Topplaus Optima Finnur Thorlacius skrifar 2. nóvember 2015 10:16 Afturhurðirnar opnast öfugt. Autoblog Þeir sjást ekki ýkja margir fjögurra dyra blæjubílarnir en Kia ætlar að sýna þennan Kia Optima á SEMA bílasýningunni í Las Vegas í Bandaríkjunum sem hefst brátt. Á SEMA sýningunni er ávallt mikið magn breyttra bíla sem margir hverjir eru ofuröflugir, en aðrir eru það vegna útlitsins og það á við þennan Kia Optima. Lítil hætta er á að Kia taki uppá því að fjöldaframleiða Optima með blæju en slíkir bílar hafa farið hallloka á síðustu árum og seljast dræmt. Þessi útfærsla á Optima er reyndar allrar athygli verð en það skaðar ekki að Optima er mjög fallega hannaður bíll. Þessi tiltekni bíll er með 245 hestafla vél, en þannig fæst Optima í Bandaríkjunum þó hann sé ekki í boði í Evrópu. Afturhurðir bílsins opnast öfugt, eins og sést á myndinni hér að ofan. Hann er á 20 tommu felgum sem eykur enn á gæjasvipinn. Kia verður einnig með mikið breyttan Sorento á SEMA sýningunni, en þar ætti að fara afar torfæruhæfur jeppi af myndum af honum að dæma.Torfæruhæfur og mikið breyttur Kia Sorento. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent
Þeir sjást ekki ýkja margir fjögurra dyra blæjubílarnir en Kia ætlar að sýna þennan Kia Optima á SEMA bílasýningunni í Las Vegas í Bandaríkjunum sem hefst brátt. Á SEMA sýningunni er ávallt mikið magn breyttra bíla sem margir hverjir eru ofuröflugir, en aðrir eru það vegna útlitsins og það á við þennan Kia Optima. Lítil hætta er á að Kia taki uppá því að fjöldaframleiða Optima með blæju en slíkir bílar hafa farið hallloka á síðustu árum og seljast dræmt. Þessi útfærsla á Optima er reyndar allrar athygli verð en það skaðar ekki að Optima er mjög fallega hannaður bíll. Þessi tiltekni bíll er með 245 hestafla vél, en þannig fæst Optima í Bandaríkjunum þó hann sé ekki í boði í Evrópu. Afturhurðir bílsins opnast öfugt, eins og sést á myndinni hér að ofan. Hann er á 20 tommu felgum sem eykur enn á gæjasvipinn. Kia verður einnig með mikið breyttan Sorento á SEMA sýningunni, en þar ætti að fara afar torfæruhæfur jeppi af myndum af honum að dæma.Torfæruhæfur og mikið breyttur Kia Sorento.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent