna Illa Farnir í framleiðslu Mint Production, vilja meina að þó nokkur líkindi séu með myndbandi Biebers og þáttunum þeirra sem sýndir voru á Vísi síðastliðin vetur. „Við Binni sáum myndbandið í gær þegar það kom út. Eftir svona 15 sekúndur þá fór ég að hugsa hvað þetta væri líkt okkar myndefni,“ segir Davíð. Og hann heldur áfram. „Svo leið á myndbandið og það kom skot eftir skot sem við áttum bara til nákvæmlega eins frá því við vorum á svipuðum slóðum að taka upp fyrir okkar þætti. Þegar ég var búinn að horfa á myndbandið fór ég að finna til okkar klippur og setti svo saman við myndbandið hans. Nokkrum tímum síðar var þetta mix til og útkoman var ansi skemmtileg og sýnir svo gott sem nákvæmlega sömu skot, sömu staði og sömu hreyfingar.“ Niðurstaða þeirra er, eftir þennan samanburð, að ljóst megi vera hvert Bieber sótti sér innblástur. Hér að neðan má sjá myndbandið sem þeir gerðu sem sýnir líkindin. Ja okei loksins getur maður sagt almennilega frá þessu...Justin Bieber horfði sem sagt á nokkra þætti af Illa Farnir þáttunum okkar Brynjólfur Löve Mogensson áður en hann kom til Íslandi og skaut tónlistarmyndband. Myndbandið kom út í dag og er augljóslega undir miklum áhrifum uppáhalds netþáttanna hans,No big deal. Við komum ekkert að myndbandinu sjálfu en hann fékk upplýsingar um staðina og smá info um hvernig hann gæti hoppað yfir grindverk og hlupið um í náttúrunni og lookað sharp á meðan. Þetta er skemmtilega alveg eins haha... En horfið bara á myndbandið hér að neðan það talar alveg sínu máli #mintXbieber #collab #bieberhorfiráillafarnir #bieberelskarsteingrím #flúraðirogaflitaðir #gráhúfasvörthettupeysa #6pack #allteins #ekkifurða #áhrifinkomuekkifráwaltermitty #youknowhowitisPosted by Davíð Arnar Oddgeirsson on 2. nóvember 2015Davíð segir að auðvitað geti verið um tilviljun að ræða. „Ég var löngu búinn að gleyma því reyndar en þegar ég sá myndbandið þá rifjaðist upp fyir mér samtal sem ég hafði átt við erlendan vin sem býr í Kaliforníu , vinnandi sem „creative designer“. Ég kynntist honum árið 2009 þegar ég var þarna úti og síðan þá höfum við haldið smá sambandi í gegnum netið.“ Hann segir að þegar þættirnir voru í birtingu á sínum tíma þá hafi hann töluvert verið að spyrja hann útí myndefnið og hvar þessir staðir væru.Davíð skellti sér einnig út í.vísir„Hann talaði um að nýta það í einhverskonar atvinnuskyni, en svo heyrði ég ekkert meira um það. Hann var allavega með upplýsingar um staðina og vissi af þessum þáttum auk þess sem ég veit til þess að hann hefur verið að vinna með stórum nöfnum þarna úti en hvort hann tengist eitthvað Justin Bieber veit ég ekki fyrir víst. Eftir að við sáum svo myndbandið þá vorum við eiginlega ekki í neinum vafa um að þetta hafi einhvernvegin borist áfram til þeirra.“ Davíð segir að hver verði nú bara að dæma fyrir sig en myndbandið tali sínu máli. En hvað finnst þeim félögum um myndbandið frá Justin Bieber? „Við erum í #teamBieber og hann er greinilega í #teamIllaFarnir. Hann er flottur gaur og ef hann nýtti sér okkar myndefni sem innblástur í sitt tónlistarmyndband er bara snilld og verði honum að góðu.“ Illa Farnir bræðurnir Davíð og Binni eru mættir aftur á Vísi. Lesendur Vísis ættu að kannast við frá því í vetur þegar þeir ferðuðumst um Ísland og gerðu hina stórskemmtilegu þætti Illa farnir.Sjá einnig: Illa Farnir bræðurnir mættir aftur og nú er það TyrklandAð þessu sinni verða þeir á Tyrklandi. Þeir félagar fóru þangað í byrjun hausts og dvöldu þar í sex daga. Næstu fimm vikurnar mun einn þáttur í viku birtast hér á Vísi og það frá ferðalaginu. Hér að neðan má sjá myndbandið frá Justin Bieber. Hér er hægt er að fylgjast með þeim félögum:Facebook: www.facebook.com/mintprodInstagram: @mint_productionSnapchat: davidoddgeirs & binnilove
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Illa Farnir bræðurnir mættir aftur og nú er það Tyrkland Illa Farnir bræðurnir Davíð og Binni eru mættir aftur á Vísi. Lesendur Vísis ættu að kannast við frá því í vetur þegar þeir ferðuðumst um Ísland og gerðu hina stórskemmtilegu þætti Illa farnir. 2. nóvember 2015 11:30 Fundu falda gleðibumbu Þrír félagar ferðast um Ísland með það að markmiði að kynnast landinu og lenda í ævintýrum. 18. desember 2014 14:15 Nýtt myndband með Justin Bieber er allt tekið upp á Íslandi Justin Bieber hefur gefið út nýtt myndband við lagið I'll Show You og er það einfaldlega allt tekið upp hér á landi. 2. nóvember 2015 15:37 Fundu leynistað undir Eyjafjöllum Strákarnir í Illa farnir halda áfram ferðalagi sínu um Suðurland. 15. janúar 2015 17:30 „Nennti ekki að bleyta nærbuxurnar og vera síðan með sand í pjöllunni“ Í ferðaþáttunum Illa farnir ferðast félagarnir Davíð Arnar, Arnar Þór og Brynjólfur um Ísland með það að markmiði að kynnast landinu og lenda í ævintýrum. 8. janúar 2015 17:15 Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Fleiri fréttir Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ Sjá meira
Illa Farnir bræðurnir mættir aftur og nú er það Tyrkland Illa Farnir bræðurnir Davíð og Binni eru mættir aftur á Vísi. Lesendur Vísis ættu að kannast við frá því í vetur þegar þeir ferðuðumst um Ísland og gerðu hina stórskemmtilegu þætti Illa farnir. 2. nóvember 2015 11:30
Fundu falda gleðibumbu Þrír félagar ferðast um Ísland með það að markmiði að kynnast landinu og lenda í ævintýrum. 18. desember 2014 14:15
Nýtt myndband með Justin Bieber er allt tekið upp á Íslandi Justin Bieber hefur gefið út nýtt myndband við lagið I'll Show You og er það einfaldlega allt tekið upp hér á landi. 2. nóvember 2015 15:37
Fundu leynistað undir Eyjafjöllum Strákarnir í Illa farnir halda áfram ferðalagi sínu um Suðurland. 15. janúar 2015 17:30
„Nennti ekki að bleyta nærbuxurnar og vera síðan með sand í pjöllunni“ Í ferðaþáttunum Illa farnir ferðast félagarnir Davíð Arnar, Arnar Þór og Brynjólfur um Ísland með það að markmiði að kynnast landinu og lenda í ævintýrum. 8. janúar 2015 17:15