Porsche heimsmeistari í þolakstursmótaröðinni Finnur Thorlacius skrifar 2. nóvember 2015 14:11 Porsche menn fagna titlinum um helgina. Porsche Porsche tryggði sér heimsmeistaratitilinn í þolakstursmótaröðinni World Endurance Championship, en aksturinn fór fram í Shanghai í Kína nú um helgina. Með þessari atrennu sem stóð yfir í sex tíma var ljóst að Porsche hafði tryggt sér sigurinn í heildarstigakeppninni. Ökumennirnir Timo Bernhard , Brendon Hartley og Mark Webber innsigluðu titil bílaframleiðenda. Þetta er ennþá athyglisverðara fyrir þá sök að ein keppni er eftir og að Porsche er að taka þátt í aðeins annað skipti frá upphafi. Með þessum glæsta sigri er byltingakennd Hybrid tækni Porsche að setja mark sitt á virtustu kappaksturskeppnir heimsins, svo um munar. Porsche 919 Hybrid bílarnir eru um 1.000 hestafla bílar sem byggja orkuupptöku sína á háþróaðri samþættingu bensínvélar og rafmótora. Þeir ná 100 km hraða á 2 sekúndum og 200 km hraða á 4,5 sekúndum. Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent
Porsche tryggði sér heimsmeistaratitilinn í þolakstursmótaröðinni World Endurance Championship, en aksturinn fór fram í Shanghai í Kína nú um helgina. Með þessari atrennu sem stóð yfir í sex tíma var ljóst að Porsche hafði tryggt sér sigurinn í heildarstigakeppninni. Ökumennirnir Timo Bernhard , Brendon Hartley og Mark Webber innsigluðu titil bílaframleiðenda. Þetta er ennþá athyglisverðara fyrir þá sök að ein keppni er eftir og að Porsche er að taka þátt í aðeins annað skipti frá upphafi. Með þessum glæsta sigri er byltingakennd Hybrid tækni Porsche að setja mark sitt á virtustu kappaksturskeppnir heimsins, svo um munar. Porsche 919 Hybrid bílarnir eru um 1.000 hestafla bílar sem byggja orkuupptöku sína á háþróaðri samþættingu bensínvélar og rafmótora. Þeir ná 100 km hraða á 2 sekúndum og 200 km hraða á 4,5 sekúndum.
Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent