Vitni ákæruvaldsins vann matsgerðir fyrir Lárus Welding Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. nóvember 2015 17:36 Lárus Welding í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. vísir/anton brink Hersir Sigurgeirsson, sem ákæruvaldið kallaði til sem vitni í Stím-málinu í dag, vann matsgerðir vegna málsins fyrir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, sem er einn af ákærðu í málinu. Spurningar ákæruvaldsins til Hersis snerust um skuldabréf sem einn fagfjárfestasjóða Glitnis keypti af Sögu Capital í ágúst 2008 en Hersir var framkvæmdastjóri áhættustýringar Sögu. Lárus er ekki ákærður vegna kaupa Glitnis á skuldabréfinu heldur er hann ákærður fyrir 20 milljarða króna lán til Stím í nóvember 2007. Er honum gefið að sök að hafa farið út fyrir heimildir sínar með lánveitingunni og skapað Glitni fjártjónshættu með henni.Gerði athugasemdir við spurningar verjandans Óttar Pálsson, verjandi Lárusar, spurði Hersi út í matsgerðirnar sem eru á meðal gagna málsins.Hólmsteinn Gauti Sigurðsson sækir málið fyrir hönd sérstakan saksóknara.vísir/anton brinkHólmsteinn Gauti Sigurðsson, saksóknari í málinu, gerði athugasemdir við það og sagði Hersi ekki vera dómkvaddan matsmann. Dómarar réðu þá ráðum sínum og ákváðu í kjölfarið að leyfa spurningar í samræmi við það að matsgerðirnar lægju fyrir á meðal gagna málsins. Óttar fékk Hersi, sem er dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, til að leggja mat á hugsanlegt fjártjón Glitnis eftir viðskiptin við Stím. Kom það fram fyrir dómi að Hersir taldi viðskiptin hafa dregið úr fjárhagslegri áhættu Glitnis og að útilokað væri að hans mati að Lárus hefði skapað bankanum fjártjónshættu með þeim.Fékk annan aðila til að leggja mat á fjártjónshættuna Símon Sigvaldason, dómsformaður, spurði svo Hersi hvort hann hefði haft stöðu vitnis í málinu á rannsóknarstigi og verið kallaður til yfirheyrslu hjá lögreglu vegna þess. Svaraði hann því játandi en verjandi Lárusar benti þá að hann hefði ekki gefið skýrslu hjá lögreglu vegna mála sem vörðuðu hans umbjóðanda. Þar að auki kvaðst Óttar hafa beðið um matsgerð frá öðrum sérfræðingi, Gylfa Magnússyni, en fram hafði komið að niðurstöður hennar voru nánast nákvæmlega þær sömu og niðurstöður Hersis. Stím málið Tengdar fréttir „Ef ég væri Lalli liði mér djöfulli illa með mína stærstu hluthafa í svona skítamálum“ Fyrrverandi forstjóri Sögu Capital skildi það sem svo að Hannes Smárason hafi verið búinn að panta hlutabréf í FL Group og Glitni en síðan "gengið úr skaftinu vegna fjárhagsörðugleika.“ Þess vegna hafi verið stofnað til Stím-viðskiptanna. 17. nóvember 2015 12:00 Minnið brást vitnum í Stím-málinu Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 15:00 Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 09:55 Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20 „Þú verður bara að segja að ég hafi sagt þér að gera þetta“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, er lykilvitni í Stím-málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. 17. nóvember 2015 14:34 Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Hersir Sigurgeirsson, sem ákæruvaldið kallaði til sem vitni í Stím-málinu í dag, vann matsgerðir vegna málsins fyrir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, sem er einn af ákærðu í málinu. Spurningar ákæruvaldsins til Hersis snerust um skuldabréf sem einn fagfjárfestasjóða Glitnis keypti af Sögu Capital í ágúst 2008 en Hersir var framkvæmdastjóri áhættustýringar Sögu. Lárus er ekki ákærður vegna kaupa Glitnis á skuldabréfinu heldur er hann ákærður fyrir 20 milljarða króna lán til Stím í nóvember 2007. Er honum gefið að sök að hafa farið út fyrir heimildir sínar með lánveitingunni og skapað Glitni fjártjónshættu með henni.Gerði athugasemdir við spurningar verjandans Óttar Pálsson, verjandi Lárusar, spurði Hersi út í matsgerðirnar sem eru á meðal gagna málsins.Hólmsteinn Gauti Sigurðsson sækir málið fyrir hönd sérstakan saksóknara.vísir/anton brinkHólmsteinn Gauti Sigurðsson, saksóknari í málinu, gerði athugasemdir við það og sagði Hersi ekki vera dómkvaddan matsmann. Dómarar réðu þá ráðum sínum og ákváðu í kjölfarið að leyfa spurningar í samræmi við það að matsgerðirnar lægju fyrir á meðal gagna málsins. Óttar fékk Hersi, sem er dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, til að leggja mat á hugsanlegt fjártjón Glitnis eftir viðskiptin við Stím. Kom það fram fyrir dómi að Hersir taldi viðskiptin hafa dregið úr fjárhagslegri áhættu Glitnis og að útilokað væri að hans mati að Lárus hefði skapað bankanum fjártjónshættu með þeim.Fékk annan aðila til að leggja mat á fjártjónshættuna Símon Sigvaldason, dómsformaður, spurði svo Hersi hvort hann hefði haft stöðu vitnis í málinu á rannsóknarstigi og verið kallaður til yfirheyrslu hjá lögreglu vegna þess. Svaraði hann því játandi en verjandi Lárusar benti þá að hann hefði ekki gefið skýrslu hjá lögreglu vegna mála sem vörðuðu hans umbjóðanda. Þar að auki kvaðst Óttar hafa beðið um matsgerð frá öðrum sérfræðingi, Gylfa Magnússyni, en fram hafði komið að niðurstöður hennar voru nánast nákvæmlega þær sömu og niðurstöður Hersis.
Stím málið Tengdar fréttir „Ef ég væri Lalli liði mér djöfulli illa með mína stærstu hluthafa í svona skítamálum“ Fyrrverandi forstjóri Sögu Capital skildi það sem svo að Hannes Smárason hafi verið búinn að panta hlutabréf í FL Group og Glitni en síðan "gengið úr skaftinu vegna fjárhagsörðugleika.“ Þess vegna hafi verið stofnað til Stím-viðskiptanna. 17. nóvember 2015 12:00 Minnið brást vitnum í Stím-málinu Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 15:00 Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 09:55 Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20 „Þú verður bara að segja að ég hafi sagt þér að gera þetta“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, er lykilvitni í Stím-málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. 17. nóvember 2015 14:34 Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
„Ef ég væri Lalli liði mér djöfulli illa með mína stærstu hluthafa í svona skítamálum“ Fyrrverandi forstjóri Sögu Capital skildi það sem svo að Hannes Smárason hafi verið búinn að panta hlutabréf í FL Group og Glitni en síðan "gengið úr skaftinu vegna fjárhagsörðugleika.“ Þess vegna hafi verið stofnað til Stím-viðskiptanna. 17. nóvember 2015 12:00
Minnið brást vitnum í Stím-málinu Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 15:00
Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 09:55
Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20
„Þú verður bara að segja að ég hafi sagt þér að gera þetta“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, er lykilvitni í Stím-málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. 17. nóvember 2015 14:34