Eyjólfur: Fengið að kíkja heim í mesta svartnættinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. nóvember 2015 11:00 Eyjólfur Héðinsson kemur heim um áramótin. vísir/getty Eyjólfur Héðinsson, leikmaður Danmerkurmeistara Midtjylland, gengur í raðir Stjörnunnar um áramótin, en átta ára atvinnumannaferli hans lýkur um áramótin. Hann sagði fyrst frá því í viðtali við Vísi í byrjun mánaðar að hann væri á heimleið eftir erfið síðustu ár í atvinnumennskunni. Eyjólfur, sem fór fyrst til GAIS í Svíþjóð frá Fylki 2006, hefur verið mikið meiddur undanfarin þrjú ár og spilaði sinn fyrsta leik á dögunum eftir að komast ekki inn á fótboltavöllinn í rúmt eitt og hálft ár.Sjá einnig:Gremjan kemur líklega bara fram seinna „Þetta hefur verið upp og niður,“ sagði Eyjólfur í viðtali í Akraborginni í gær, aðspurður hvernig það tæki á sálina að vera svona lengi frá. „Þeir hafa hjálpað mér mikið hjá Midtjylland og gert allt sem ég hef farið fram á. Þegar mesta svartnættið hefur verið hef ég fengið að fengið að fara heim í nokkra daga til að skipta um umhverfi. Þetta hefur tekið á og ég hef spurt mig hvers vegna ég er að þessu, en ég hef bara alltaf haldið áfram.“Eyjólfur ætlar ekki að enda sem varamaður hjá Midtjylland.vísir/gettyKom til greina að fara í Fylki Eyjólfur er fjórði leikmaðurinn sem gengur í raðir Stjörnunnar í vetur, en hvers vegna valdi hann Garðabæinn? „Stjarnan er búin að vera í sambandi við mig í þó nokkurn tíma og hefur fylgst vel með hvernig hefur gengið. Það voru önnur lið sem höfðu líka samband en Stjarnan sýndi mestan áhuga,“ sagði Eyjólfur. „Mér líst vel á það sem þeir hafa fram að færa. Ég hef talað við menn þarna innan félagsins og það tala allir mjög vel um þetta. Ég get bara ekki beðið eftir að mæta á æfingu og kynnast liðinu og fólkinu í kringum félagið.“ En kom ekki til greina að fara aftur í Fylki? „Það kom vissulega til greina en ég ákvað að velja Stjörnuna þar sem hún sýndi smér mestan áhuga,“ sagði Eyjólfur.Sjá einnig:Lítur ekki á sig sem danskan meistara Miðjumaðurinn öflugi telur að forráðamenn Midtjylland verði ekki svekktir að missa hann frá félaginu þegar hann er loksins orðinn heill. „Það held ég nú ekki. Þetta er allt annað félag en þegar ég skrifaði undir. Það eru komnir nýir leikmenn, nýr eigandi og fullt af peningum inn í þetta. Ég á ekki séns lengur hérna eftir að hafa verið frá í svona langan tíma. Ég verð ekkert meira en einhver varamaður en nú vil ég bara fá að spila,“ sagði Eyjólfur Héðinsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Sjá meira
Eyjólfur Héðinsson, leikmaður Danmerkurmeistara Midtjylland, gengur í raðir Stjörnunnar um áramótin, en átta ára atvinnumannaferli hans lýkur um áramótin. Hann sagði fyrst frá því í viðtali við Vísi í byrjun mánaðar að hann væri á heimleið eftir erfið síðustu ár í atvinnumennskunni. Eyjólfur, sem fór fyrst til GAIS í Svíþjóð frá Fylki 2006, hefur verið mikið meiddur undanfarin þrjú ár og spilaði sinn fyrsta leik á dögunum eftir að komast ekki inn á fótboltavöllinn í rúmt eitt og hálft ár.Sjá einnig:Gremjan kemur líklega bara fram seinna „Þetta hefur verið upp og niður,“ sagði Eyjólfur í viðtali í Akraborginni í gær, aðspurður hvernig það tæki á sálina að vera svona lengi frá. „Þeir hafa hjálpað mér mikið hjá Midtjylland og gert allt sem ég hef farið fram á. Þegar mesta svartnættið hefur verið hef ég fengið að fengið að fara heim í nokkra daga til að skipta um umhverfi. Þetta hefur tekið á og ég hef spurt mig hvers vegna ég er að þessu, en ég hef bara alltaf haldið áfram.“Eyjólfur ætlar ekki að enda sem varamaður hjá Midtjylland.vísir/gettyKom til greina að fara í Fylki Eyjólfur er fjórði leikmaðurinn sem gengur í raðir Stjörnunnar í vetur, en hvers vegna valdi hann Garðabæinn? „Stjarnan er búin að vera í sambandi við mig í þó nokkurn tíma og hefur fylgst vel með hvernig hefur gengið. Það voru önnur lið sem höfðu líka samband en Stjarnan sýndi mestan áhuga,“ sagði Eyjólfur. „Mér líst vel á það sem þeir hafa fram að færa. Ég hef talað við menn þarna innan félagsins og það tala allir mjög vel um þetta. Ég get bara ekki beðið eftir að mæta á æfingu og kynnast liðinu og fólkinu í kringum félagið.“ En kom ekki til greina að fara aftur í Fylki? „Það kom vissulega til greina en ég ákvað að velja Stjörnuna þar sem hún sýndi smér mestan áhuga,“ sagði Eyjólfur.Sjá einnig:Lítur ekki á sig sem danskan meistara Miðjumaðurinn öflugi telur að forráðamenn Midtjylland verði ekki svekktir að missa hann frá félaginu þegar hann er loksins orðinn heill. „Það held ég nú ekki. Þetta er allt annað félag en þegar ég skrifaði undir. Það eru komnir nýir leikmenn, nýr eigandi og fullt af peningum inn í þetta. Ég á ekki séns lengur hérna eftir að hafa verið frá í svona langan tíma. Ég verð ekkert meira en einhver varamaður en nú vil ég bara fá að spila,“ sagði Eyjólfur Héðinsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Sjá meira