Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 89-81 | Keflavík skellti meisturunum Sveinn Ólafur Magnússon skrifar 19. nóvember 2015 22:00 Vísir/Vilhelm Keflvíkingar sýndu og sönnuðu í kvöld að það er engin tilviljun að liðið er búið að vinna alla leiki sína í Dominos-deild karla í vetur. Þeir fengu sitt stærsta próf í kvöld er Íslandsmeistarar KR komu í heimsókn. Skemmst er frá því að segja að Keflavík svaraði öllum erfiðu spurningum og fékk A+ út úr prófinu. Mikil eftirvænting var fyrir leik Keflvíkinga og KR-inga í TM-höllinni í kvöld. Með sigri gátu heimamenn í Keflavík komið sér þægilega fyrir á toppnum. KR var hins vegar búið að sigra í sex leikjum í röð og voru á góðri siglingu fyrir leikinn í kvöld. Keflvíkingar byrjuðu leikinn af krafti en þó voru KR-ingar aldrei langt undan. Bandaríkjamaðurinn í liði Keflavíkur, Earl Brown, var öflugur í upphafi leiks og skoraði grimmt. Keflvíkingar spiluðu góða vörn og voru KR-ingar í vandræðum á báðum helmingum vallarins. Keflavík komst mest ellefu stigum yfir í 1. leikhluta en KR neitaði að gefast upp. Ægir Þór Steinarsson var duglegur að keyra hraðann upp þó án þess að Keflvíkingar ættu í vandræðum varnarlega. KR-ingar komu grimmir til leiks í öðrum leikhluta og spiluðu mjög góða vörn. Sóknarleikur Kefvíkinga var vandræðalegur á köflum en að sama skapi var sóknarleikur KR-inga mun betri en í fyrsta leikhluta. Ægir Þór setti niður tvo mikilvæga þrista í röð og minnkaði muninn í þrjú stig. Keflvíkingar náðu mest ellefu stiga forskot í fyrri hálfleik en KR jafnaði undir lokin og var jafnt í hálfleik. Leikurinn var nánast eign KR í upphafi seinni hálfleiks en Keflvíkingar komust lítið áleiðis gegn vörn þeirra þó án þess að slíta sig alveg frá Keflvíkingum. KR-ingar voru fastir fyrir þó án þess að vera grófir og ýttu Keflvíkingum hreinlega út úr stöðum. KR náði þó ekki að nýta sér þetta sóknarlega en það var lítið flæði í sókn þeirra. Reggie Dupree hélt Keflavík inni í leiknum ásamt Earl Brown sem hafði ekki skorað stig allan annan leikhluta. Liðin skiptust á að skora og leikurinn í járnum en það var hraustlega tekist á í kvöld. KR leiddi með fjórum stigum fyrir lokafjórðunginn. Síðustu 10 mínúturnar voru æsispennandi. KR var skrefinu á undan en náðu aldrei almennilegu forskoti á Keflavík en þá var komið að leik Ágústar Orrasonar. Ágúst átti mikilvægar körfur í fjórða leikhluta og segja má að hann hafi lagt grunninn af sigrinum. Àður nefndur Ágúst setti niður tvo þrista í röð þegar flæðið í sóknarleik Keflvíkinga var ekki upp á marga fiska. Einnig áttu þeir Magnús Þór Gunnarsson og Reggie Dupree mikilvægar körfur í lokin. KR-ingar fóru illa að ráði sínu í sókninni en þeir skoruðu aðeins eina körfu á síðustu fjórum mínútunum. Niðurstaðan seiglusigur hjá Keflavík sem eru taplausir. KR hafði tækifæri til þess að komast upp að hlið Keflvíkinga á toppnum en mistókst það í kvöld.Sigurður: Tvö góð lið að spila „Þetta var flottur leikur, tvö góð lið að spila. Það er ekki mikið búið en KR-ingar er liðið sem allir vilja vinna þannig að þetta var skemmtilegt,” sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga. Bekkurinn hjá Keflavík skilaði 25 stigum í leiknum og munar um minna. „Það komu margir leikmenn sem geta komið inn af bekknum og skilað sínu fyrir liðið. Við erum með fína breidd þannig að menn leggja sig fram hvort sem þeir sem byrja eða eru á bekknum. „Krókurinn er næstur og það verður annað próf hjá okkur. Tindastóll er með gott lið og eitt að betri liðunum í deildinni og það verður ekkert grín.”Ágúst: Átti loksins góðan leik „Það kom loksins að því að maður átti góðan leik. Ég er búinn að bíða eftir þessu. Okkur var spáð 8. sæti en við erum komnir með sjö sigra í sjö leikjum sem er mjög gott,” sagði Ágúst Orrason, leikmaður Keflvíkinga, sem lagði grunnin að sigrinum með mikilvægum körfum í lokin. „Flottur liðsigur í kvöld hjá okkur. Ég nýtti tækifærið í kvöld og við stóðumst prófið. Næsta próf er Tindastóll og það verður erfitt en við ætlum að mæta tilbúnir það."Finnur: Maður fer sjaldnast í leiki til þess að tapa þeim „Leikurinn fór ekki eins og ég planaði enda fer maður sjaldnast í leiki til þess að tapa þeim. Keflavík spilaði betur en við og vann verðskuldað í kvöld,” sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, í leikslok. „Það kom lítið framlag frá leikmönnum sem hafa verið að spila vel í undaförnum leikjum en svona er þetta stundum. Flæðið var lítið í okkar sóknarleik á of stórum köflum og það heldur of mörgum mönnum útúr þess hjá okkur. Við verðum að gera betur í sóknaleiknum.”Brynjar Þór: Langt síðan maður hefur tapað í Keflavík „Það er langt síðan maður hefur tapað í Keflavík. Það var skemmtileg stemning hér í kvöld og kannski stemning sem hefur ekki verið í mörg ár í Keflavík. Það hefði verið gaman að taka sigurinn en svona er boltinn stundum,” sagði Brynjar Þór Björrnsson, fyrirliði KR, eftir tapið í kvöld á móti Keflavík. „Keflvíkingar spiluðu hörkuvel í kvöld. Það sem fór úrskeiðis var varnarleikurinn til að byrja með en síðan setur Ágúst Orrason tvo, þrjá þrista og gjörbreytir leiknum. Ágúst vann leikinn fyrir þá með þessum körfum.”Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Sjá meira
Keflvíkingar sýndu og sönnuðu í kvöld að það er engin tilviljun að liðið er búið að vinna alla leiki sína í Dominos-deild karla í vetur. Þeir fengu sitt stærsta próf í kvöld er Íslandsmeistarar KR komu í heimsókn. Skemmst er frá því að segja að Keflavík svaraði öllum erfiðu spurningum og fékk A+ út úr prófinu. Mikil eftirvænting var fyrir leik Keflvíkinga og KR-inga í TM-höllinni í kvöld. Með sigri gátu heimamenn í Keflavík komið sér þægilega fyrir á toppnum. KR var hins vegar búið að sigra í sex leikjum í röð og voru á góðri siglingu fyrir leikinn í kvöld. Keflvíkingar byrjuðu leikinn af krafti en þó voru KR-ingar aldrei langt undan. Bandaríkjamaðurinn í liði Keflavíkur, Earl Brown, var öflugur í upphafi leiks og skoraði grimmt. Keflvíkingar spiluðu góða vörn og voru KR-ingar í vandræðum á báðum helmingum vallarins. Keflavík komst mest ellefu stigum yfir í 1. leikhluta en KR neitaði að gefast upp. Ægir Þór Steinarsson var duglegur að keyra hraðann upp þó án þess að Keflvíkingar ættu í vandræðum varnarlega. KR-ingar komu grimmir til leiks í öðrum leikhluta og spiluðu mjög góða vörn. Sóknarleikur Kefvíkinga var vandræðalegur á köflum en að sama skapi var sóknarleikur KR-inga mun betri en í fyrsta leikhluta. Ægir Þór setti niður tvo mikilvæga þrista í röð og minnkaði muninn í þrjú stig. Keflvíkingar náðu mest ellefu stiga forskot í fyrri hálfleik en KR jafnaði undir lokin og var jafnt í hálfleik. Leikurinn var nánast eign KR í upphafi seinni hálfleiks en Keflvíkingar komust lítið áleiðis gegn vörn þeirra þó án þess að slíta sig alveg frá Keflvíkingum. KR-ingar voru fastir fyrir þó án þess að vera grófir og ýttu Keflvíkingum hreinlega út úr stöðum. KR náði þó ekki að nýta sér þetta sóknarlega en það var lítið flæði í sókn þeirra. Reggie Dupree hélt Keflavík inni í leiknum ásamt Earl Brown sem hafði ekki skorað stig allan annan leikhluta. Liðin skiptust á að skora og leikurinn í járnum en það var hraustlega tekist á í kvöld. KR leiddi með fjórum stigum fyrir lokafjórðunginn. Síðustu 10 mínúturnar voru æsispennandi. KR var skrefinu á undan en náðu aldrei almennilegu forskoti á Keflavík en þá var komið að leik Ágústar Orrasonar. Ágúst átti mikilvægar körfur í fjórða leikhluta og segja má að hann hafi lagt grunninn af sigrinum. Àður nefndur Ágúst setti niður tvo þrista í röð þegar flæðið í sóknarleik Keflvíkinga var ekki upp á marga fiska. Einnig áttu þeir Magnús Þór Gunnarsson og Reggie Dupree mikilvægar körfur í lokin. KR-ingar fóru illa að ráði sínu í sókninni en þeir skoruðu aðeins eina körfu á síðustu fjórum mínútunum. Niðurstaðan seiglusigur hjá Keflavík sem eru taplausir. KR hafði tækifæri til þess að komast upp að hlið Keflvíkinga á toppnum en mistókst það í kvöld.Sigurður: Tvö góð lið að spila „Þetta var flottur leikur, tvö góð lið að spila. Það er ekki mikið búið en KR-ingar er liðið sem allir vilja vinna þannig að þetta var skemmtilegt,” sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga. Bekkurinn hjá Keflavík skilaði 25 stigum í leiknum og munar um minna. „Það komu margir leikmenn sem geta komið inn af bekknum og skilað sínu fyrir liðið. Við erum með fína breidd þannig að menn leggja sig fram hvort sem þeir sem byrja eða eru á bekknum. „Krókurinn er næstur og það verður annað próf hjá okkur. Tindastóll er með gott lið og eitt að betri liðunum í deildinni og það verður ekkert grín.”Ágúst: Átti loksins góðan leik „Það kom loksins að því að maður átti góðan leik. Ég er búinn að bíða eftir þessu. Okkur var spáð 8. sæti en við erum komnir með sjö sigra í sjö leikjum sem er mjög gott,” sagði Ágúst Orrason, leikmaður Keflvíkinga, sem lagði grunnin að sigrinum með mikilvægum körfum í lokin. „Flottur liðsigur í kvöld hjá okkur. Ég nýtti tækifærið í kvöld og við stóðumst prófið. Næsta próf er Tindastóll og það verður erfitt en við ætlum að mæta tilbúnir það."Finnur: Maður fer sjaldnast í leiki til þess að tapa þeim „Leikurinn fór ekki eins og ég planaði enda fer maður sjaldnast í leiki til þess að tapa þeim. Keflavík spilaði betur en við og vann verðskuldað í kvöld,” sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, í leikslok. „Það kom lítið framlag frá leikmönnum sem hafa verið að spila vel í undaförnum leikjum en svona er þetta stundum. Flæðið var lítið í okkar sóknarleik á of stórum köflum og það heldur of mörgum mönnum útúr þess hjá okkur. Við verðum að gera betur í sóknaleiknum.”Brynjar Þór: Langt síðan maður hefur tapað í Keflavík „Það er langt síðan maður hefur tapað í Keflavík. Það var skemmtileg stemning hér í kvöld og kannski stemning sem hefur ekki verið í mörg ár í Keflavík. Það hefði verið gaman að taka sigurinn en svona er boltinn stundum,” sagði Brynjar Þór Björrnsson, fyrirliði KR, eftir tapið í kvöld á móti Keflavík. „Keflvíkingar spiluðu hörkuvel í kvöld. Það sem fór úrskeiðis var varnarleikurinn til að byrja með en síðan setur Ágúst Orrason tvo, þrjá þrista og gjörbreytir leiknum. Ágúst vann leikinn fyrir þá með þessum körfum.”Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Sjá meira