Kile Kennedy segir að knattspyrnulið Fjarðabyggðar, KFF, hafi sýnt sér mikla vanvirðingu og að hann geti ekki hugsað sér að spila með liðinu aftur.
Kennedy hefur varið mark Fjarðabyggðar undanfarin þrjú tímabil en nýráðinn þjálfari liðsins, Víglundur Páll Einarsson, sagði í viðtali við Fótbolta.net í gær að hann reiknaði ekki með því að erlendu leikmenn félagsins yrðu áfram.
Kennedy segir að hann hafi ekki verið búinn að gera upp hug sinn um framhaldið en það breyti því ekki að hann telji framkomu þjálfarans lélega og ófagmannlega. Þetta sagði hann í yfirlýsingu sem hann sendi Fótbolti.net.
Enn fremur segir Kennedy að hann geti ekki hugsað sér að koma nokkru sinni til baka í ljósi þessa.
„Að lesa að enginn erlendur leikmaður komi aftur næsta sumar án þess að heyra frá nokkrum tengdum félaginu finnst mér vera frekar mikil vanvirðing eftir að hafa spilað með félaginu í þrjú ár og komist tvisvar upp um deild,“ segir í yfirlýsingu Kennedy.
Hann segist þó vilja koma til Íslands næsta sumar og er nú í leit að nýju félagi.
Sakar Fjarðabyggð um vanvirðingu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn


Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

United nálgast efri hlutann
Enski boltinn


Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn



Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti