Fótbolti

Þessi kæra hjá UEFA er brandari

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kompany fagnar í leik með City.
Kompany fagnar í leik með City. vísir/getty
Vincent Kompany, fyrirliði Man. City, var ekki hrifinn af því að Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, skildi hafa kvartað yfir hegðun stuðningsmanna City í Meistaradeildinni á dögunum.

Geir var eftirlitsmaður UEFA á leik Man. City og Sevilla og kvartaði yfir því að stuðningsmenn City skildu hafa baulað er Meistaradeildarlagið var spilað fyrir leikinn. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem stuðningsmenn City mótmæla UEFA á táknrænan hátt.

„Þessi kæra hjá UEFA er brandari. Við höfum spilað marga leiki í Evrópu þar sem menn verða fyrir kynþáttaníði en ekkert hefur verið gert í því," sagði Kompany.

„UEFA má svo sem gera það sem því sýnist en ef fólkinu finnst þetta rétt hegðun þá hefur það fullan rétt á því að mótmæla. Þessi hegðun UEFA dregur annars enn meiri athygli að því sem þeir eru að mótmæla."

Stuðningsmenn City eru aðallega fúlir yfir því að hafa ekki fengið að fara á leik síns liðs á útivelli gegn CSKA Moskvu þar sem CSKA varð að leika fyrir luktum dyrum. Þrátt fyrir það var nokkur fjöldi stuðningsmanna CSKA á leiknum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×