Rjúpnaskyttur yfirleitt sáttar með tímabilið Karl Lúðvíksson skrifar 19. nóvember 2015 10:00 Rjúpnaveiðitímabilinu lauk síðustu helgi og heilt yfir virðast rjúpnaskyttur sáttar við tímabilið. Það er auðvitað misjafnt hversu vel veiddist hjá hverjum en flestir virðast þó hafa náð í jólamatinn. Algengt er að hver skytta sé með 15-20 fugla en það eru líka dæmi um ansi marga sem voru með minna og nokkra sem voru með ekkert. Það er auðvitað misjafnt hvað veiðimenn gengu marga daga til rjúpna og sumir gengu svo til á hverjum degi sem var fært og veiddu ágætlega. Einhverjir sjálfsagt náðu sínum rjúpum á einum degi en aðrir og líklega flestir hafa þurft fleiri daga en það. Það er þó ljótur blettur á rjúpnaveiðum að ennþá skuli vera til veiðimenn sem gera út á að veiða eins mikið magn og kostur er til að selja, þrátt fyrir að sölubann sé á rjúpum. Það eru nokkur dæmi um veiðimenn sem hafa skotið 200-300 rjúpur í haust og það er nokkuð augljóst að þessar rjúpur verða seldar. Hún er þó vonandi hverfandi sú afstaða að magnveiði á rjúpu sé í anda sportveiða, sem það er augljóslega ekki, og að allir veiðimenn líti á rjúpnastofninn sem takmarkaða auðlind sem verður að umgangast með virðingu. Mest lesið Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði
Rjúpnaveiðitímabilinu lauk síðustu helgi og heilt yfir virðast rjúpnaskyttur sáttar við tímabilið. Það er auðvitað misjafnt hversu vel veiddist hjá hverjum en flestir virðast þó hafa náð í jólamatinn. Algengt er að hver skytta sé með 15-20 fugla en það eru líka dæmi um ansi marga sem voru með minna og nokkra sem voru með ekkert. Það er auðvitað misjafnt hvað veiðimenn gengu marga daga til rjúpna og sumir gengu svo til á hverjum degi sem var fært og veiddu ágætlega. Einhverjir sjálfsagt náðu sínum rjúpum á einum degi en aðrir og líklega flestir hafa þurft fleiri daga en það. Það er þó ljótur blettur á rjúpnaveiðum að ennþá skuli vera til veiðimenn sem gera út á að veiða eins mikið magn og kostur er til að selja, þrátt fyrir að sölubann sé á rjúpum. Það eru nokkur dæmi um veiðimenn sem hafa skotið 200-300 rjúpur í haust og það er nokkuð augljóst að þessar rjúpur verða seldar. Hún er þó vonandi hverfandi sú afstaða að magnveiði á rjúpu sé í anda sportveiða, sem það er augljóslega ekki, og að allir veiðimenn líti á rjúpnastofninn sem takmarkaða auðlind sem verður að umgangast með virðingu.
Mest lesið Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði