Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - FH 25-20 | Akureyri úr fallsæti Stefán Guðnason skrifar 19. nóvember 2015 21:45 Vísir/Vilhelm Akureyringar unnu mjög sterkan, og mikilvægan, sigur í Olís-deild karla er FH kom í heimsókn. Leikurinn fór vel af stað fyrir gestina en þeir komust í 2-0 og Halldór Logi Árnason nældi sér í rautt spjald. Allt gerðist þetta á fyrstu mínútunni! Í stað þess að Akureyringar færu í pirring og vitleysu þá þjöppuðu þeir sér saman og spiluðu frábæra vörn og agaðan sóknarleik sem skóp þeim góða forystu í hálfleik. Staðan í hálfleik 14-7 fyrir Akureyri og FHingar hreinlega týndir sóknarlega. Akureyringar sýndu engin merki um að ætla að slaka á í byrjun seinni hálfleiks og juku muninn jafnt og þétt og náðu mest níu marka forystu, 19-10. Þá loksins kviknaði á gestunum, Ágúst fór hamförum í markinu og smátt og smátt misstu Akureyringar móðinn. FH gekk á lagið og minnkaði muninn í 21-18 þegar sex mínútur voru eftir af leiknum. Akureyringar náðu þó að rífa sig í gang síðustu mínúturnar, þrátt fyrir að vera tveimur mönnum færri á tímabili og landa góðum fimm marka sigri, 25-20. Munaði þar miklu um innkomu Tómasar í markið sem hreinlega lokaði búrinu og Andra Snæs í hornið sem reyndist liðinu sínu ákaflega mikilvægur síðustu mínúturnar. Mikið var um mistök á báða bóga og spennustigið greinilega hátt hjá báðum liðum. Menn voru ekki fyrr búnir að vinna boltann þegar þeir töpuðu honum aftur. Það breytir því þó ekki að leikurinn sem slíkur var hin fínasta skemmtun fyrir áhorfandann og þeir tæpu 600 Akureyringar sem mættu hér í kvöld fengu nóg fyrir peninginn. Leikmenn FH þurfa að fara vel yfir sín mál. Á kafla í síðari hálfleik spiluðu þeir glimmrandi handbolta með flottri vörn og vel útfærðum sóknum. Sá kafli var bara allt of stuttur og kom allt of seint. Akureyringar voru aftur á móti vel að sigrinum komnir og baráttan og fórnfýsin hjá öllum leikmönnum til fyrirmyndar.Árni Stefán: Nóg eftir af mótinu Ef frá eru taldir Ágúst Elí Björgvinsson og Ásbjörn Friðriksson hjá FH voru FHingar lengst af að spila langt undir getu. Ágúst og Ásbjörn virtust vera þeir einu sem héldu haus þegar illa gekk. Hinn brosmildi Árni Stefán Guðjónsson, aðstoðarþjálfari FH var því eðlilega ósáttur eftir leik. „Menn mættu bara ekki til leiks. Við spiluðum af eðlilegri getu í kannski 20 mínútur, vondi kaflinn okkar var bara allt of langur í dag og það má ekki gegn svona sterku liði eins og Akureyri er. Við byrjuðum mótið illa en erum búnir að vera að bæta okkur mikið í síðustu leikjum," segir Árni Stefán. „Þó úrslitin í síðasta leik hafi ekki verið okkur hagstæð var spilamennskan góð. Því var ekki að skipta í dag. Það er þó ekkert stress, það er nóg eftir og við vissum alveg að við myndum ekki spila alla leiki óaðfinnanlega. Þannig að nú er það bara næsti leikur, þetta er langhlaup en ekki sprettur. Við höldum bara áfram að vinna í okkar leik og bæta okkur." FH situr nú í áttunda sæti deildarinnar einu stigi fyrir ofan ÍR sem situr í því níunda. Hins vegar eru aðeins tvö stig í ÍBV sem er í því fimmta þannig að það er ekkert orðið útséð með hvernig veturinn þróast hjá FH. „Pakkinn er náttúrulega orðinn gríðarlega þéttur. Hver einasti leikur orðinn virkilega dýrmætur þannig að við grátum þessi tvö stig en við erum ennþá inn í pakkanum þannig að við höldum bara ótrauðir áfram."Tomas: Allir að kasta sér á lausu boltana Tómas Ólason átti frábæra innkomu í mark Akureyrar í seinni hálfleik og lagði sitt lóð svo sannarlega á vogarskálina. Meðal annars minnti hann mikið á hálf-landa sinn, frægan danskan markvörð í knattspyrnu, þegar hann kastaði sér á lausan bolta sem stefndi út af með tilþrifa mikilli skutlu. „Það voru bara allir að kasta sér á lausu boltana, þannig að ég þurfti bara líka að gera það. Ég er ekki viss um að þetta hefði verið horn hefði ég ekki náð honum en ég vildi ekki taka neina sénsa," sagði Tomas brosmildur. „Baráttan í liðinu í dag var frábær, Andri og Kristján (rósin) voru til dæmis báðir nýbúnir að kasta sér á bolta og Sissi kastaði sér á FHing í sókninni á undan, af hverju má ég ekki gera það líka? „Við vorum bara allir frekar æstir í sigur og sýndum það í verki. Þetta var flottur sigur hjá liðinu og gaman að geta hjálpað til." Tómas hefur lítið spilað á síðustu vikum en það virtist ekki koma að sök í dag. „Hreiðar er búinn að vera hreint út sagt frábær það sem af er vetri þannig að eðlilega hef ég lítið verið að spila. Það var virkilega gott að geta komið sterkur inn í dag og hjálpað þannig liðinu."Halldór: Dómarar hafa lítinn tíma til að taka ákvörðun. Aðaldalsbuffið, Halldór Logi Árnason, setti vafasamt met fyrir Akureyri Handboltafélag í kvöld. Aldrei hefur leikmaður verið jafn fljótur að næla sér í rautt spjald í sögu Akureyrar Handboltafélags en það tók hann aðeins rúmar 40 sekúndur í kvöld. Raunar væri fróðlegt að vita hvort það hafi gerst áður hér á landi. Rauða spjaldið kom eftir árekstur við Einar Rafn Eiðsson leikmann FH-inga. „Ég veit það ekki, mér fannst þetta alls ekki vera rautt spjald. Það virðist eins og það sé einhver lína að gefa sem flest rauð spjöld þennan vetur. Ég snéri bakinu í Einar og var að passa línumanninn þegar Einar klessir allt í einu inni í bakið á mér. Dómararnir mátu þetta sem svo að ég hefði gefið honum olnbogaskot og þeim til varnar gerist þetta hratt og erfitt fyrir þá að meta þetta á svona stuttum tíma. Ég ætla að fá að sjá þetta samt á videoi áður en ég tek einhverja alvöru afstöðu gagnvart þessu," segir Halldór. „En ef ég horfi á björtu hliðarnar á þessu öllu saman þá er alltaf gaman að eiga met. Ég efa það stórlega að ég verði markahæsti leikmaðurinn í sögu Akureyrar eða leikjahæsti. Ég á þó allavegana þetta og vonandi verður það ekki tekið af mér á næstunni." Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Leik lokið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Sjá meira
Akureyringar unnu mjög sterkan, og mikilvægan, sigur í Olís-deild karla er FH kom í heimsókn. Leikurinn fór vel af stað fyrir gestina en þeir komust í 2-0 og Halldór Logi Árnason nældi sér í rautt spjald. Allt gerðist þetta á fyrstu mínútunni! Í stað þess að Akureyringar færu í pirring og vitleysu þá þjöppuðu þeir sér saman og spiluðu frábæra vörn og agaðan sóknarleik sem skóp þeim góða forystu í hálfleik. Staðan í hálfleik 14-7 fyrir Akureyri og FHingar hreinlega týndir sóknarlega. Akureyringar sýndu engin merki um að ætla að slaka á í byrjun seinni hálfleiks og juku muninn jafnt og þétt og náðu mest níu marka forystu, 19-10. Þá loksins kviknaði á gestunum, Ágúst fór hamförum í markinu og smátt og smátt misstu Akureyringar móðinn. FH gekk á lagið og minnkaði muninn í 21-18 þegar sex mínútur voru eftir af leiknum. Akureyringar náðu þó að rífa sig í gang síðustu mínúturnar, þrátt fyrir að vera tveimur mönnum færri á tímabili og landa góðum fimm marka sigri, 25-20. Munaði þar miklu um innkomu Tómasar í markið sem hreinlega lokaði búrinu og Andra Snæs í hornið sem reyndist liðinu sínu ákaflega mikilvægur síðustu mínúturnar. Mikið var um mistök á báða bóga og spennustigið greinilega hátt hjá báðum liðum. Menn voru ekki fyrr búnir að vinna boltann þegar þeir töpuðu honum aftur. Það breytir því þó ekki að leikurinn sem slíkur var hin fínasta skemmtun fyrir áhorfandann og þeir tæpu 600 Akureyringar sem mættu hér í kvöld fengu nóg fyrir peninginn. Leikmenn FH þurfa að fara vel yfir sín mál. Á kafla í síðari hálfleik spiluðu þeir glimmrandi handbolta með flottri vörn og vel útfærðum sóknum. Sá kafli var bara allt of stuttur og kom allt of seint. Akureyringar voru aftur á móti vel að sigrinum komnir og baráttan og fórnfýsin hjá öllum leikmönnum til fyrirmyndar.Árni Stefán: Nóg eftir af mótinu Ef frá eru taldir Ágúst Elí Björgvinsson og Ásbjörn Friðriksson hjá FH voru FHingar lengst af að spila langt undir getu. Ágúst og Ásbjörn virtust vera þeir einu sem héldu haus þegar illa gekk. Hinn brosmildi Árni Stefán Guðjónsson, aðstoðarþjálfari FH var því eðlilega ósáttur eftir leik. „Menn mættu bara ekki til leiks. Við spiluðum af eðlilegri getu í kannski 20 mínútur, vondi kaflinn okkar var bara allt of langur í dag og það má ekki gegn svona sterku liði eins og Akureyri er. Við byrjuðum mótið illa en erum búnir að vera að bæta okkur mikið í síðustu leikjum," segir Árni Stefán. „Þó úrslitin í síðasta leik hafi ekki verið okkur hagstæð var spilamennskan góð. Því var ekki að skipta í dag. Það er þó ekkert stress, það er nóg eftir og við vissum alveg að við myndum ekki spila alla leiki óaðfinnanlega. Þannig að nú er það bara næsti leikur, þetta er langhlaup en ekki sprettur. Við höldum bara áfram að vinna í okkar leik og bæta okkur." FH situr nú í áttunda sæti deildarinnar einu stigi fyrir ofan ÍR sem situr í því níunda. Hins vegar eru aðeins tvö stig í ÍBV sem er í því fimmta þannig að það er ekkert orðið útséð með hvernig veturinn þróast hjá FH. „Pakkinn er náttúrulega orðinn gríðarlega þéttur. Hver einasti leikur orðinn virkilega dýrmætur þannig að við grátum þessi tvö stig en við erum ennþá inn í pakkanum þannig að við höldum bara ótrauðir áfram."Tomas: Allir að kasta sér á lausu boltana Tómas Ólason átti frábæra innkomu í mark Akureyrar í seinni hálfleik og lagði sitt lóð svo sannarlega á vogarskálina. Meðal annars minnti hann mikið á hálf-landa sinn, frægan danskan markvörð í knattspyrnu, þegar hann kastaði sér á lausan bolta sem stefndi út af með tilþrifa mikilli skutlu. „Það voru bara allir að kasta sér á lausu boltana, þannig að ég þurfti bara líka að gera það. Ég er ekki viss um að þetta hefði verið horn hefði ég ekki náð honum en ég vildi ekki taka neina sénsa," sagði Tomas brosmildur. „Baráttan í liðinu í dag var frábær, Andri og Kristján (rósin) voru til dæmis báðir nýbúnir að kasta sér á bolta og Sissi kastaði sér á FHing í sókninni á undan, af hverju má ég ekki gera það líka? „Við vorum bara allir frekar æstir í sigur og sýndum það í verki. Þetta var flottur sigur hjá liðinu og gaman að geta hjálpað til." Tómas hefur lítið spilað á síðustu vikum en það virtist ekki koma að sök í dag. „Hreiðar er búinn að vera hreint út sagt frábær það sem af er vetri þannig að eðlilega hef ég lítið verið að spila. Það var virkilega gott að geta komið sterkur inn í dag og hjálpað þannig liðinu."Halldór: Dómarar hafa lítinn tíma til að taka ákvörðun. Aðaldalsbuffið, Halldór Logi Árnason, setti vafasamt met fyrir Akureyri Handboltafélag í kvöld. Aldrei hefur leikmaður verið jafn fljótur að næla sér í rautt spjald í sögu Akureyrar Handboltafélags en það tók hann aðeins rúmar 40 sekúndur í kvöld. Raunar væri fróðlegt að vita hvort það hafi gerst áður hér á landi. Rauða spjaldið kom eftir árekstur við Einar Rafn Eiðsson leikmann FH-inga. „Ég veit það ekki, mér fannst þetta alls ekki vera rautt spjald. Það virðist eins og það sé einhver lína að gefa sem flest rauð spjöld þennan vetur. Ég snéri bakinu í Einar og var að passa línumanninn þegar Einar klessir allt í einu inni í bakið á mér. Dómararnir mátu þetta sem svo að ég hefði gefið honum olnbogaskot og þeim til varnar gerist þetta hratt og erfitt fyrir þá að meta þetta á svona stuttum tíma. Ég ætla að fá að sjá þetta samt á videoi áður en ég tek einhverja alvöru afstöðu gagnvart þessu," segir Halldór. „En ef ég horfi á björtu hliðarnar á þessu öllu saman þá er alltaf gaman að eiga met. Ég efa það stórlega að ég verði markahæsti leikmaðurinn í sögu Akureyrar eða leikjahæsti. Ég á þó allavegana þetta og vonandi verður það ekki tekið af mér á næstunni."
Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Leik lokið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Sjá meira