Nafn Heimis fjarlægt að beiðni KSÍ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. nóvember 2015 11:02 Umrædd auglýsing frá Úrval Útsýn. Sigurður er til hægri á myndinni. Samsett mynd/Vísir/Getty Nafn Heimis Hallgrímssonar, annars þjálfara A-landsliðs karla, var fjarlægt úr heiti knattspyrnuskóla sem ferðaskrifstofan Úrval Útsýn skipuleggur fyrir unga knattspyrnuiðkendur. Námskeiðið fer fram á Spáni í lok júlí næstkomandi. Upphaflega var vikulangt námskeiðið auglýst sem Knattspyrnuskóli Heimis Hallgríms, Errea og Coca Cola, líkt og sjá má á meðfylgjandi auglýsingu. Á heimasíðu Úrvals Útsýnar heitir það nú einfaldlega „Knattspyrnuskólinn“. „Einhverjum fannst óviðeigandi að nafn mitt væri sett við skólann á þennan hátt og því dró ég mig úr skólastjórastöðunni,“ sagði Heimir í samtali við Vísi í dag vegna málsins. Hann reiknar þó með að eiga aðkomu að námskeiðinu eins og upphaflega stóð til. „Það var farið af stað með góðum vilja en fyrst þetta fór fyrir brjóstið á einhverjum þá taldi ég þetta bestu niðurstöðuna,“ segir Heimir og bætir við að sonur hans verði þátttakandi á námskeiðinu og því verði hann staddur ytra á meðan það fer fram. Sigurður Gunnarsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, er yfirmaður íþróttadeildar Úrvals Útsýnar. Hann segir að það sé rétt að nafn Heimis hafi verið fjarlægt að beiðni Heimis og KSÍ. „KSÍ vildi tóna niður hans aðkomu, enda er hann í vinnu þar. Það var gert til að koma í veg fyrir einhverjar hugsanlegar raddir um hagsmunaárekstra.“ Sigurður bætir við að enginn hafi hætt við eftir að námskeiðslýsingunni var breytt og að vel hafi selst á námskeiðið. Líklegt er að það verði uppselt strax í næstu viku. „Þetta er frábær skóli fyrir íslenska krakka og hefur verið tekið gríðarlega jákvætt í verkefnið. Það er rós í hnappagatið fyrir alla þá sem að því koma.“ Ekki náðist í Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, við vinnslu fréttarinnar. Íslenski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fleiri fréttir Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ Sjá meira
Nafn Heimis Hallgrímssonar, annars þjálfara A-landsliðs karla, var fjarlægt úr heiti knattspyrnuskóla sem ferðaskrifstofan Úrval Útsýn skipuleggur fyrir unga knattspyrnuiðkendur. Námskeiðið fer fram á Spáni í lok júlí næstkomandi. Upphaflega var vikulangt námskeiðið auglýst sem Knattspyrnuskóli Heimis Hallgríms, Errea og Coca Cola, líkt og sjá má á meðfylgjandi auglýsingu. Á heimasíðu Úrvals Útsýnar heitir það nú einfaldlega „Knattspyrnuskólinn“. „Einhverjum fannst óviðeigandi að nafn mitt væri sett við skólann á þennan hátt og því dró ég mig úr skólastjórastöðunni,“ sagði Heimir í samtali við Vísi í dag vegna málsins. Hann reiknar þó með að eiga aðkomu að námskeiðinu eins og upphaflega stóð til. „Það var farið af stað með góðum vilja en fyrst þetta fór fyrir brjóstið á einhverjum þá taldi ég þetta bestu niðurstöðuna,“ segir Heimir og bætir við að sonur hans verði þátttakandi á námskeiðinu og því verði hann staddur ytra á meðan það fer fram. Sigurður Gunnarsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, er yfirmaður íþróttadeildar Úrvals Útsýnar. Hann segir að það sé rétt að nafn Heimis hafi verið fjarlægt að beiðni Heimis og KSÍ. „KSÍ vildi tóna niður hans aðkomu, enda er hann í vinnu þar. Það var gert til að koma í veg fyrir einhverjar hugsanlegar raddir um hagsmunaárekstra.“ Sigurður bætir við að enginn hafi hætt við eftir að námskeiðslýsingunni var breytt og að vel hafi selst á námskeiðið. Líklegt er að það verði uppselt strax í næstu viku. „Þetta er frábær skóli fyrir íslenska krakka og hefur verið tekið gríðarlega jákvætt í verkefnið. Það er rós í hnappagatið fyrir alla þá sem að því koma.“ Ekki náðist í Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, við vinnslu fréttarinnar.
Íslenski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fleiri fréttir Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ Sjá meira