Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Grótta 19-31 | Grótta slátraði toppslagnum Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. nóvember 2015 22:00 Grótta rassskellti Fram í toppslag kvöldsins í Olís-deild kvenna en leiknum lauk með tólf marka sigri Íslandsmeistaranna. Ekki er hægt að segja annað en að sigurinn hafi verið verðskuldaður en Grótta leiddi með sjö mörkum í hálfleik. Það var vitað fyrir daginn að sigurlið kvöldsins myndi tylla sér á topp Olís-deildarinnar að tólf umferðum loknum en liðin voru í 3-4. sæti, einu stigi á eftir ÍBV og Val. Fram lék Evrópuleik í Rúmeníu á laugardaginn og virtist einhver ferðaþreyta vera í liðinu í fyrri hálfleik sem var algerlega í eigu Gróttu. Fyrir utan stuttan kafla þegar Fram minnkaði muninn í eitt mark á tíundu mínútu áttu þær ekki mikla möguleika gegn fersku Gróttuliði. Í markinu átti Guðrún Ósk Maríasdóttir sem glímdi við meiðsli fyrir leik erfitt en hún varði aðeins eitt skot fyrstu 25 mínútur leiksins. Á sama tíma gekk sóknarleikur liðsins erfiðlega og náði Grótta mest átta marka forystu í fyrri hálfleik. Tóku Seltirningar sjö marka forskot inn í hálfleikinn í stöðunni 14-7 og gerðu út um leikinn strax á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiks þegar þær náðu þegar mest var ellefu marka forskoti. Framkonum tókst aðeins að minnka bilið næstu mínútum en ógnuðu aldrei forskoti Gróttukvenna sem settu aftur í gír og unnu að lokum öruggan 31-19 sigur. Með sigrinum skaust Grótta í toppsætið upp fyrir ÍBV og Val en spilamennska liðsins í kvöld var einfaldlega frábær. Sóknarleikur liðsins var góður þrátt fyrir nokkuð mikið af töpuðum boltum og náði Kári Garðarsson, þjálfari liðsins, að dreifa álaginu vel í leiknum. Það er áhyggjuefni fyrir Stefán Arnarson, þjálfara Fram, hversu mikill gæðamunur var á liðunum í kvöld en Fram átti einfaldlega engin svör við góðri spilamennsku Gróttu í leiknum.Kári ræðir hér við leikmenn sína í kvöld.Vísir/VilhelmKári: Væri hart af mér að ætla að vera með leiðindi eftir þessa frammistöðu „Það væri hart af mér ef ég ætlaði að fara inn í klefa og vera með leiðindi. Maður er nógu oft með leiðindi við þessar stelpur þegar ekki gengur vel og þetta var frábær frammistaða,“ sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, með bros á vör er blaðamaður bar undir hann hvort hann gæti kvartað undan einhverju eftir leikinn í kvöld. „Sama hvar er litið á þetta þá spiluðum við blússandi handbolta og hreint út sagt frábærlega. Sóknarleikurinn okkar sem hefur verið vandamál var frábær og þetta var eiginlega bara leikur þar sem allt gekk upp.“ Kári átti von á erfiðari leik en vitað var að sigurliðið myndi ná toppsætinu í Olís-deildinni. „Ég átti von á því að þetta yrði eins og alltaf þegar þessi lið mætast. Jafnt og að þetta myndi ráðast á síðustu sekúndunum en við náðum yfirhöndinni strax á fyrstu sekúndunum.“ Kári var afar ánægður með sóknarleik Gróttu í kvöld. „Þetta var mjög heildsteypt frammistaða. Við spiluðum þéttan varnarleik og fengum hraðaupphlaup úr því en það var einkar kærkomið að sjá sóknarleikinn. Við vorum að spila á móti frábæru varnarliði með góðan markmann en við fundum lausn á því og getum vonandi byggt á því,“ sagði Kári sem dreifði álaginu vel í kvöld: „Það fengu allir að spila eitthvað og við náðum að halda hraða út allan leikinn. Mér fannst engin þreytumerki á liðinu og við lékum á 10-12 leikmönnum allan leikinn. Það er mjög jákvætt fyrir þjálfara að geta dreift þessu svona.“Leikmenn Stefáns áttu engin svör í kvöld.Vísir/VilhelmStefán: Ætlum ekki að kenna ferðaþreytu um þetta tap „Viðbrögðin eru eiginlega bara gríðarleg vonbrigði. Þetta er að ég held stærsta tap mitt síðustu 10-15 ár sem þjálfari,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram, svekktur að leikslokum. Stefán vildi ekki kenna ferðaþreytu um spilamennskuna í kvöld en Fram spilaði erfiðan Evrópuleik í Rúmeníu á laugardaginn. „Við ætlum ekkert að afsaka okkur með því. Við stóðum okkur vel úti og við viljum vera í Evrópukeppni og að spila marga leiki en því miður áttum við slakan leik í dag.“ Stefán kunni ekki skýringu á því hvað hefði farið úrskeiðis. „Hver sem skýringin er þá mættum við einfaldlega ekki til leiks í dag og Gróttuliðið mætti til leiks og vinna okkur sannfærandi. Við erum með svipaða breidd í leikmannahópnum en þær voru bara helmingi betri í dag.“ Stefán hrósaði Guðrúnu Ósk í marki Fram fyrir að spila í dag eftir að hafa meiðst í Rúmeníu. „Hún finnur fyrir því eftir að hafa meiðst illa en hún sýndi karakter með því að spila þennan leik. Hún er ekki heil heilsu og það kom niður á frammistöðu hennar í dag,“ sagði Stefán sem missti þrjá leikmenn í meiðsli í kvöld. „Það verður að koma í ljós hver verður með á laugardaginn. Við misstum tvo leikmenn í meiðsli úti og þrjá í kvöld og ég veit ekki hversu mikið þær geta æft fram að leiknum.“Anna Úrsúla var öflug í vörn sem sókn í kvöld.Vísir/VilhelmAnna Úrsúla: Margir leikmenn sem þurftu að sýna sitt rétta andlit „Þetta var sannfærandi og það er mikil gleði eftir að hafa uppskerið það sem við sáðum,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Gróttu, kampakát að leikslokum. „Við náðum loksins að nýta sóknina okkar og fá þessi hraðaupphlaup sem við höfum ekki verið að fá í síðustu leikjum.“ Anna talaði um, líkt og þjálfari hennar, að hún hefði verið sátt með sóknarleik Gróttu í kvöld. „Við höfum ekki verið að fá á okkur mörg mörk á okkur undanfarið og markvarslan hefur verið frábær. Við vildum mæta og sýna hvað við gætum í þessum leik,“ sagði Anna og bætti við: „Við vorum ákveðnar í því að koma og berjast allan leikinn, strax frá fyrstu mínútu, sama hver staðan væri. Það voru margir leikmenn sem þurftu að sýna sitt rétta andlit og bera ábyrgð á sjálfum sér og það gerðu það allir í dag.“ Allir leikmenn Gróttu nema þrír komust á blað í dag og telur Anna að þessi reynsla geti nýst liðinu í leikjunum sem eru framundan. „Það er gott fyrir alla leikmenn liðsins að fá að spila reglulega til að fá reynsluna og að komast í takt við spilamennsku liðsins. Það er ómetanlegt að geta gefið öllum leikmönnum liðsins mínútur því það er barátta framundan í deildinni og við verðum að vera á tánnum.“Anna Úrsula skýtur að marki í kvöld.Vísir/Vilhelm Olís-deild kvenna Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Sjá meira
Grótta rassskellti Fram í toppslag kvöldsins í Olís-deild kvenna en leiknum lauk með tólf marka sigri Íslandsmeistaranna. Ekki er hægt að segja annað en að sigurinn hafi verið verðskuldaður en Grótta leiddi með sjö mörkum í hálfleik. Það var vitað fyrir daginn að sigurlið kvöldsins myndi tylla sér á topp Olís-deildarinnar að tólf umferðum loknum en liðin voru í 3-4. sæti, einu stigi á eftir ÍBV og Val. Fram lék Evrópuleik í Rúmeníu á laugardaginn og virtist einhver ferðaþreyta vera í liðinu í fyrri hálfleik sem var algerlega í eigu Gróttu. Fyrir utan stuttan kafla þegar Fram minnkaði muninn í eitt mark á tíundu mínútu áttu þær ekki mikla möguleika gegn fersku Gróttuliði. Í markinu átti Guðrún Ósk Maríasdóttir sem glímdi við meiðsli fyrir leik erfitt en hún varði aðeins eitt skot fyrstu 25 mínútur leiksins. Á sama tíma gekk sóknarleikur liðsins erfiðlega og náði Grótta mest átta marka forystu í fyrri hálfleik. Tóku Seltirningar sjö marka forskot inn í hálfleikinn í stöðunni 14-7 og gerðu út um leikinn strax á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiks þegar þær náðu þegar mest var ellefu marka forskoti. Framkonum tókst aðeins að minnka bilið næstu mínútum en ógnuðu aldrei forskoti Gróttukvenna sem settu aftur í gír og unnu að lokum öruggan 31-19 sigur. Með sigrinum skaust Grótta í toppsætið upp fyrir ÍBV og Val en spilamennska liðsins í kvöld var einfaldlega frábær. Sóknarleikur liðsins var góður þrátt fyrir nokkuð mikið af töpuðum boltum og náði Kári Garðarsson, þjálfari liðsins, að dreifa álaginu vel í leiknum. Það er áhyggjuefni fyrir Stefán Arnarson, þjálfara Fram, hversu mikill gæðamunur var á liðunum í kvöld en Fram átti einfaldlega engin svör við góðri spilamennsku Gróttu í leiknum.Kári ræðir hér við leikmenn sína í kvöld.Vísir/VilhelmKári: Væri hart af mér að ætla að vera með leiðindi eftir þessa frammistöðu „Það væri hart af mér ef ég ætlaði að fara inn í klefa og vera með leiðindi. Maður er nógu oft með leiðindi við þessar stelpur þegar ekki gengur vel og þetta var frábær frammistaða,“ sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, með bros á vör er blaðamaður bar undir hann hvort hann gæti kvartað undan einhverju eftir leikinn í kvöld. „Sama hvar er litið á þetta þá spiluðum við blússandi handbolta og hreint út sagt frábærlega. Sóknarleikurinn okkar sem hefur verið vandamál var frábær og þetta var eiginlega bara leikur þar sem allt gekk upp.“ Kári átti von á erfiðari leik en vitað var að sigurliðið myndi ná toppsætinu í Olís-deildinni. „Ég átti von á því að þetta yrði eins og alltaf þegar þessi lið mætast. Jafnt og að þetta myndi ráðast á síðustu sekúndunum en við náðum yfirhöndinni strax á fyrstu sekúndunum.“ Kári var afar ánægður með sóknarleik Gróttu í kvöld. „Þetta var mjög heildsteypt frammistaða. Við spiluðum þéttan varnarleik og fengum hraðaupphlaup úr því en það var einkar kærkomið að sjá sóknarleikinn. Við vorum að spila á móti frábæru varnarliði með góðan markmann en við fundum lausn á því og getum vonandi byggt á því,“ sagði Kári sem dreifði álaginu vel í kvöld: „Það fengu allir að spila eitthvað og við náðum að halda hraða út allan leikinn. Mér fannst engin þreytumerki á liðinu og við lékum á 10-12 leikmönnum allan leikinn. Það er mjög jákvætt fyrir þjálfara að geta dreift þessu svona.“Leikmenn Stefáns áttu engin svör í kvöld.Vísir/VilhelmStefán: Ætlum ekki að kenna ferðaþreytu um þetta tap „Viðbrögðin eru eiginlega bara gríðarleg vonbrigði. Þetta er að ég held stærsta tap mitt síðustu 10-15 ár sem þjálfari,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram, svekktur að leikslokum. Stefán vildi ekki kenna ferðaþreytu um spilamennskuna í kvöld en Fram spilaði erfiðan Evrópuleik í Rúmeníu á laugardaginn. „Við ætlum ekkert að afsaka okkur með því. Við stóðum okkur vel úti og við viljum vera í Evrópukeppni og að spila marga leiki en því miður áttum við slakan leik í dag.“ Stefán kunni ekki skýringu á því hvað hefði farið úrskeiðis. „Hver sem skýringin er þá mættum við einfaldlega ekki til leiks í dag og Gróttuliðið mætti til leiks og vinna okkur sannfærandi. Við erum með svipaða breidd í leikmannahópnum en þær voru bara helmingi betri í dag.“ Stefán hrósaði Guðrúnu Ósk í marki Fram fyrir að spila í dag eftir að hafa meiðst í Rúmeníu. „Hún finnur fyrir því eftir að hafa meiðst illa en hún sýndi karakter með því að spila þennan leik. Hún er ekki heil heilsu og það kom niður á frammistöðu hennar í dag,“ sagði Stefán sem missti þrjá leikmenn í meiðsli í kvöld. „Það verður að koma í ljós hver verður með á laugardaginn. Við misstum tvo leikmenn í meiðsli úti og þrjá í kvöld og ég veit ekki hversu mikið þær geta æft fram að leiknum.“Anna Úrsúla var öflug í vörn sem sókn í kvöld.Vísir/VilhelmAnna Úrsúla: Margir leikmenn sem þurftu að sýna sitt rétta andlit „Þetta var sannfærandi og það er mikil gleði eftir að hafa uppskerið það sem við sáðum,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Gróttu, kampakát að leikslokum. „Við náðum loksins að nýta sóknina okkar og fá þessi hraðaupphlaup sem við höfum ekki verið að fá í síðustu leikjum.“ Anna talaði um, líkt og þjálfari hennar, að hún hefði verið sátt með sóknarleik Gróttu í kvöld. „Við höfum ekki verið að fá á okkur mörg mörk á okkur undanfarið og markvarslan hefur verið frábær. Við vildum mæta og sýna hvað við gætum í þessum leik,“ sagði Anna og bætti við: „Við vorum ákveðnar í því að koma og berjast allan leikinn, strax frá fyrstu mínútu, sama hver staðan væri. Það voru margir leikmenn sem þurftu að sýna sitt rétta andlit og bera ábyrgð á sjálfum sér og það gerðu það allir í dag.“ Allir leikmenn Gróttu nema þrír komust á blað í dag og telur Anna að þessi reynsla geti nýst liðinu í leikjunum sem eru framundan. „Það er gott fyrir alla leikmenn liðsins að fá að spila reglulega til að fá reynsluna og að komast í takt við spilamennsku liðsins. Það er ómetanlegt að geta gefið öllum leikmönnum liðsins mínútur því það er barátta framundan í deildinni og við verðum að vera á tánnum.“Anna Úrsula skýtur að marki í kvöld.Vísir/Vilhelm
Olís-deild kvenna Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn